Enski boltinn

Liverpool ekki hent úr deildarbikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pedro Chirivella mátti ekki spila leikinn við MK Dons
Pedro Chirivella mátti ekki spila leikinn við MK Dons vísir/getty
Liverpool slapp með sekt í refsingu fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í leik sínum í enska deildarbikarnum við MK Dons í síðustu viku.

Spánverjinn Pedro Chirivella kom inn í lið Liverpool sem varamaður í 2-0 sigrinum á MK Dons. Hann var ekki kominn með alþjóðlega leikheimild og mátti því ekki taka þátt í leiknum.

Ensku deildarsamtökin sögðu hins vegar í úrskurði sínum í málinu að það væri ekki viðeigandi að reka Liverpool úr keppninni heldur fékk félagið hins vegar 200 þúsund pund í sekt. Helminginn af henni þarf ekki að greiða fyrr en á næsta tímabili.

Liverpool sagði í tilkynningu að félagið samþykkti refsinguna og þætti hún í samræmi við brotið sem framið var.

Liverpool mætir Arsenal í fjórðu umferð deildarbikarsins þann 29. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×