Einn æðsti leiðtogi al-Qaeda drepinn í aðgerðum Bandaríkjanna og Afganistan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2019 18:51 Asim Umar var að sögn drepinn í aðgerðum bandarískra og afganskra hersveita í síðasta mánuði. getty/Scott Nelson/twitter/NDS Einn æðsti leiðtogi al-Qaeda var drepinn í sameiginlegri hernaðaraðgerð Afganistan og Bandaríkjanna í síðasta mánuði. Þetta segir í tilkynningu frá leyniþjónustu Afganistan (NDS). Asim Umar, æðsti leiðtogi al-Qaeda í suð-vestur Asíu (AQIS) var drepinn þegar hersveitir Afganistan og Bandaríkjanna réðust inn í búðir Talíbana í Helmand héraðinu þann 23. september síðastliðinn. Minnst fjörutíu almennir borgarar dóu í sömu árásinni. Hvorki Bandaríkin né al-Qaeda hafa staðfest andlát Umar. NDS sagði frá árásinni á Twitter á þriðjudag og sagði árásina hafa verið gerða í samstarfi við Bandaríkin en bæði Umar og aðrir meðlimir AQIS hafi verið í felum í búðunum.1/2: BREAKING: #NDS can now confirm the death of Asim Omar, leader of #Al_Qaeda in the #Indian Subcontinent (AQIS), in a joint US-Afghan raid on a Taliban compound in Musa Qala district of Helmand province on Sep. 23. pic.twitter.com/sFKi38M6MC — NDS Afghanistan (@NDSAfghanistan) October 8, 2019 Þá sagði í yfirlýsingunni að sex aðrir meðlimir AQIS hafi verið drepnir og hafi flestir þeirra verið Pakistanar. Abu Raihan, sem sagður er hafa verið tengiliður Umar við Ayman al-Zawahiri, leiðtoga al-Qaeda, er einn þeirra sem er sagður hafa dáið. NDS birti einnig myndir af Uma, bæði lifandi og dánum, með tilkynningunni. Engar frekari upplýsingar um árásina hafa verið birtar og enn hefur ekki verið greint frá því hvað varð um líkin eftir árásina. Það að háttsettur leiðtogi í al-Qaeda hafi verið í búðum Talíbana hefur vakið upp spurningar hvort Talíbönum sé alvara að vera tilbúnir að hætta samskiptum við jíhadista, en Talíbanar eru í friðarviðræðum við Bandaríkin. Friðarviðræðurnar milli Talíbana og Bandaríkjanna virtust ganga vel þar til Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sleit viðræðum í síðasta mánuði. Ef samkomulagið hefði verið samþykkt hefðu bandarískar hersveitir yfirgefið Afganistan en í staðin áttu Talíbanar að hætta öllum samskiptum við al-Qaeda. Talíbanar hafa háð blóðuga baráttu gegn afgönsku ríkisstjórninni og erlendum hersveitum síðan 2001 og stjórna Talíbanar nú hluta landsins. Bandaríkin hófu stríð í Afganistan eftir hryðjuverkaárásina sem gerð var á tvíburaturnana þann 9. september árið 2001 vegna þess að Talíbanar, sem stjórnuðu landinu þá, neituðu að framselja þáverandi leiðtoga al-Qaeda, Osama Bin Laden. Yfirvöld í Helmand hafa staðfest að margir almennir borgarar hafi dáið í árásinni en þeir hafi verið viðstaddir brúðkaupi á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjunum er verið að rannsaka dauðsföll almennu borgaranna. Þeir hafa þá ýjað að því að flestir almennra borgara hafi látist í öðrum sprengingum eða þegar sjálfsmorðssprengjumenn hlupu inn í mannfjöldann. Bæði bandarískar- og afganskar hersveitir hafa sakað Talíbana um að nota almenna borgara sem skildi. Umar hefur verið leiðtogi AQIS síðan í september 2014. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Einn æðsti leiðtogi al-Qaeda var drepinn í sameiginlegri hernaðaraðgerð Afganistan og Bandaríkjanna í síðasta mánuði. Þetta segir í tilkynningu frá leyniþjónustu Afganistan (NDS). Asim Umar, æðsti leiðtogi al-Qaeda í suð-vestur Asíu (AQIS) var drepinn þegar hersveitir Afganistan og Bandaríkjanna réðust inn í búðir Talíbana í Helmand héraðinu þann 23. september síðastliðinn. Minnst fjörutíu almennir borgarar dóu í sömu árásinni. Hvorki Bandaríkin né al-Qaeda hafa staðfest andlát Umar. NDS sagði frá árásinni á Twitter á þriðjudag og sagði árásina hafa verið gerða í samstarfi við Bandaríkin en bæði Umar og aðrir meðlimir AQIS hafi verið í felum í búðunum.1/2: BREAKING: #NDS can now confirm the death of Asim Omar, leader of #Al_Qaeda in the #Indian Subcontinent (AQIS), in a joint US-Afghan raid on a Taliban compound in Musa Qala district of Helmand province on Sep. 23. pic.twitter.com/sFKi38M6MC — NDS Afghanistan (@NDSAfghanistan) October 8, 2019 Þá sagði í yfirlýsingunni að sex aðrir meðlimir AQIS hafi verið drepnir og hafi flestir þeirra verið Pakistanar. Abu Raihan, sem sagður er hafa verið tengiliður Umar við Ayman al-Zawahiri, leiðtoga al-Qaeda, er einn þeirra sem er sagður hafa dáið. NDS birti einnig myndir af Uma, bæði lifandi og dánum, með tilkynningunni. Engar frekari upplýsingar um árásina hafa verið birtar og enn hefur ekki verið greint frá því hvað varð um líkin eftir árásina. Það að háttsettur leiðtogi í al-Qaeda hafi verið í búðum Talíbana hefur vakið upp spurningar hvort Talíbönum sé alvara að vera tilbúnir að hætta samskiptum við jíhadista, en Talíbanar eru í friðarviðræðum við Bandaríkin. Friðarviðræðurnar milli Talíbana og Bandaríkjanna virtust ganga vel þar til Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sleit viðræðum í síðasta mánuði. Ef samkomulagið hefði verið samþykkt hefðu bandarískar hersveitir yfirgefið Afganistan en í staðin áttu Talíbanar að hætta öllum samskiptum við al-Qaeda. Talíbanar hafa háð blóðuga baráttu gegn afgönsku ríkisstjórninni og erlendum hersveitum síðan 2001 og stjórna Talíbanar nú hluta landsins. Bandaríkin hófu stríð í Afganistan eftir hryðjuverkaárásina sem gerð var á tvíburaturnana þann 9. september árið 2001 vegna þess að Talíbanar, sem stjórnuðu landinu þá, neituðu að framselja þáverandi leiðtoga al-Qaeda, Osama Bin Laden. Yfirvöld í Helmand hafa staðfest að margir almennir borgarar hafi dáið í árásinni en þeir hafi verið viðstaddir brúðkaupi á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjunum er verið að rannsaka dauðsföll almennu borgaranna. Þeir hafa þá ýjað að því að flestir almennra borgara hafi látist í öðrum sprengingum eða þegar sjálfsmorðssprengjumenn hlupu inn í mannfjöldann. Bæði bandarískar- og afganskar hersveitir hafa sakað Talíbana um að nota almenna borgara sem skildi. Umar hefur verið leiðtogi AQIS síðan í september 2014.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira