Enski boltinn

Guardiola viss um að Arteta muni taka við af honum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guardiola og Arteta vinna vel saman hjá City
Guardiola og Arteta vinna vel saman hjá City vísir/getty
Pep Guardiola segist viss um það að Mikel Arteta muni taka við af honum sem knattspyrnustjóri Manchester City þegar hann ákveður að hætta.

Spánverjinn Arteta var eitt af nöfnunum í umræðunni um hver tæki við starfi Arsene Wenger hjá Arsenal vorið 2018. Hann ákvað hins vegar að vera áfram sem aðstoðarmaður Guardiola hjá City.

Arteta hefur verið aðstoðarþjálfari Guardiola frá því Guardiola tók við Manchester City.

„Ég er nokkuð viss um að hann muni taka við af mér og hann mun ná árangri,“ sagði Guardiola.

„Hann er ungur en er kominn með reynslu í því að eiga við stóra leikmenn og stór lið.“

Guardiola er þó ekki á förum frá City strax. Hann sagði í sumar að hann ætli að vera hjá City þau tvö ár sem hann á eftir af samningi sínum og vonandi annað ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×