Plácido Domingo hættir í kjölfar ásakana Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2019 08:39 Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakana fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. AP Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum óperunnar. Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakanna fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í yfirlýsingu frá söngvaranum segir að nýlegar ásakanir sem á hann hafa verið bornar hafi skapað andrúmsloft þar sem hann geti ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið sem hann elski svo sem skyldi. „Á meðan ég mun halda áfram að hreinsa mannorð mitt, þá hef ég ákveðið að það það þjóni hagsmunum Los Angeles óperunnar best að ég segi af mér sem framkvæmdastjóri og hætti við þátttöku í framtíðaruppsetningum.“Hættir við þátttöku í uppsetningum Í tilkynningu frá óperunni er Domingo þakkað fyrir sín störf en hann hafði starfað sem framkvæmdastjóri frá 2003. Til stóð stóð til að hann myndi koma fram í uppsetningu á Roberto Devereux sem átti að frumsýna í febrúar á næsta ári. Greint var frá því í síðasta mánuði að Domingo myndi ekki koma fram í uppsetningu Metropolitan óperunnar í New York á Macbeth. Sagði þá að hann myndi ekki koma framar fram á sviði Metropolitan eftir að hafa komið þar fram á hverju sýningarári síðustu fimm áratugina.Litið framhjá hegðun söngvarans AP fréttastofan greindi frá ásökununum í ágúst síðastliðinn en að minnsta kosti átta konur hafa staðhæft að Domingo hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Sögðu þær að hegðun söngvarans hafi verið alkunna innan óperuheimsins en flestir hafi kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Domingo sagði þá að sumar ásakanirnar væru allt að þrjátíu ára gamlar, margar ónákvæmar. Engu að síður sagði hann að honum þætti miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans hafi upplifað framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Bandaríkin Menning MeToo Spánn Tónlist Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum óperunnar. Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakanna fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í yfirlýsingu frá söngvaranum segir að nýlegar ásakanir sem á hann hafa verið bornar hafi skapað andrúmsloft þar sem hann geti ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið sem hann elski svo sem skyldi. „Á meðan ég mun halda áfram að hreinsa mannorð mitt, þá hef ég ákveðið að það það þjóni hagsmunum Los Angeles óperunnar best að ég segi af mér sem framkvæmdastjóri og hætti við þátttöku í framtíðaruppsetningum.“Hættir við þátttöku í uppsetningum Í tilkynningu frá óperunni er Domingo þakkað fyrir sín störf en hann hafði starfað sem framkvæmdastjóri frá 2003. Til stóð stóð til að hann myndi koma fram í uppsetningu á Roberto Devereux sem átti að frumsýna í febrúar á næsta ári. Greint var frá því í síðasta mánuði að Domingo myndi ekki koma fram í uppsetningu Metropolitan óperunnar í New York á Macbeth. Sagði þá að hann myndi ekki koma framar fram á sviði Metropolitan eftir að hafa komið þar fram á hverju sýningarári síðustu fimm áratugina.Litið framhjá hegðun söngvarans AP fréttastofan greindi frá ásökununum í ágúst síðastliðinn en að minnsta kosti átta konur hafa staðhæft að Domingo hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Sögðu þær að hegðun söngvarans hafi verið alkunna innan óperuheimsins en flestir hafi kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Domingo sagði þá að sumar ásakanirnar væru allt að þrjátíu ára gamlar, margar ónákvæmar. Engu að síður sagði hann að honum þætti miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans hafi upplifað framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt.
Bandaríkin Menning MeToo Spánn Tónlist Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20