Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2019 18:30 Bandaríski forsetinn fór mikinn á Twitter í dag. Tjáði hann sig þar einkum um hið svokallaða Úkraínumál, sem er nú í hámæli í Bandaríkjunum. Málið snýst einna helst um símtal Trumps við Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta. Í símtalinu fór Trump fram á rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata, í Úkraínu. Trump er sagður hafa gert rannsóknina að skilyrði fyrir áframhaldandi hernaðaraðstoð. Engin gögn hafa komið fram sem benda til þess að afskipti Bidens hafi verið óeðlileg eða í þágu sonar síns, eins og Trump heldur fram. Kínverska utanríkisráðuneytið hafnaði einnig í dag þeirri staðhæfingu Trump-liða að kínversk stjórnvöld hafi gefið syni Bidens hálfan annan milljarð dala vegna samningaviðræðna ríkjanna. Á Twitter stakk Trump upp á því að Adam Schiff, formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildar þingsins, yrði handtekinn fyrir landráð. Sagði hann að Schiff hafi á ólöglegan hátt skáldað ummæli og eignað forsetanum.Tíst Trumps um Schiff í dag.„Ég ætla bara að segja þetta sjö sinnum, þannig hlustaðu vel. Ég vil að þú grafir upp skít á pólitískan andstæðing minn, skilurðu?“ Þetta er brot af þeim ummælum sem Trump vitnar til. Þau féllu á nefndarfundi á fimmtudag er Schiff var að umorða, og ýkja, það sem Trump sagði í símtalinu. Slíkt er ekki ólöglegt. Selenskíj tjáði sig sjálfur um málið í dag. Sagði Úkraínu sjálfstætt ríki sem þyrfti ekki að hlýða kröfum annarra en hélt opnum möguleikanum á rannsókn. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Bandaríski forsetinn fór mikinn á Twitter í dag. Tjáði hann sig þar einkum um hið svokallaða Úkraínumál, sem er nú í hámæli í Bandaríkjunum. Málið snýst einna helst um símtal Trumps við Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta. Í símtalinu fór Trump fram á rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata, í Úkraínu. Trump er sagður hafa gert rannsóknina að skilyrði fyrir áframhaldandi hernaðaraðstoð. Engin gögn hafa komið fram sem benda til þess að afskipti Bidens hafi verið óeðlileg eða í þágu sonar síns, eins og Trump heldur fram. Kínverska utanríkisráðuneytið hafnaði einnig í dag þeirri staðhæfingu Trump-liða að kínversk stjórnvöld hafi gefið syni Bidens hálfan annan milljarð dala vegna samningaviðræðna ríkjanna. Á Twitter stakk Trump upp á því að Adam Schiff, formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildar þingsins, yrði handtekinn fyrir landráð. Sagði hann að Schiff hafi á ólöglegan hátt skáldað ummæli og eignað forsetanum.Tíst Trumps um Schiff í dag.„Ég ætla bara að segja þetta sjö sinnum, þannig hlustaðu vel. Ég vil að þú grafir upp skít á pólitískan andstæðing minn, skilurðu?“ Þetta er brot af þeim ummælum sem Trump vitnar til. Þau féllu á nefndarfundi á fimmtudag er Schiff var að umorða, og ýkja, það sem Trump sagði í símtalinu. Slíkt er ekki ólöglegt. Selenskíj tjáði sig sjálfur um málið í dag. Sagði Úkraínu sjálfstætt ríki sem þyrfti ekki að hlýða kröfum annarra en hélt opnum möguleikanum á rannsókn.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30
Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent