Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2019 11:58 Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er nú í sviðsljósinu vegna tengsla hans við Úkraínuhneyksli Trump forseta. Perry er á meðal gesta á ráðstefnu í Hörpu í vikunni. Vísir/EPA Athafnamenn og fjárhagslegir bakhjarlar Repúblikanaflokksins eru sagðir hafa notað tengsl sín við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Rudy Giuliani, lögmann forsetans, til að reyna að komast að í stjórn umsvifamikils orkufyrirtækis í Úkraínu um sama leyti og Trump og Giuliani þrýstu á úkraínsk stjórnvöld að gera Trump pólitískan greiða. Trump er nú til rannsóknar vegna mögulegs embættisbrots vegna þess. Í símtali Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem nú er frægt orðið þrýsti bandaríski forsetinn ítrekað á að úkraínski starfsbróðir hans rannsakaði Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og líklegan keppninaut Trump í forsetakosningum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu um að það hafi verið Úkraínumenn en ekki Rússar sem reyndu að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Ekki hefur verið sýnt fram á að ásakanir Trump og bandamanna hans á hendur Biden eigi sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Þrýstingur Biden á úkraínsk stjórnvöld árið 2015 um að reka saksóknara sem Vesturlönd voru sammála um að stæði sig ekki í uppræta spillingu hefur í meðförum Trump verið dæmi um spillingu. Biden eigi að hafa gætt hagsmuna sonar síns Hunter sem var þá stjórnarmaður í olíufyrirtæki sem hafði áður verið til rannsóknar. Sú rannsókn var ekki í gangi þegar Biden þrýsti á stjórnvöld í Kænugarði að reka saksóknarann. Trump hefur einnig ítrekað veist að Hunter Biden og fullyrt að hann hafi þegið hundruð þúsundir dollara í þóknanir frá úkraínska fyrirtækinu þrátt fyrir að hafa ekkert til þess unnið annað en að vera sonur þáverandi varaforseta Bandaríkjanna.Giuliani og Trump hafa undanfarna mánuði unnið að því að reyna að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Biden-feðgana og samsæriskenningu þeirra um forsetakosningarnar árið 2016.Vísir/EPATaldi Bandaríkjastjórn hafa „hærri siðferðisleg viðmið“AP-fréttastofan greinir hins vegar frá því að á sama tíma og Trump og Giuliani reyndu að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka meinta spillingu Biden-feðganna hafi athafnamenn þeim tengdir reynt að koma ár sinni fyrir borð hjá úkraínska ríkisgasfyrirtækinu Naftogaz. Ætlun þeirra hafi verið að beina ábatasömum samningum um kaup á bandarísku jarðgasi til fyrirtækja þeirra. Ósigur Petro Porosjenkó, fyrrverandi forseta, í kosningum fyrr á þessu ári þar sem Zelenskíj náði kjöri er sagður hafa sett strik í reikninginn fyrir þá. Rick Perry, orkumálaráðherra, hafi hins vegar tekið málið upp að nýju við Zelenskíj þegar hann var viðstaddur embættistöku hans Perry er sagður hafa lagt fast að Zelenskíj að reka fulltrúa í ráðgjafaráði Naftogaz. Í veðri hafi vakað að hann vildi að bandarísku fulltrúi þar, fyrrverandi erindreki og orkusérfræðingur sem starfaði fyrir ríkisstjórn Barack Obama, yrði skipt út fyrir einhvern sem repúblikanar treystu. New York Times segir að blessun ráðgjafaráðsins hafi þurft til að gera þær breytingar sem bandamenn Giuliani og Trump vildu gera á stjórn fyrirtækisins. Bandaríski ráðherrann á einnig að hafa krafist þess að öllu ráðgjafaráðinu yrði skipt út þegar hann hitti úkraínska embættismenn og fulltrúa orkuiðnaðarins. Á meðal þeirra sem Perry vildi að yrði skipaður í ráðgjafaráðið var einn af fjárhagslegum styrktaraðilum hans frá Texas þar sem hann var áður ríkisstjóri. Samkvæmt einstaklingi sem var bæði á fundi Perry með Zelenskíj og embættismönnunum segir AP að hann hafi verið sleginn yfir kröfunum þar sem hann hafi alltaf talið Bandaríkjastjórn hafa „hærri siðferðisleg viðmið“. New York Times segir hins vegar að umleitanir Perry í Úkraínu samræmist almennt talað bandarískum þjóðaröryggis- og orkumálamarkmiðum. Þær hafi hins vegar blandast inn í herferð Trump og félaga til að þrýsta á um pólitískan greiða frá Úkraínumönnum. Ekki liggur fyrir hvort að Perry hafi rætt við menn tengda Giuliani sem sóttust á sama tíma eftir því að koma mönnum að í stjórn gasfyrirtækisins, að sögn AP. Þá er ekki vitað hvort Giuliani hafi aðstoðað skjólstæðinga sína í að tryggja sér viðskipti úkraínska ríkisfyrirtækisins. Engar ásakanir um saknæmt athæfi vegna þess hafa verið settar fram.Naftogaz er stærsti dreifiaðili jarðgass í Úkraínu.Vísir/EPANeitar því að hann ætli að segja af sér í nóvember Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarna viku fjallað um að Perry, sem verður á meðal gesta ráðstefnunnar Hringborðs norðurslóða í Hörpu í vikunni, ætlaði að segja af sér fyrir lok árs. Hann neitaði því í gær að hann ætlaði að hætta í næsta mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talskona orkumálaráðuneytisins hafnar því að Perry hafi reynt að hjálpa einstaklingum persónulega í Úkraínu. Viðræður hans við úkraínska embættismenn um Naftogaz hafi varðað tilraunir hans til umbóta í orkumálum landsins og að liðka fyrir því að vestræn fyrirtæki gætu stundað þar viðskipti. Perry hafnaði því sjálfur að hefði reynt að þrýsta á um breytingar á stjórn Naftogaz. „Við erum spurð um meðmæli um fólk sem er sérfræðingar á sviðum, ýmsum sviðum. Fólk sem hefur sérþekkingu á ákveðnum sviðum. Augljóslega þekki ég margt fólk í orkuiðnaðinum eftir að ég var ríkisstjóri í Texas,“ sagði Perry þegar hann var í heimsókn í Litháen í gær. Engu að síður segir AP að athafnamennirnir með tengsl við Trump og Giuliani virðist hafa þekkt til fyrirætlana bandarískra stjórnvalda í Úkraínu. Þannig hafi þeir sagt fólki að Trump ætlaði að reka sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu þremur mánuðum áður en af því varð. Trump sagði í síðustu viku að það hefði verið Perry sem átti frumkvæðið að símtalinu örlagaríka við Zelenskíj 25. júlí. Hann hefði viljað að Trump ræddi um jarðgas við Zelenskíj. Ekkert um það kom fram í samantekt sem Hvíta húsið birti um símtal Trump og Zelenskíj. Perry játar því að hafa hvatt Trump til að ræða við Zelenskíj en tilgangurinn hafi aðeins verið að tala um mögulegan vöxt í orkugeiranum í Úkraínu.Zelenskíj og Trump hittust í kringum allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Úkraína er um margt háð stuðningi Bandaríkjanna í stríðinu við uppreisnarsinna sem eru hliðhollir Rússlandi. Trump stöðvaði hernaðaraðstoð við Úkraínu á sama tíma og hann og bandamenn hans reyndu að knýja fram pólitískan greiða frá Zelenskíj forseta.Vísir/EPAGáfu milljónir í kosningasjóði Trump og repúblikana Athafnamennirnir þrír sem reyndu að ota sínum tota í Úkraínu eru sagðir vera tveir fasteignamógúlar af sovéskum ættum frá Flórída, Lev Parnas og Igor Fruman, og Harry Sargeant III, olíugreifi sömuleiðis frá Flórída. Parnas og Fruman eru sagðir hafa látið hundruð þúsundir dollara af hendi rakna í kosningasjóði repúblikana, þar á meðal 325.000 dollara, jafnvirði rúmra fjörutíu milljóna króna, til aðgerðanefndar sem styður Trump forseta. Í gegnum styrkina fengu þeir aðgang að forystu Repúblikanaflokksins og fundi með Trump í Hvíta húsinu og Mar-a-Lago, klúbbi forsetans á Flórída. AP segir að á sama tíma og tvímenningarnir reyndu að koma að kjötkötlunum hjá Naftogaz hafi þeir unnið með Giuliani að því að koma á fundum með úkraínskum embættismönnum til að þrýsta á rannsókn á Biden-feðgunum. Sargeant, eiginkona hans og fyrirtæki fjölskyldunnar eru sögð hafa gefið meira en milljón dollara til repúblikana og aðgerðanefnda þeim tengdum undanfarin tuttugu ár. Þar á meðal hafi verið hundrað þúsund dollara, jafnvirði um 12,5 milljóna króna, framlag til aðgerðanefndar fyrir Trump forseta í júní. Sargeant gaf framboði Giuliani í forvali Repúblikanaflokksins árið 2008 einnig fé. Saman eru athafnamennirnir sagðir hafa nálgast Andrew Favorov, stjórnarmanna í Naftogaz, sem þeir vildu að tækja við stjórn fyrirtækisins. Vísuðu þeir til sambands síns við Trump forseta til að reyna að sannfæra Favorov um að verða þeirra maður. Þeir hafi gefið í skyn að þeir gætu hjálpað Favorov að verða forstjóri Naftogaz og sem slíkur gæti hann látið fyrirtækið kaupa jarðgas af þeim. Parnas er meðal annars sagður hafa fullyrt við Favorov að Trump ætlaði að reka sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði og setja þangað annað sem myndi liðka frekar fyrir viðskiptum. Heimildarmaður AP hefur eftir fyrrverandi viðskiptafélaga Favorov að hann hafi upplifað tillögu þremenninganna sem tilraun til fjárkúgunar. Favorov vildi ekki tjá sig við AP. Segir engar sannanir fyrir neinu Giuliani, sem hefur lengi unnið í Úkraínu, harðneitar að hafa reynt að gera viðskiptasamning þar og að hann viti ekkert um samning þar. Hann myndi ekki reyna að gera samning þar núna. „Það eru alls engar sannanir fyrir að ég hafi gert það, vegna þess að ég gerði það ekki!“ sagði Giuliani við AP. Hann viðurkennir engu að síður að hafa átt þátt í að koma bandaríska sendiherranum í Úkraínu frá. Giuliani er persónulegur lögmaður Trump og gegnir engu opinberu embætti. Engar haldbærar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna Trump bolaði Marie Yovanovitch, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, frá í vor. Bandamenn forsetans höfðu þá hamast gegn henni um hríð með ásökunum um að hún væri ekki nægilega holl Trump persónulega. Ekkert hefur þó verið lagt fram því til stuðnings. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45 Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30 Krefja Pence varaforseta um gögn vegna þrýstings á Úkraínu Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta er hafin af fullum þunga. 4. október 2019 23:47 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Athafnamenn og fjárhagslegir bakhjarlar Repúblikanaflokksins eru sagðir hafa notað tengsl sín við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Rudy Giuliani, lögmann forsetans, til að reyna að komast að í stjórn umsvifamikils orkufyrirtækis í Úkraínu um sama leyti og Trump og Giuliani þrýstu á úkraínsk stjórnvöld að gera Trump pólitískan greiða. Trump er nú til rannsóknar vegna mögulegs embættisbrots vegna þess. Í símtali Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem nú er frægt orðið þrýsti bandaríski forsetinn ítrekað á að úkraínski starfsbróðir hans rannsakaði Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og líklegan keppninaut Trump í forsetakosningum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu um að það hafi verið Úkraínumenn en ekki Rússar sem reyndu að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Ekki hefur verið sýnt fram á að ásakanir Trump og bandamanna hans á hendur Biden eigi sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Þrýstingur Biden á úkraínsk stjórnvöld árið 2015 um að reka saksóknara sem Vesturlönd voru sammála um að stæði sig ekki í uppræta spillingu hefur í meðförum Trump verið dæmi um spillingu. Biden eigi að hafa gætt hagsmuna sonar síns Hunter sem var þá stjórnarmaður í olíufyrirtæki sem hafði áður verið til rannsóknar. Sú rannsókn var ekki í gangi þegar Biden þrýsti á stjórnvöld í Kænugarði að reka saksóknarann. Trump hefur einnig ítrekað veist að Hunter Biden og fullyrt að hann hafi þegið hundruð þúsundir dollara í þóknanir frá úkraínska fyrirtækinu þrátt fyrir að hafa ekkert til þess unnið annað en að vera sonur þáverandi varaforseta Bandaríkjanna.Giuliani og Trump hafa undanfarna mánuði unnið að því að reyna að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Biden-feðgana og samsæriskenningu þeirra um forsetakosningarnar árið 2016.Vísir/EPATaldi Bandaríkjastjórn hafa „hærri siðferðisleg viðmið“AP-fréttastofan greinir hins vegar frá því að á sama tíma og Trump og Giuliani reyndu að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka meinta spillingu Biden-feðganna hafi athafnamenn þeim tengdir reynt að koma ár sinni fyrir borð hjá úkraínska ríkisgasfyrirtækinu Naftogaz. Ætlun þeirra hafi verið að beina ábatasömum samningum um kaup á bandarísku jarðgasi til fyrirtækja þeirra. Ósigur Petro Porosjenkó, fyrrverandi forseta, í kosningum fyrr á þessu ári þar sem Zelenskíj náði kjöri er sagður hafa sett strik í reikninginn fyrir þá. Rick Perry, orkumálaráðherra, hafi hins vegar tekið málið upp að nýju við Zelenskíj þegar hann var viðstaddur embættistöku hans Perry er sagður hafa lagt fast að Zelenskíj að reka fulltrúa í ráðgjafaráði Naftogaz. Í veðri hafi vakað að hann vildi að bandarísku fulltrúi þar, fyrrverandi erindreki og orkusérfræðingur sem starfaði fyrir ríkisstjórn Barack Obama, yrði skipt út fyrir einhvern sem repúblikanar treystu. New York Times segir að blessun ráðgjafaráðsins hafi þurft til að gera þær breytingar sem bandamenn Giuliani og Trump vildu gera á stjórn fyrirtækisins. Bandaríski ráðherrann á einnig að hafa krafist þess að öllu ráðgjafaráðinu yrði skipt út þegar hann hitti úkraínska embættismenn og fulltrúa orkuiðnaðarins. Á meðal þeirra sem Perry vildi að yrði skipaður í ráðgjafaráðið var einn af fjárhagslegum styrktaraðilum hans frá Texas þar sem hann var áður ríkisstjóri. Samkvæmt einstaklingi sem var bæði á fundi Perry með Zelenskíj og embættismönnunum segir AP að hann hafi verið sleginn yfir kröfunum þar sem hann hafi alltaf talið Bandaríkjastjórn hafa „hærri siðferðisleg viðmið“. New York Times segir hins vegar að umleitanir Perry í Úkraínu samræmist almennt talað bandarískum þjóðaröryggis- og orkumálamarkmiðum. Þær hafi hins vegar blandast inn í herferð Trump og félaga til að þrýsta á um pólitískan greiða frá Úkraínumönnum. Ekki liggur fyrir hvort að Perry hafi rætt við menn tengda Giuliani sem sóttust á sama tíma eftir því að koma mönnum að í stjórn gasfyrirtækisins, að sögn AP. Þá er ekki vitað hvort Giuliani hafi aðstoðað skjólstæðinga sína í að tryggja sér viðskipti úkraínska ríkisfyrirtækisins. Engar ásakanir um saknæmt athæfi vegna þess hafa verið settar fram.Naftogaz er stærsti dreifiaðili jarðgass í Úkraínu.Vísir/EPANeitar því að hann ætli að segja af sér í nóvember Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarna viku fjallað um að Perry, sem verður á meðal gesta ráðstefnunnar Hringborðs norðurslóða í Hörpu í vikunni, ætlaði að segja af sér fyrir lok árs. Hann neitaði því í gær að hann ætlaði að hætta í næsta mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talskona orkumálaráðuneytisins hafnar því að Perry hafi reynt að hjálpa einstaklingum persónulega í Úkraínu. Viðræður hans við úkraínska embættismenn um Naftogaz hafi varðað tilraunir hans til umbóta í orkumálum landsins og að liðka fyrir því að vestræn fyrirtæki gætu stundað þar viðskipti. Perry hafnaði því sjálfur að hefði reynt að þrýsta á um breytingar á stjórn Naftogaz. „Við erum spurð um meðmæli um fólk sem er sérfræðingar á sviðum, ýmsum sviðum. Fólk sem hefur sérþekkingu á ákveðnum sviðum. Augljóslega þekki ég margt fólk í orkuiðnaðinum eftir að ég var ríkisstjóri í Texas,“ sagði Perry þegar hann var í heimsókn í Litháen í gær. Engu að síður segir AP að athafnamennirnir með tengsl við Trump og Giuliani virðist hafa þekkt til fyrirætlana bandarískra stjórnvalda í Úkraínu. Þannig hafi þeir sagt fólki að Trump ætlaði að reka sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu þremur mánuðum áður en af því varð. Trump sagði í síðustu viku að það hefði verið Perry sem átti frumkvæðið að símtalinu örlagaríka við Zelenskíj 25. júlí. Hann hefði viljað að Trump ræddi um jarðgas við Zelenskíj. Ekkert um það kom fram í samantekt sem Hvíta húsið birti um símtal Trump og Zelenskíj. Perry játar því að hafa hvatt Trump til að ræða við Zelenskíj en tilgangurinn hafi aðeins verið að tala um mögulegan vöxt í orkugeiranum í Úkraínu.Zelenskíj og Trump hittust í kringum allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Úkraína er um margt háð stuðningi Bandaríkjanna í stríðinu við uppreisnarsinna sem eru hliðhollir Rússlandi. Trump stöðvaði hernaðaraðstoð við Úkraínu á sama tíma og hann og bandamenn hans reyndu að knýja fram pólitískan greiða frá Zelenskíj forseta.Vísir/EPAGáfu milljónir í kosningasjóði Trump og repúblikana Athafnamennirnir þrír sem reyndu að ota sínum tota í Úkraínu eru sagðir vera tveir fasteignamógúlar af sovéskum ættum frá Flórída, Lev Parnas og Igor Fruman, og Harry Sargeant III, olíugreifi sömuleiðis frá Flórída. Parnas og Fruman eru sagðir hafa látið hundruð þúsundir dollara af hendi rakna í kosningasjóði repúblikana, þar á meðal 325.000 dollara, jafnvirði rúmra fjörutíu milljóna króna, til aðgerðanefndar sem styður Trump forseta. Í gegnum styrkina fengu þeir aðgang að forystu Repúblikanaflokksins og fundi með Trump í Hvíta húsinu og Mar-a-Lago, klúbbi forsetans á Flórída. AP segir að á sama tíma og tvímenningarnir reyndu að koma að kjötkötlunum hjá Naftogaz hafi þeir unnið með Giuliani að því að koma á fundum með úkraínskum embættismönnum til að þrýsta á rannsókn á Biden-feðgunum. Sargeant, eiginkona hans og fyrirtæki fjölskyldunnar eru sögð hafa gefið meira en milljón dollara til repúblikana og aðgerðanefnda þeim tengdum undanfarin tuttugu ár. Þar á meðal hafi verið hundrað þúsund dollara, jafnvirði um 12,5 milljóna króna, framlag til aðgerðanefndar fyrir Trump forseta í júní. Sargeant gaf framboði Giuliani í forvali Repúblikanaflokksins árið 2008 einnig fé. Saman eru athafnamennirnir sagðir hafa nálgast Andrew Favorov, stjórnarmanna í Naftogaz, sem þeir vildu að tækja við stjórn fyrirtækisins. Vísuðu þeir til sambands síns við Trump forseta til að reyna að sannfæra Favorov um að verða þeirra maður. Þeir hafi gefið í skyn að þeir gætu hjálpað Favorov að verða forstjóri Naftogaz og sem slíkur gæti hann látið fyrirtækið kaupa jarðgas af þeim. Parnas er meðal annars sagður hafa fullyrt við Favorov að Trump ætlaði að reka sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði og setja þangað annað sem myndi liðka frekar fyrir viðskiptum. Heimildarmaður AP hefur eftir fyrrverandi viðskiptafélaga Favorov að hann hafi upplifað tillögu þremenninganna sem tilraun til fjárkúgunar. Favorov vildi ekki tjá sig við AP. Segir engar sannanir fyrir neinu Giuliani, sem hefur lengi unnið í Úkraínu, harðneitar að hafa reynt að gera viðskiptasamning þar og að hann viti ekkert um samning þar. Hann myndi ekki reyna að gera samning þar núna. „Það eru alls engar sannanir fyrir að ég hafi gert það, vegna þess að ég gerði það ekki!“ sagði Giuliani við AP. Hann viðurkennir engu að síður að hafa átt þátt í að koma bandaríska sendiherranum í Úkraínu frá. Giuliani er persónulegur lögmaður Trump og gegnir engu opinberu embætti. Engar haldbærar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna Trump bolaði Marie Yovanovitch, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, frá í vor. Bandamenn forsetans höfðu þá hamast gegn henni um hríð með ásökunum um að hún væri ekki nægilega holl Trump persónulega. Ekkert hefur þó verið lagt fram því til stuðnings.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45 Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30 Krefja Pence varaforseta um gögn vegna þrýstings á Úkraínu Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta er hafin af fullum þunga. 4. október 2019 23:47 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45
Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45
Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08
Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30
Krefja Pence varaforseta um gögn vegna þrýstings á Úkraínu Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta er hafin af fullum þunga. 4. október 2019 23:47