Sunnlenskt sorp flutt til útlanda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2019 13:15 Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins, sem aðstoðar sveitarfélög á Suðurlandi við að flytja sorpið sitt til útlanda til frekari vinnslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sunnlenskt sorp er vinsælt í útlöndum því það nýtist vel til húshitunar í Rotterdam í Hollandi og til rafmagnsframleiðslu í Álaborg í Danmörku. Sunnlendingar hafa átt í miklum vandræðum með sorpið sitt síðustu ár eftir að urðunarstaðnum á Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi var lokað. Enginn á svæðinu hefur viljað láta land undir nýjan urðunarstað og því hefur sorpið verið keyrt langar leiðir til urðunar á önnur svæði á landinu. Flokkun er þó víða til fyrirmyndar á Suðurlandi. Nú er byrjað að flytja sunnlenskt sorp til útlanda, m.a. frá Sveitarfélaginu Ölfuss. „Þeir eru að flokka allt rusl í fjóra flokka. Einn flokkurinn er það sem kallað er óendurvinnanlegt og það höfum við flutt til Rotterdam í þrjá mánuði og það fer til húshitunar hjá Hollendingum og hefur bara gengið mjög vel. Auðvitað er þetta næst versti kosturinn er hann er góður að því leyti til að þar erum við að tala um brennslu, sem er í samkeppni við kol og kjarnorku. Við vitum það að kol eru mjög umhverfislega óholl og kjarnorka er mjög hættuleg, þannig að þetta er eitthvað sem er jákvætt og við erum að nota flutninga þar sem eru tómir gámar frá landinu og til Evrópu, þeir fóru tómir en nú er allavega komið í þá þetta hráefni“, segir Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins.Íslenska Gámafélagið er m.a. með starfsaðstöðu á Selfossi.Magnús HlynurJón Þórir vonast til þess að samkomulag náist við öll sveitarfélög á Suðurlandi um að þau flytji sitt óendurvinnanlega sorp til útlanda, þó ekki allt til Hollands. „Nei, því við höfum líka gert samninga við Álaborg þar sem 31% af öllu rafmagni sem er framleitt í Álaborg er framleitt í svona sorpbrennslu og allt vatn, sem er hitað í húsunum fer í gegnum sorpbrennslustöð. Síðan eru fleiri þjóðir, sem hafa áhuga á að fá svona hráefni frá okkur,“ segir Jón Þórir. Árborg Umhverfismál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Sjá meira
Sunnlenskt sorp er vinsælt í útlöndum því það nýtist vel til húshitunar í Rotterdam í Hollandi og til rafmagnsframleiðslu í Álaborg í Danmörku. Sunnlendingar hafa átt í miklum vandræðum með sorpið sitt síðustu ár eftir að urðunarstaðnum á Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi var lokað. Enginn á svæðinu hefur viljað láta land undir nýjan urðunarstað og því hefur sorpið verið keyrt langar leiðir til urðunar á önnur svæði á landinu. Flokkun er þó víða til fyrirmyndar á Suðurlandi. Nú er byrjað að flytja sunnlenskt sorp til útlanda, m.a. frá Sveitarfélaginu Ölfuss. „Þeir eru að flokka allt rusl í fjóra flokka. Einn flokkurinn er það sem kallað er óendurvinnanlegt og það höfum við flutt til Rotterdam í þrjá mánuði og það fer til húshitunar hjá Hollendingum og hefur bara gengið mjög vel. Auðvitað er þetta næst versti kosturinn er hann er góður að því leyti til að þar erum við að tala um brennslu, sem er í samkeppni við kol og kjarnorku. Við vitum það að kol eru mjög umhverfislega óholl og kjarnorka er mjög hættuleg, þannig að þetta er eitthvað sem er jákvætt og við erum að nota flutninga þar sem eru tómir gámar frá landinu og til Evrópu, þeir fóru tómir en nú er allavega komið í þá þetta hráefni“, segir Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins.Íslenska Gámafélagið er m.a. með starfsaðstöðu á Selfossi.Magnús HlynurJón Þórir vonast til þess að samkomulag náist við öll sveitarfélög á Suðurlandi um að þau flytji sitt óendurvinnanlega sorp til útlanda, þó ekki allt til Hollands. „Nei, því við höfum líka gert samninga við Álaborg þar sem 31% af öllu rafmagni sem er framleitt í Álaborg er framleitt í svona sorpbrennslu og allt vatn, sem er hitað í húsunum fer í gegnum sorpbrennslustöð. Síðan eru fleiri þjóðir, sem hafa áhuga á að fá svona hráefni frá okkur,“ segir Jón Þórir.
Árborg Umhverfismál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Sjá meira