Steve Bruce náði loks í sigur gegn United Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. október 2019 17:30 Steve Bruce náði loks í sigur gegn United í sinni 23. tilraun vísir/getty Steve Bruce náði loksins að hafa betur gegn sínu gamla félagi Manchester United, í sínum 400. leik sem knattspyrnustjóri. Eftir 22 tilraunir án þess að ná að stýra liði til sigurs gegn Manchester United kom sigurinn loksins í dag þegar Newcastle vann Manchester United 1-0 á heimavelli sínum í dag. Eina mark leiksins skoraði hinn 19 ára Matthew Longstaff, í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Matthew er yngri bróðir Sean Longstaff sem var sterklega orðaður við Manchester United í sumar. Vandræði Ole Gunnar Solskjær halda áfram, en lið United gerði sig ekki sérlega líklegt til þess að taka sigurinn á St. James's Park og áttu gestirnir aðeins þrjú skot á markrammann. Manchester United hefur nú ekki unnið í síðustu 11 útileikjum og situr liðið í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 9 stig. Newcastle komst upp úr fallsæti, er í 16. sæti með 8 stig. Enski boltinn
Steve Bruce náði loksins að hafa betur gegn sínu gamla félagi Manchester United, í sínum 400. leik sem knattspyrnustjóri. Eftir 22 tilraunir án þess að ná að stýra liði til sigurs gegn Manchester United kom sigurinn loksins í dag þegar Newcastle vann Manchester United 1-0 á heimavelli sínum í dag. Eina mark leiksins skoraði hinn 19 ára Matthew Longstaff, í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Matthew er yngri bróðir Sean Longstaff sem var sterklega orðaður við Manchester United í sumar. Vandræði Ole Gunnar Solskjær halda áfram, en lið United gerði sig ekki sérlega líklegt til þess að taka sigurinn á St. James's Park og áttu gestirnir aðeins þrjú skot á markrammann. Manchester United hefur nú ekki unnið í síðustu 11 útileikjum og situr liðið í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 9 stig. Newcastle komst upp úr fallsæti, er í 16. sæti með 8 stig.