Enski boltinn

„Hef beðið eftir þessu í tuttugu ár“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Steve Bruce og Matthew Longstaff
Steve Bruce og Matthew Longstaff vísir/getty
Steve Bruce var að vonum hæstánægður með að hafa loksins náð að leggja Manchester United að velli, en eftir 22 tilraunir tókst honum loksins að sigra sitt gamla félag sem knattspyrnustjóri.

„Ég hef beðið 20 ár eftir því að ná úrslitum á móti Manchester United,“ sagði Bruce eftir leikinn.

Steve Bruce var að stýra liði í 400. skipti í dag og í 23. skipti á móti Manchester United. Hingað til hafði hann náð í 5 jafntefli en engan sigur. Hinir leikirnir töpuðust.

Bruce spilaði fyrir United frá 1987-1996, alls 414 leiki og 51 mark.

Matthew Longstaff skoraði eina mark leiksins í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik.

„Við þurftum að svara eftir síðustu viku og við gerðum það.“

„Það eina sem þú getur gert er að svara gagnrýnendum þínum með því að ná í úrslit. Við vissum að þetta yrði erfið törn, en vonandi erum við búnir að ná að snúa genginu við.“

Newcastle komst upp úr fallsæti með sigrinum, situr nú í 16. sæti með átta stig, aðeins stigi á eftir Manchester United í 12. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×