Enski boltinn

Keane: Þurfa að styðja Solskjær í gegnum nokkra félagsskiptaglugga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ole Gunnar Solskjær var niðurlútur í leikslok
Ole Gunnar Solskjær var niðurlútur í leikslok vísir/getty
Roy Keane studdi við bakið á Ole Gunnar Solskjær eftir 1-1 jafntefli Manchester United og Arsenal á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Keane sagði að Solskjær ætti hundrað prósent að fá meiri tíma sem knattspyrnustjóri.

„Mér finnst hann hafa staðið sig frábærlega. Hann er góður, heiðarlegur náungi,“ sagði Keane, en hann starfar sem sérfræðingur hjá Sky Sports.

„Þetta er erfitt eins og er, en það eru sex, sjö ungir leikmenn í liðinu að læra hvernig þetta er.“

United komst yfir í leiknum með marki Scott McTominay en Pierre-Emerick Aubameyang jafnaði með hjálp myndbandsdómgæslu.

„Við erum öll óþolinmóð og viljum árnagur helst í gær, en það verður að gefa manninum tíma.“

„Þeir eru búnir að gefa honum starfið, það þarf að styðja hann í gegnum nokkra félagsskiptaglugga. Það koma fleiri erfiðir dagar en þeir þurfa að standa á bak við hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×