Enski boltinn

Stjóri Jóns Daða hættur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neil Harris er 42 ára gamall og hefur stýrt Millwall frá 2015
Neil Harris er 42 ára gamall og hefur stýrt Millwall frá 2015 vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson er stjóralaus eftir að Neil Harris hætti sem knattspyrnustjóri Millwall í dag.

Harris var sá stjóri sem hafði verið lengst í starfi af stjórunum í ensku B-deildinni, en hann tók við Millwall árið 2015.

Hann er fyrrum leikmaður Millwall og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 125 mörk. Sem knattspyrnustjóri náði hann að koma liðinu upp úr C-deildinni og tvisvar í átta liða úrslit enska bikarkeppni.

Adam Barrett tók tímabundið við liðinu og mun stýra því gegn Leeds á laugardaginn.

Millwall er í 18. sæti ensku B-deildarinnar.

Jón Daði Böðvarsson kom til félagsins í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×