ADHD og eldra fólk Sólveig Ásgrímsdóttir skrifar 9. október 2019 17:25 Er ADHD ekki bara til hjá börnum og ungu fólki? Er ekki þetta eitthvað sem eldist af fólki? Skiptir ADHD greining einhverju máli þegar fólk er hætt að vinna? Þótt mikið hafi verið fjallað um ADHD hjá börnum unglingum og ungu fólki hefur lítið farið fyrir umræðu um ADHD og eldri borgara. En ADHD batnar ekki þegar komið er á efri ár. Til er hollensk rannsókn sem sýndi að 2,8% fólks á sextugsaldri eða eldra var með ADHD. Einkennin minnka með aldrinum en þau breytast líka ekki síst hætta sum þeirra að vera eins íþyngjandi og þau voru áður. Hvort það er vegna þess að þau hafa dofnað eða vegna þess að sá eða sú sem í hlut á hættir að láta á þau reyna. Til dæmis með því að hætta að gera það sem krefst viðvarandi athygli t.d. að lesa bók. Sjaldan er litið til þess að ADHD geti verið vandi hjá t.d. 60 ára einstaklingi sem á við kvíða og þunglyndi að stríða og er oft eins og úti á þekju. Oft er litið á að um sé að ræða aldurstengd vandamál jafnvel sem byrjandi elliglöp. Þó það geti þetta verið rétt, er full ástæða til að meta hvort ADHD geti legið að baki og vinna út frá því.Aldrei of seint að greina ADHD. Hvers vegna að hafa áhyggjur af þessu svona seint þegar viðkomandi er hættur að vinna? Er hægt að greina ADHD frá ýmsum kvillum sem fylgja eldra fólki? Hvers vegna að fara að gera eitthvað nú þegar hann er búin að vera svona alla ævi. Það er rétt vegna þessa að sérhver á rétt á því að fá sem bestar og réttastar upplýsingar um heilsufar sitt að örðum kosti hefur hann ekki forsendur til að haga lífi sínu á sem heilbrigðastan hátt. Í öðru lagi þá gefur ADHD greining svör við áleitnum spurningum eins og: „hvers vegna hef ég alltaf átt erfitt með……“ „er það út af heimsku eða er ég svona kærulaus.“ „Af hverju hef ég aldri tollað lengi á sama vinnustað?“Gott og vont með ADHD Fólk með ADHD er ekki allt eins. Sumir hafa lifað ágætis lífi og náð árangri í störfum sínum. Þetta er oft hæfileikaríkt fólk sem hefur getað nýtt kosti þess að hafa ADHD , frumkvöðlar og hugrakkir einstaklingar. Samt hefur þetta fólk þurft að kljást við margskonar erfiðleika og komast yfir margar hindranir og flestir höfðu aldrei hugmynd um það hvers vegna þau þurftu að leggja miklu meira á sig en samferðafólkið. Svo eru aðrir sem ekki njóta sömu velgengni og hafa aldrei fundið sig alveg í lífinu. Þetta fólk hefur farið geng um lífið stundum vel og stundum ekki. Á eldri árum er þetta fólk oft þreytt og lasið. Margir hafa fengið ýmsar sjúkdómsgreiningar, en engin lækning hefur fylgt. Það hefur sætt við ástandið en án þess að vera í alvöru sátt við það. Þeir sem teljast til þriðja hópsins eru einstaklingar sem trúa því sjálfir að þeim hafi mistekist í lífinu og hafa dregið sig í hlé, bitrir og án vonar. Þeir hafa fyrir löngu slitið tengslum við aðra jafnvel fjölskyldu sína. Eru einfarar, komnir á örorkubætur, en hafna öllum tilboðum um frekari rannsóknir og vilja ekki heyra frá neinum nýjungum og síst af öllu um einhvern nýjan sjúkdóm sem þeir eiga að hafa. Þau hafa dregið sig í hlé og hafa yfirleitt engan félagsskap annan en sjónvarpið oft með einhvern fíknisjúkdóm.Líf í nýju ljósi Fólk með ógreint ADHD og sem komið er á efri ár, hefur þurft að lifa með þessari röskun og hefur komið sér upp aðferðum til þess. Til dæmis með því að nýta tengslin á vinnustað og skipulagið þar. Eldra fólk sem er að fá greiningu í fyrsta sinn segir t.d. „ég átti góða vinnufélaga og gat leitaði til þeirra því þeir þekktu mig og þetta var allt í föstum skorðum.