Aleigan brann á hálftíma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. október 2019 20:00 Eldur sem kviknaði í litlum potti á eldavél varð að báli á örskömmum tíma og gjöreyðilagði heila íbúð. Fjölskyldan hafði skroppið frá um kvöldmatarleitið á fimmtudag og þegar hún kom til baka hálftíma síðar lagði svartan reyk út um eldhúsgluggann. Aleigan fór í eldsvoðanum og þau þurfa tíma til að jafna sig eftir áfallið að sögn systra fjölskylduföðursins. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Suðurhólum í Breiðholti á fimmtudag þar sem kviknað hafði í íbúð. Mikill eldur var á staðnum þegar slökkvilið bar að en það tók innan við klukkustund að slökkva hann. Íbúðin gjöreyðilagðist í brunanum en engin slasaðist. Eldurinn kviknaði út frá litlum potti á eldavélinni.Ungt par með tvö börn bjó þar og hafði skroppið örstutt frá þegar eldurinn kviknaði. Ættingar fjölskyldunnar hafa aðstoðað hana frá því bruninn varð og hafa þau búið hjá systur fjölskylduföðursins. „Fjölskyldufaðirinn var að koma heim og ákvað að hringja í konuna sína og bað hana að sinna erindi með sér. Hún var byrjuð að undirbúa matinn og en gerir krakkana klára og fer út og þau sinna erindi í svona þrjátíu mínútur en þegar þau koma til baka leggur svartan reyk út um eldhúsgluggann. Hann gerði slökkviliði þegar viðvart og hljóp inní stigaganginn til að gera fólki viðvart og koma því út. Hann fylgdi dreng út en aðrir íbúar voru komnir út á svalir og slökkvilið sótti þá. Konan hans og börn biðu á meðan úti. Það slasaðist engin en hann fékk snert af reykeitrun,“ segir Guðlaug Ósk Ólafsdóttir systir mannsins. Eldur , reykur og sót gjöreyðilagði íbúðina á hálftíma.Fjölskyldan hefur búið hjá Guðlaugu síðan á fimmtudag og hún segir að þau séu að fara í gegnum alls konar tilfinningar. „Þetta tekur á, stundum er allt í lagi og svo muna þau eftir einhverjum hlut sem hefur tilfinningalegt gildi og það er erfitt. Börnin eru eins, þau sakna bangsana sinna og leikfanga og annarra muna sem voru þeim kærir,“ segir Guðlaug. Fjölskyldan var tryggð en þær segja að það dekki ekki allt tjónið. Til að mynda hafi þau ekki verið búin að tryggja allt verðmæti innbúsins. Þá þurfa þau að leigja sér íbúð um tíma meðan verið er standsetja íbúðina. Þær systur segja að þau hafi mætt mikilli góðvild og hæla Rauða krossinum og Fjölskylduhjálpinni sem hafi aðstoðað þau mikið. Þá hefur fólk komið með föt fyrir þau síðustu daga. Þær systur hafa einnig stofnað styrktarreikning fyrir fjölskylduna á Facebook. „Hugur fólks er alveg ótrúlegur og það hefur gefið þeim mikinn styrk finna allan samhugann sem er í þjóðfélaginu þegar svona gerist,“ segja þær systur Guðlaug Ósk og Finndís Helga Ólafsdætur, Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eldur sem kviknaði í litlum potti á eldavél varð að báli á örskömmum tíma og gjöreyðilagði heila íbúð. Fjölskyldan hafði skroppið frá um kvöldmatarleitið á fimmtudag og þegar hún kom til baka hálftíma síðar lagði svartan reyk út um eldhúsgluggann. Aleigan fór í eldsvoðanum og þau þurfa tíma til að jafna sig eftir áfallið að sögn systra fjölskylduföðursins. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Suðurhólum í Breiðholti á fimmtudag þar sem kviknað hafði í íbúð. Mikill eldur var á staðnum þegar slökkvilið bar að en það tók innan við klukkustund að slökkva hann. Íbúðin gjöreyðilagðist í brunanum en engin slasaðist. Eldurinn kviknaði út frá litlum potti á eldavélinni.Ungt par með tvö börn bjó þar og hafði skroppið örstutt frá þegar eldurinn kviknaði. Ættingar fjölskyldunnar hafa aðstoðað hana frá því bruninn varð og hafa þau búið hjá systur fjölskylduföðursins. „Fjölskyldufaðirinn var að koma heim og ákvað að hringja í konuna sína og bað hana að sinna erindi með sér. Hún var byrjuð að undirbúa matinn og en gerir krakkana klára og fer út og þau sinna erindi í svona þrjátíu mínútur en þegar þau koma til baka leggur svartan reyk út um eldhúsgluggann. Hann gerði slökkviliði þegar viðvart og hljóp inní stigaganginn til að gera fólki viðvart og koma því út. Hann fylgdi dreng út en aðrir íbúar voru komnir út á svalir og slökkvilið sótti þá. Konan hans og börn biðu á meðan úti. Það slasaðist engin en hann fékk snert af reykeitrun,“ segir Guðlaug Ósk Ólafsdóttir systir mannsins. Eldur , reykur og sót gjöreyðilagði íbúðina á hálftíma.Fjölskyldan hefur búið hjá Guðlaugu síðan á fimmtudag og hún segir að þau séu að fara í gegnum alls konar tilfinningar. „Þetta tekur á, stundum er allt í lagi og svo muna þau eftir einhverjum hlut sem hefur tilfinningalegt gildi og það er erfitt. Börnin eru eins, þau sakna bangsana sinna og leikfanga og annarra muna sem voru þeim kærir,“ segir Guðlaug. Fjölskyldan var tryggð en þær segja að það dekki ekki allt tjónið. Til að mynda hafi þau ekki verið búin að tryggja allt verðmæti innbúsins. Þá þurfa þau að leigja sér íbúð um tíma meðan verið er standsetja íbúðina. Þær systur segja að þau hafi mætt mikilli góðvild og hæla Rauða krossinum og Fjölskylduhjálpinni sem hafi aðstoðað þau mikið. Þá hefur fólk komið með föt fyrir þau síðustu daga. Þær systur hafa einnig stofnað styrktarreikning fyrir fjölskylduna á Facebook. „Hugur fólks er alveg ótrúlegur og það hefur gefið þeim mikinn styrk finna allan samhugann sem er í þjóðfélaginu þegar svona gerist,“ segja þær systur Guðlaug Ósk og Finndís Helga Ólafsdætur,
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira