Hópuppsagnir! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 3. október 2019 09:45 Það er alltaf erfitt að heyra þegar hópuppsagnir verða í okkar litla samfélagi. Nú síðast var öllu starfsfólki Ísfisks á Akranesi sagt upp störfum. Þær uppsagnir bætast svo ofan á uppsagnir fjármálafyrirtækja í lok síðasta mánaðar ásamt uppsögnum hjá Íslandspósti og Icelandair. Ég var viðstödd þegar fiskvinnslan á Akranesi hóf rekstur fyrir rúmum tveimur árum þar sem bjartsýni ríkti með framhaldið og eru miklar vonir bundnar við að hægt verði að koma vinnslu þar aftur í gang. Hópuppsagnir eru núna orðnar fleiri á þessu ári en á öllu síðasta ári og samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu framkvæma er það mat stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að starfsmönnum þeirra gæti fækkað um 0,5 prósent næsta hálfa árið. Flestir þeirra sem misstu vinnuna á Akranesi í byrjun vikunnar höfðu áður misst vinnuna þegar HB Grandi hætti allri starfsemi í plássinu fyrir tveimur árum síðan. Þegar þetta er allt tekið saman þá er útlitið ekki gott. En stjórnendur hjá Ísfiski vonast enn til að uppsagnirnar geti gengið til baka og það er einnig von mín að það gangi eftir. Til að tryggja megi byggð alls staðar á landinu verður að tryggja atvinnu alls staðar á landinu. Akranes er steinsnar frá höfuðborginni og margir sækja atvinnu þangað, en það hlýtur að vera markmiðið að fólk geti unnið í sinni heimabyggð. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða starfsmenn fjármálafyrirtækja eða í fiskvinnslu. Það eru þó jákvæð merki annars staðar frá. Hið opinbera vinnur gegn niðursveiflunni með því auka fjárfestingar, þær hafa ekki verið hærri sem hlutfall af verðmætasköpun í landinu frá því fyrir hrun. Þá mun tryggingagjaldið lækka um áramót sem og tekjuskattur einstaklinga. Á miðvikudagsmorgun lækkaði svo Seðlabankinn stýrivexti í þriðja sinn á árinu og hafa þeir aldrei verið lægri. Þessi atriði auk annarra aðgerða munu leiða til þess að þessi tímabundni samdráttur mun vonandi verða stuttur. Þó eru enn margir óvissuþættir. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína gæti leitt til samdráttar í helstu viðskiptalöndum Íslands, útganga Breta úr Evrópusambandinu gæti haft slæmar afleiðingar hér á landi sem og áframhaldandi óvissa er með loðnuveiðar á næsta ári. Góðar fregnir eru hins vegar víða, á næsta ári gæti fiskeldi skilað álíka miklum tekjum og loðnuvertíð í þjóðarbúið. Þó að samdráttur hafi verið í komum ferðamanna þá hefur nýting á hótelum ekki versnað frá því í fyrra auk þess sem hver ferðamaður skilur eftir fleiri krónur árið 2019 en hann gerði 2018. Efnahagsleg staða landsins er sterk og einstaklingar, fyrirtæki og þjóðarbúið hafa verið að greiða niður skuldir. Það er því full ástæða til að vera bjartsýn á fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði þó uppsagnir slái hvern einstakling hart sem fyrir þeim verður og því brýnt að styðja það fólk með vinnumarkaðsaðgerðum eins og endurmenntun til að takast á við örar breytingar á vinnumarkaði.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akranes Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Það er alltaf erfitt að heyra þegar hópuppsagnir verða í okkar litla samfélagi. Nú síðast var öllu starfsfólki Ísfisks á Akranesi sagt upp störfum. Þær uppsagnir bætast svo ofan á uppsagnir fjármálafyrirtækja í lok síðasta mánaðar ásamt uppsögnum hjá Íslandspósti og Icelandair. Ég var viðstödd þegar fiskvinnslan á Akranesi hóf rekstur fyrir rúmum tveimur árum þar sem bjartsýni ríkti með framhaldið og eru miklar vonir bundnar við að hægt verði að koma vinnslu þar aftur í gang. Hópuppsagnir eru núna orðnar fleiri á þessu ári en á öllu síðasta ári og samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu framkvæma er það mat stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að starfsmönnum þeirra gæti fækkað um 0,5 prósent næsta hálfa árið. Flestir þeirra sem misstu vinnuna á Akranesi í byrjun vikunnar höfðu áður misst vinnuna þegar HB Grandi hætti allri starfsemi í plássinu fyrir tveimur árum síðan. Þegar þetta er allt tekið saman þá er útlitið ekki gott. En stjórnendur hjá Ísfiski vonast enn til að uppsagnirnar geti gengið til baka og það er einnig von mín að það gangi eftir. Til að tryggja megi byggð alls staðar á landinu verður að tryggja atvinnu alls staðar á landinu. Akranes er steinsnar frá höfuðborginni og margir sækja atvinnu þangað, en það hlýtur að vera markmiðið að fólk geti unnið í sinni heimabyggð. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða starfsmenn fjármálafyrirtækja eða í fiskvinnslu. Það eru þó jákvæð merki annars staðar frá. Hið opinbera vinnur gegn niðursveiflunni með því auka fjárfestingar, þær hafa ekki verið hærri sem hlutfall af verðmætasköpun í landinu frá því fyrir hrun. Þá mun tryggingagjaldið lækka um áramót sem og tekjuskattur einstaklinga. Á miðvikudagsmorgun lækkaði svo Seðlabankinn stýrivexti í þriðja sinn á árinu og hafa þeir aldrei verið lægri. Þessi atriði auk annarra aðgerða munu leiða til þess að þessi tímabundni samdráttur mun vonandi verða stuttur. Þó eru enn margir óvissuþættir. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína gæti leitt til samdráttar í helstu viðskiptalöndum Íslands, útganga Breta úr Evrópusambandinu gæti haft slæmar afleiðingar hér á landi sem og áframhaldandi óvissa er með loðnuveiðar á næsta ári. Góðar fregnir eru hins vegar víða, á næsta ári gæti fiskeldi skilað álíka miklum tekjum og loðnuvertíð í þjóðarbúið. Þó að samdráttur hafi verið í komum ferðamanna þá hefur nýting á hótelum ekki versnað frá því í fyrra auk þess sem hver ferðamaður skilur eftir fleiri krónur árið 2019 en hann gerði 2018. Efnahagsleg staða landsins er sterk og einstaklingar, fyrirtæki og þjóðarbúið hafa verið að greiða niður skuldir. Það er því full ástæða til að vera bjartsýn á fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði þó uppsagnir slái hvern einstakling hart sem fyrir þeim verður og því brýnt að styðja það fólk með vinnumarkaðsaðgerðum eins og endurmenntun til að takast á við örar breytingar á vinnumarkaði.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar