Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Vigdís Hauksdóttir skrifar 8. október 2019 10:00 Fyrir Alþingi liggur þingsályktun um að sameina eigi sveitarfélög og að ekkert sveitarfélag hafi færri en eitt þúsund íbúa árið 2026. Jafnframt er lagt til að íbúar fái ekki að kjósa um sameiningar heldur verði sameiningin lögþvinguð. Með þessari lögþvingun á að fylgja 15 milljarðar frá ríkinu/skattgreiðendum. Sveitarfélögum verður að fækka vegna gríðarlegs kostnaðar við að halda slíku batteríi úti. Í dag eru sveitarfélögin 72. Það sjá allir sem vilja að slíkur fjöldi er allt of mikill fyrir þjóð sem telur um 360.000 manns. En slíkar sameiningar mega ekki vera lögþvingaðar og þeim á ekki að fylgja gulrótarpeningur frá ríkinu. Slíkar sameiningar eiga að koma af sjálfu sér í gegnum samtöl og samvinnu kjörinna fulltrúa sem ættu að hafa það eitt markmið að ná fram hagræðingu og sparnaði fyrir útsvarsgreiðendur. En byrjum þá á byrjuninni og góðu fordæmi. Byrjum á því að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu úr sex í tvö til að byrja með. Það er glórulaust að hafa sex sveitarfélög á svo litlu landsvæði þar sem engar landfræðilegar hindranir eru, ólíkt því sem víða er úti á landi. Það liggur í augum uppi að hagstæðast væri að sameina Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbæ þar sem Kjalarnes var sameinað Reykjavík fyrir 21 ári. Jafnvel mætti bæta Kjósarhreppi við. Hitt höfuðborgarsveitarfélagið yrði til við samruna Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar sem nýlega sameinaðist Álftanesi. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í súginn á ári hverju með að halda uppi sex „þjónustum“ í þessum sveitarfélögum. Dæmi: Einn borgarstjóri og fimm bæjarstjórar. Það eru sex einingar af öllum stjórnsýslustofnunum. Sexfaldur kostnaður fyrir útsvarsgreiðendur. Í Reykjavík eru 23 borgarfulltrúar, á Seltjarnarnesi eru 7 bæjarfulltrúar, í Mosfellsbæ eru 9 bæjarfulltrúar, í Garðabæ eru 11 bæjarfulltrúar, í Hafnarfirði eru 11 bæjarfulltrúar og í Kópavogi eru einnig 11 bæjarfulltrúar. Samtals eru því 72 kjörnir fulltrúar á þessu litla landssvæði. Hinn 1. janúar 2019 var íbúafjöldi í þessum sveitarfélögum samkvæmt heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um 228.000 manns. Ætlar einhver að segja mér að það sé eðlilegt að skrifstofa miðlægar stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg kosti 4,6 milljarða samkvæmt fjárhagsáætlun 2019? Það hljóta allir að sjá að sameining þessara sveitarfélaga er ekki bara skynsamleg – heldur er hún bráðnauðsynleg til að ná fram samlegðaráhrifum hvað kostnað varðar. Ég fullyrði að útsvarsgreiðendur vilja sjá sparnað og hagræðingu á sama tíma og flestir vilja hafa byggð í öllu landinu. Sameining sveitarfélaga á landsbyggðinni er því meiri línudans vegna landfræðilegra sjónarmiða sem ekki er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessum sjónarmiðum, að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, fækka kjörnum fulltrúum, fækka stjórum og silkihúfunum. Sameina svið og ráð milli bæjarfélaga og ná heildarsýn á þróun höfuðborgarsvæðisins í heild t.d. hvað varðar framtíðaruppbyggingu þessa landssvæðis. Það eru kjarklausir stjórnmálamenn sem þora ekki að skera niður kerfið eins og við erum m.a. kosin til. Skattgreiðendur eru búnir að fá nóg af því hvernig farið er með opinbert fé.Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktun um að sameina eigi sveitarfélög og að ekkert sveitarfélag hafi færri en eitt þúsund íbúa árið 2026. Jafnframt er lagt til að íbúar fái ekki að kjósa um sameiningar heldur verði sameiningin lögþvinguð. Með þessari lögþvingun á að fylgja 15 milljarðar frá ríkinu/skattgreiðendum. Sveitarfélögum verður að fækka vegna gríðarlegs kostnaðar við að halda slíku batteríi úti. Í dag eru sveitarfélögin 72. Það sjá allir sem vilja að slíkur fjöldi er allt of mikill fyrir þjóð sem telur um 360.000 manns. En slíkar sameiningar mega ekki vera lögþvingaðar og þeim á ekki að fylgja gulrótarpeningur frá ríkinu. Slíkar sameiningar eiga að koma af sjálfu sér í gegnum samtöl og samvinnu kjörinna fulltrúa sem ættu að hafa það eitt markmið að ná fram hagræðingu og sparnaði fyrir útsvarsgreiðendur. En byrjum þá á byrjuninni og góðu fordæmi. Byrjum á því að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu úr sex í tvö til að byrja með. Það er glórulaust að hafa sex sveitarfélög á svo litlu landsvæði þar sem engar landfræðilegar hindranir eru, ólíkt því sem víða er úti á landi. Það liggur í augum uppi að hagstæðast væri að sameina Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbæ þar sem Kjalarnes var sameinað Reykjavík fyrir 21 ári. Jafnvel mætti bæta Kjósarhreppi við. Hitt höfuðborgarsveitarfélagið yrði til við samruna Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar sem nýlega sameinaðist Álftanesi. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í súginn á ári hverju með að halda uppi sex „þjónustum“ í þessum sveitarfélögum. Dæmi: Einn borgarstjóri og fimm bæjarstjórar. Það eru sex einingar af öllum stjórnsýslustofnunum. Sexfaldur kostnaður fyrir útsvarsgreiðendur. Í Reykjavík eru 23 borgarfulltrúar, á Seltjarnarnesi eru 7 bæjarfulltrúar, í Mosfellsbæ eru 9 bæjarfulltrúar, í Garðabæ eru 11 bæjarfulltrúar, í Hafnarfirði eru 11 bæjarfulltrúar og í Kópavogi eru einnig 11 bæjarfulltrúar. Samtals eru því 72 kjörnir fulltrúar á þessu litla landssvæði. Hinn 1. janúar 2019 var íbúafjöldi í þessum sveitarfélögum samkvæmt heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um 228.000 manns. Ætlar einhver að segja mér að það sé eðlilegt að skrifstofa miðlægar stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg kosti 4,6 milljarða samkvæmt fjárhagsáætlun 2019? Það hljóta allir að sjá að sameining þessara sveitarfélaga er ekki bara skynsamleg – heldur er hún bráðnauðsynleg til að ná fram samlegðaráhrifum hvað kostnað varðar. Ég fullyrði að útsvarsgreiðendur vilja sjá sparnað og hagræðingu á sama tíma og flestir vilja hafa byggð í öllu landinu. Sameining sveitarfélaga á landsbyggðinni er því meiri línudans vegna landfræðilegra sjónarmiða sem ekki er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessum sjónarmiðum, að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, fækka kjörnum fulltrúum, fækka stjórum og silkihúfunum. Sameina svið og ráð milli bæjarfélaga og ná heildarsýn á þróun höfuðborgarsvæðisins í heild t.d. hvað varðar framtíðaruppbyggingu þessa landssvæðis. Það eru kjarklausir stjórnmálamenn sem þora ekki að skera niður kerfið eins og við erum m.a. kosin til. Skattgreiðendur eru búnir að fá nóg af því hvernig farið er með opinbert fé.Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun