Innlent

Kvenfélagskonur gegn fatasóun

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Kvenfélagskonur stöguðu og stoppuðu í gömul föt og jafnvel leðurhanska fyrir þá sem þess óskuðu í dag eða þurftu á aðstoð að halda. 

Aðrir gátu skipt á notuðum flíkum og jafnvel nælt sér í samkvæmisföt. Kvenfélagsamband Íslands og Leiðbeiningarstöð heimilanna vilja með þessu vekja athygli á því hvernig hægt sé að draga úr fatasóun með einföldum hætti. 

Hægt var að gefa föt og fá ný í staðinn en skiptifatamarkaður var á staðnum.
Það var notalegt hjá Kvenfélagsambandi Íslands í dag og Leiðbeiningastöð heimilanna þar sem konur buðu fólki að koma og velja sér notuð föt eða fá viðgerð. Boðið var uppá vöfflur og kaffi og kertaljós.





Brynja Björk Halldórsdóttir kenndi fólki að búa til fallega krans
Brynja Björk Halldórsdóttir kenndi fólki að nýta haustlaufin í fallega kransa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×