Bournemouth upp í þriðja sætið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. september 2019 21:00 Callum Wilson fagnar marki sínu vísir/getty Bournemouth vann sinn fyrsta sigur á St. Mary's vellinum þegar liðið sótti þrjú stig gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gestirnir frá Bournemouth komust yfir á tíundu mínútu leiksins þegar Nathan Ake skallaði hornspyrnu í netið. Vandamál Southampton virtust hafa tvöfaldast á 25. mínútu þegar Joshua King skoraði með góðu skoti. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu með hjálp myndbandsdómgæslunnar. Bournemouth skoraði löglegt mark tíu mínútum seinna þegar Harry Wilson kom boltanum í netið. Í seinni hálfleik fór að birta til hjá Southampton þegar heimamenn fengu vítaspyrnu. James Ward-Prowse fór á punktinn og skoraði af öryggi. Nær komst Southampton hins vegar ekki, í staðinn kom Callum Wilson Bournemouth í 3-1 í uppbótartíma og þannig lauk leiknum. Bournemouth er nú í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. Southampton er með sjö stig í 11. sæti. Enski boltinn
Bournemouth vann sinn fyrsta sigur á St. Mary's vellinum þegar liðið sótti þrjú stig gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gestirnir frá Bournemouth komust yfir á tíundu mínútu leiksins þegar Nathan Ake skallaði hornspyrnu í netið. Vandamál Southampton virtust hafa tvöfaldast á 25. mínútu þegar Joshua King skoraði með góðu skoti. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu með hjálp myndbandsdómgæslunnar. Bournemouth skoraði löglegt mark tíu mínútum seinna þegar Harry Wilson kom boltanum í netið. Í seinni hálfleik fór að birta til hjá Southampton þegar heimamenn fengu vítaspyrnu. James Ward-Prowse fór á punktinn og skoraði af öryggi. Nær komst Southampton hins vegar ekki, í staðinn kom Callum Wilson Bournemouth í 3-1 í uppbótartíma og þannig lauk leiknum. Bournemouth er nú í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. Southampton er með sjö stig í 11. sæti.