“ Einnig kemur fram að þetta fólk skilaði alltaf, að eigin mati, afköstum undir getu. Góður starfsmaður vissi að, ef hann hefði getað einbeitt sér nægjanlega hefði hann getað verið frábær starfsmaður, „Bara ef ég hefði ekki alltaf verið svona latur“ eða „maður hefur alltaf verið óttalegur bjáni.“ Greining á vanda eldra fólks er vandasöm. Hugræn einkenni eins og gleymska, minnkandi snerpa í hugsun, að missa þráðinn í samræðum þetta getur allt verið merki um vitræna truflun eða glöp. En ef þessi einkenni hafa verið til staðar frá unga aldri eru líkur á því að hér sé um ADHD að ræða. Einnig þarf að hafa í huga að kvíðaeinkenni og þunglyndi geta birst á svipaðan hátt og oft eru þetta fylgikvillar ADHD.Betra líf með ADHD Hvað er þá hægt að gera. Stundum geta lyf hjálpað en lyfjameðferð eldra fólks er vandasöm og oft ekki æskileg. En það er hægt að beita sálfræðimeðferð og annarri meðferð t.d. markþjálfun til að auka lífsgæði og draga úr kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er að þeir sem sinna eldri borgurum þekki ADHD og geri ráð fyrir að þeir sem eldri eru geti átt við þessa röskun að stríða eins og þeir yngri. Líklegar birtast þó ADHD einkenni á mismunandi hátt, hjá þessum aldurshópum. Það er mikil þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði, en fáar rannsóknir eru til um ADHD hjá eldra fólki, hvernig einkenni þróast, hvaða fylgiraskanir eru líklegar og síðast en ekki síst hvað meðferðarleiðir gagnar eldra fólki best. Höfundur er sálfræðingur og höfundur bókarinnar Ferðalag í flughálku - Unglingar og ADHD Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Sólveig Ásgrímsdóttir Mest lesið Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Sjá meira
Er ADHD ekki bara til hjá börnum og ungu fólki? Er ekki þetta eitthvað sem eldist af fólki? Skiptir ADHD greining einhverju máli þegar fólk er hætt að vinna? Þótt mikið hafi verið fjallað um ADHD hjá börnum unglingum og ungu fólki hefur lítið farið fyrir umræðu um ADHD og eldri borgara. En ADHD batnar ekki þegar komið er á efri ár. Til er hollensk rannsókn sem sýndi að 2,8% fólks á sextugsaldri eða eldra var með ADHD. Einkennin minnka með aldrinum en þau breytast líka ekki síst hætta sum þeirra að vera eins íþyngjandi og þau voru áður. Hvort það er vegna þess að þau hafa dofnað eða vegna þess að sá eða sú sem í hlut á hættir að láta á þau reyna. Til dæmis með því að hætta að gera það sem krefst viðvarandi athygli t.d. að lesa bók. Sjaldan er litið til þess að ADHD geti verið vandi hjá t.d. 60 ára einstaklingi sem á við kvíða og þunglyndi að stríða og er oft eins og úti á þekju. Oft er litið á að um sé að ræða aldurstengd vandamál jafnvel sem byrjandi elliglöp. Þó það geti þetta verið rétt, er full ástæða til að meta hvort ADHD geti legið að baki og vinna út frá því.Aldrei of seint að greina ADHD. Hvers vegna að hafa áhyggjur af þessu svona seint þegar viðkomandi er hættur að vinna? Er hægt að greina ADHD frá ýmsum kvillum sem fylgja eldra fólki? Hvers vegna að fara að gera eitthvað nú þegar hann er búin að vera svona alla ævi. Það er rétt vegna þessa að sérhver á rétt á því að fá sem bestar og réttastar upplýsingar um heilsufar sitt að örðum kosti hefur hann ekki forsendur til að haga lífi sínu á sem heilbrigðastan hátt. Í öðru lagi þá gefur ADHD greining svör við áleitnum spurningum eins og: „hvers vegna hef ég alltaf átt erfitt með……“ „er það út af heimsku eða er ég svona kærulaus.