Huddersfield bíður enn eftir fyrsta sigrinum síðan í lok febrúar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leiknum á The Hawthornes.
Úr leiknum á The Hawthornes. vísir/getty
West Brom vann 4-2 sigur á Huddersfield Town í eina leik dagsins í ensku B-deildinni.

Með sigrinum komst West Brom upp í 4. sæti deildarinnar. West Brom er eina liðið í B-deildinni sem hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu.

Öllu verr gengur hjá Huddersfield sem er með eitt stig á botni deildarinnar. Liðið hefur ekki unnið í 19 leikjum í röð, eða síðan það vann Wolves, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni 26. febrúar.

Huddersfield var yfir í hálfleik, 1-2, í leiknum á The Hawthornes í dag og allt fram á 70. mínútu.

Darnell Furlong jafnaði þá fyrir West Brom og fimm mínútum síðar kom Matt Phillips heimamönnum yfir.

Semi Ajayi gulltryggði svo sigur West Brom á 89. mínútu. Lokatölur 4-2, West Brom í vil.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira