Grunsemdir knýi á um fund með ráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 9. október 2019 16:37 Ásgeir Kr. Ólafsson er talsmaður hópsins. Vísir/MHH Samstarfshópur land- og sumarhúsaeigenda í Landsveit hefur farið fram á fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnarráðherra, vegna uppbyggingarinnar ferðaþjónustufyrirtækisins Eternal Resorts á landi Leynis. Að sögn talmanns hópsins, Ásgeirs Kr. Ólafssonar, er ætlunin að ræða við ráðherrann um „ýmislegt sem snýr að stjórnsýslunni hjá sveitarfélaginu.“ Samkvæmt lögum eigi Sigurður Ingi að hafa eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum. Auk þess þyki hópnum að ráðherra ætti að hafa frumkvæði til að kanna hvort tilefni sé til að kanna málefni ferðaþjónustufyrirtækisins betur. „Okkur finnst ýmislegt sem hefur verið að gerast þarna ekki í samræmi við stjórnsýslulög, þá sérstaklega er varðar eftirlit með framkvæmdum og fleira,“ segir Ásgeir. Eternal Resorts er með hjólhýsi á landinu og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vísaði málinu til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað.Ýmislegt grunsamlegt Vonir hópsins með fundi sínum með ráðherra er að tryggt verði að sveitarstjórn Ragnárþings ytra fari að lögum í öllum sínum gerðum - „hvort varðar þessa lóðahlutun eða annað,“ segir Ásgeir. „Að rekstraraðilar, í skjóli nefnda undir sveitarstjórninni, geti starfað ólöglega. Það er bara ekki í boði.“ Ætlunin sé að líta heildstætt á allar þær embættisfærslur sem framkvæmdar voru í tengslum við málefni ferðaþjónustufyrirtækisins. Vísar hann í því samhengi á fundargerð frá fundi sem hafði ekki enn farið fram, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Þetta þyki hópnum grunsamlegt. „Okkur hefur verið gert það ljóst að á Gaddstöðum hafi, meðal annars, verið úthlutað lóðum til framkvæmdastjóra Eternal Resorts sem hefur margbrotið lög á Leyni. Keypti sumarbústaðalóðir sem nú eru orðnar einbýlishúsalóðir og hafa stórhækkað í verði. Íbúðalóðir eiga að fara í úthlutunarferli en ekki seldar á frjálsum markaði,“ segir Ásgeir. „Ef það reynist rétt að menn hafi vitað að þessu yrði breytt áður en lóðirnar voru seldar þá er það alvarlegur hlutur.“ Rangárþing eystra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Samstarfshópur land- og sumarhúsaeigenda í Landsveit hefur farið fram á fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnarráðherra, vegna uppbyggingarinnar ferðaþjónustufyrirtækisins Eternal Resorts á landi Leynis. Að sögn talmanns hópsins, Ásgeirs Kr. Ólafssonar, er ætlunin að ræða við ráðherrann um „ýmislegt sem snýr að stjórnsýslunni hjá sveitarfélaginu.“ Samkvæmt lögum eigi Sigurður Ingi að hafa eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum. Auk þess þyki hópnum að ráðherra ætti að hafa frumkvæði til að kanna hvort tilefni sé til að kanna málefni ferðaþjónustufyrirtækisins betur. „Okkur finnst ýmislegt sem hefur verið að gerast þarna ekki í samræmi við stjórnsýslulög, þá sérstaklega er varðar eftirlit með framkvæmdum og fleira,“ segir Ásgeir. Eternal Resorts er með hjólhýsi á landinu og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vísaði málinu til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað.Ýmislegt grunsamlegt Vonir hópsins með fundi sínum með ráðherra er að tryggt verði að sveitarstjórn Ragnárþings ytra fari að lögum í öllum sínum gerðum - „hvort varðar þessa lóðahlutun eða annað,“ segir Ásgeir. „Að rekstraraðilar, í skjóli nefnda undir sveitarstjórninni, geti starfað ólöglega. Það er bara ekki í boði.“ Ætlunin sé að líta heildstætt á allar þær embættisfærslur sem framkvæmdar voru í tengslum við málefni ferðaþjónustufyrirtækisins. Vísar hann í því samhengi á fundargerð frá fundi sem hafði ekki enn farið fram, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Þetta þyki hópnum grunsamlegt. „Okkur hefur verið gert það ljóst að á Gaddstöðum hafi, meðal annars, verið úthlutað lóðum til framkvæmdastjóra Eternal Resorts sem hefur margbrotið lög á Leyni. Keypti sumarbústaðalóðir sem nú eru orðnar einbýlishúsalóðir og hafa stórhækkað í verði. Íbúðalóðir eiga að fara í úthlutunarferli en ekki seldar á frjálsum markaði,“ segir Ásgeir. „Ef það reynist rétt að menn hafi vitað að þessu yrði breytt áður en lóðirnar voru seldar þá er það alvarlegur hlutur.“
Rangárþing eystra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00