“ „Af hverju hef ég aldri tollað lengi á sama vinnustað?“Gott og vont með ADHD Fólk með ADHD er ekki allt eins. Sumir hafa lifað ágætis lífi og náð árangri í störfum sínum. Þetta er oft hæfileikaríkt fólk sem hefur getað nýtt kosti þess að hafa ADHD , frumkvöðlar og hugrakkir einstaklingar. Samt hefur þetta fólk þurft að kljást við margskonar erfiðleika og komast yfir margar hindranir og flestir höfðu aldrei hugmynd um það hvers vegna þau þurftu að leggja miklu meira á sig en samferðafólkið. Svo eru aðrir sem ekki njóta sömu velgengni og hafa aldrei fundið sig alveg í lífinu. Þetta fólk hefur farið geng um lífið stundum vel og stundum ekki. Á eldri árum er þetta fólk oft þreytt og lasið. Margir hafa fengið ýmsar sjúkdómsgreiningar, en engin lækning hefur fylgt. Það hefur sætt við ástandið en án þess að vera í alvöru sátt við það. Þeir sem teljast til þriðja hópsins eru einstaklingar sem trúa því sjálfir að þeim hafi mistekist í lífinu og hafa dregið sig í hlé, bitrir og án vonar. Þeir hafa fyrir löngu slitið tengslum við aðra jafnvel fjölskyldu sína. Eru einfarar, komnir á örorkubætur, en hafna öllum tilboðum um frekari rannsóknir og vilja ekki heyra frá neinum nýjungum og síst af öllu um einhvern nýjan sjúkdóm sem þeir eiga að hafa. Þau hafa dregið sig í hlé og hafa yfirleitt engan félagsskap annan en sjónvarpið oft með einhvern fíknisjúkdóm.Líf í nýju ljósi Fólk með ógreint ADHD og sem komið er á efri ár, hefur þurft að lifa með þessari röskun og hefur komið sér upp aðferðum til þess. Til dæmis með því að nýta tengslin á vinnustað og skipulagið þar. Eldra fólk sem er að fá greiningu í fyrsta sinn segir t.d. „ég átti góða vinnufélaga og gat leitaði til þeirra því þeir þekktu mig og þetta var allt í föstum skorðum.“ Einnig kemur fram að þetta fólk skilaði alltaf, að eigin mati, afköstum undir getu. Góður starfsmaður vissi að, ef hann hefði getað einbeitt sér nægjanlega hefði hann getað verið frábær starfsmaður, „Bara ef ég hefði ekki alltaf verið svona latur“ eða „maður hefur alltaf verið óttalegur bjáni.“ Greining á vanda eldra fólks er vandasöm. Hugræn einkenni eins og gleymska, minnkandi snerpa í hugsun, að missa þráðinn í samræðum þetta getur allt verið merki um vitræna truflun eða glöp. En ef þessi einkenni hafa verið til staðar frá unga aldri eru líkur á því að hér sé um ADHD að ræða. Einnig þarf að hafa í huga að kvíðaeinkenni og þunglyndi geta birst á svipaðan hátt og oft eru þetta fylgikvillar ADHD.Betra líf með ADHD Hvað er þá hægt að gera. Stundum geta lyf hjálpað en lyfjameðferð eldra fólks er vandasöm og oft ekki æskileg. En það er hægt að beita sálfræðimeðferð og annarri meðferð t.d. markþjálfun til að auka lífsgæði og draga úr kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er að þeir sem sinna eldri borgurum þekki ADHD og geri ráð fyrir að þeir sem eldri eru geti átt við þessa röskun að stríða eins og þeir yngri. Líklegar birtast þó ADHD einkenni á mismunandi hátt, hjá þessum aldurshópum. Það er mikil þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði, en fáar rannsóknir eru til um ADHD hjá eldra fólki, hvernig einkenni þróast, hvaða fylgiraskanir eru líklegar og síðast en ekki síst hvað meðferðarleiðir gagnar eldra fólki best. Höfundur er sálfræðingur og höfundur bókarinnar Ferðalag í flughálku - Unglingar og ADHD
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun