Tuttugu þúsund króna sekt við því að stjórna rafhlaupahjóli undir áhrifum Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2019 12:00 Rafmagnshlaupahjólin njóta mikilla vinsælda. Vísir/Getty Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum rafhlaupahjóla og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því; innflutningur á hjólunum hefur aukist milli ára og þá opnaði fyrsta rafhlaupahjólaleigan í Reykjavík á föstudag. Vinsældunum fylgja þó vaxtarverkir. Erlendur ferðamaður meiddist þegar maður á rafmagnshlaupahjóli ók á hann við Klambratún síðastliðið laugardagskvöld. Sá sem ók hjólinu er grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan handtók ökumanninn og sagði hann hafa verið hissa á afskiptum lögreglunnar og þótti honum mikið gert úr málinu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þá sem stjórna rafmagnshlaupahjólum verða að gæta umferðarlaga eins og aðrir. Viðurlögin eru nokkur ef menn gerast sekir um að stjórna þeim undir áhrifum, sérstaklega ef menn valda slysi. „Viðurlögin geta verið þau að ef menn lenda í slysi getur það haft áhrif á bótaþátt og mögulega endurkröfu tryggingarfélaga og sektir. En það eru engin ökuréttindi sem þarf á slík tæki, þannig að viðurlögin eru ekki að svipta ökurétt.“ Fellur þetta undir sama ákvæði og að reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis. „Samkvæmt ákvæðinu þá segir að það sé ekki heimilt að stjórna eða reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna og er 20 þúsund króna sekt. Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi 2020 eru algjörlega sambærileg ákvæði um þessi tæki.“ Rafmagnshlaupahjólinu komast frá 8 og upp í 25 kílómetra hraða. Hjálmaskylda er upp að fimmtán ára aldri. Guðbrandur segir lögregluna merkja fjölgun þessara farartækja. „Við höfum ekki ennþá upplifað þetta sem stórkostlegt vandamál. Ökumenn þessara tækja verða að gæta umferðarlaga og taka tillit ef þeir eru á gangstéttum eða gagnstígum og þeir mega ekki vera á akbraut.“ Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum rafhlaupahjóla og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því; innflutningur á hjólunum hefur aukist milli ára og þá opnaði fyrsta rafhlaupahjólaleigan í Reykjavík á föstudag. Vinsældunum fylgja þó vaxtarverkir. Erlendur ferðamaður meiddist þegar maður á rafmagnshlaupahjóli ók á hann við Klambratún síðastliðið laugardagskvöld. Sá sem ók hjólinu er grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan handtók ökumanninn og sagði hann hafa verið hissa á afskiptum lögreglunnar og þótti honum mikið gert úr málinu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þá sem stjórna rafmagnshlaupahjólum verða að gæta umferðarlaga eins og aðrir. Viðurlögin eru nokkur ef menn gerast sekir um að stjórna þeim undir áhrifum, sérstaklega ef menn valda slysi. „Viðurlögin geta verið þau að ef menn lenda í slysi getur það haft áhrif á bótaþátt og mögulega endurkröfu tryggingarfélaga og sektir. En það eru engin ökuréttindi sem þarf á slík tæki, þannig að viðurlögin eru ekki að svipta ökurétt.“ Fellur þetta undir sama ákvæði og að reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis. „Samkvæmt ákvæðinu þá segir að það sé ekki heimilt að stjórna eða reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna og er 20 þúsund króna sekt. Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi 2020 eru algjörlega sambærileg ákvæði um þessi tæki.“ Rafmagnshlaupahjólinu komast frá 8 og upp í 25 kílómetra hraða. Hjálmaskylda er upp að fimmtán ára aldri. Guðbrandur segir lögregluna merkja fjölgun þessara farartækja. „Við höfum ekki ennþá upplifað þetta sem stórkostlegt vandamál. Ökumenn þessara tækja verða að gæta umferðarlaga og taka tillit ef þeir eru á gangstéttum eða gagnstígum og þeir mega ekki vera á akbraut.“
Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira