Enski boltinn

Wenger hafnaði tilboðum frá Englandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arsene Wenger
Arsene Wenger vísir/getty
Arsene Wenger segist hafa hafnað starfstilboðum frá liðum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist of tengdur Arsenal.

Frakkinn, sem verður sjötugur í október, hætti hjá Arsenal í maí 2018 eftir að hafa starfað sem knattspyrnustjóri félagsins í 22 ár.

Hann á enn eftir að ákveða hvað hann gerir næst, en sagði við Sky Sports að hann hafi fengið tækifæri frá Englandi.

„Ég er Arsenal maður fyrst og atvinnumaður eftir það. Ég get ekki hætt að vinna,“ sagði Wenger.

„Ég ákvað að fara ekki inn í ensku úrvalsdeildina því ég er of tengdur Arsenal. Ég fékk tækifæri til þess að vinna á Englandi en ég hafnaði þeim.“

Wenger vildi ekki gefa upp hvaða félög hafi boðið honum starfstilboð því þar væru menn í brúnni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×