Þynning byggðar og auknar umferðartafir Elvar Orri Hreinsson skrifar 2. október 2019 07:30 Byggð hefur þynnst verulega undanfarna þrjá áratugi og fer nú meira landrými undir hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins en nokkru sinni fyrr. Frá árinu 1994 hefur hlutfall íbúða í Reykjavík af heildarfjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 10 prósentustig og stendur nú í um 60%. Er þetta afleiðing mikillar uppbyggingar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur þar sem íbúðafjöldi hefur tvöfaldast frá árinu 1994. Þetta hefur leitt til þess að aldrei fyrr hafa fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu búið utan Reykjavíkur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga eftir sem áður erindi við miðbæinn og nærliggjandi svæði enda er þar mestur þéttleiki vinnustaða, skóla, íþróttamannvirkja og verslunar- og skrifstofuhúsnæðis auk annarra innviða. Þessi þróun hefur því haft í för með sér það aukna álag á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem mikið er rætt um þessi dægrin. Samtök iðnaðarins (SI) telja þjóðhagslegan kostnað vegna umferðartafa nema 15 milljörðum króna á ársgrundvelli vegna tapaðs vinnu- og frítíma einstaklinga og atvinnurekenda. Mun þétting byggðar ná fram að ganga? Tölfræðin bendir til þess að svo verði ekki. Reykjavík er stærsta sveitarfélag landsins og gegnir því mikilvægu hlutverki varðandi heilbrigði íbúðamarkaðarins. Ef litið er aftur um áratug hafa um 304 íbúðir komið inn á markaðinn að meðaltali á ári hverju í Reykjavík. Meðalfjölgun íbúða fyrir þann tíma og aftur til 1972 er um 660 íbúðir árlega, eða rúmlega tvöfalt fleiri íbúðir. Sé miðað við fjölda fullkláraðra íbúða í Reykjavík á undanförnum árum og spár SI má reikna með að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur muni áfram vaxa hlutfallslega hraðar en Reykjavík. Til að snúa þeirri þróun við þyrftu í Reykjavík að vera minnst 60% af þeim íbúðum sem koma á markaðinn á næstu árum. Miðað við spá SI nemur það rúmum 1.300 íbúðum eða hátt í þreföldum þeim fjölda sem kom inn á markaðinn á síðastliðnu ári svo að dæmi sé tekið. Verður að teljast afar ólíklegt að sú verði raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Samgöngur Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Byggð hefur þynnst verulega undanfarna þrjá áratugi og fer nú meira landrými undir hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins en nokkru sinni fyrr. Frá árinu 1994 hefur hlutfall íbúða í Reykjavík af heildarfjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 10 prósentustig og stendur nú í um 60%. Er þetta afleiðing mikillar uppbyggingar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur þar sem íbúðafjöldi hefur tvöfaldast frá árinu 1994. Þetta hefur leitt til þess að aldrei fyrr hafa fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu búið utan Reykjavíkur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga eftir sem áður erindi við miðbæinn og nærliggjandi svæði enda er þar mestur þéttleiki vinnustaða, skóla, íþróttamannvirkja og verslunar- og skrifstofuhúsnæðis auk annarra innviða. Þessi þróun hefur því haft í för með sér það aukna álag á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem mikið er rætt um þessi dægrin. Samtök iðnaðarins (SI) telja þjóðhagslegan kostnað vegna umferðartafa nema 15 milljörðum króna á ársgrundvelli vegna tapaðs vinnu- og frítíma einstaklinga og atvinnurekenda. Mun þétting byggðar ná fram að ganga? Tölfræðin bendir til þess að svo verði ekki. Reykjavík er stærsta sveitarfélag landsins og gegnir því mikilvægu hlutverki varðandi heilbrigði íbúðamarkaðarins. Ef litið er aftur um áratug hafa um 304 íbúðir komið inn á markaðinn að meðaltali á ári hverju í Reykjavík. Meðalfjölgun íbúða fyrir þann tíma og aftur til 1972 er um 660 íbúðir árlega, eða rúmlega tvöfalt fleiri íbúðir. Sé miðað við fjölda fullkláraðra íbúða í Reykjavík á undanförnum árum og spár SI má reikna með að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur muni áfram vaxa hlutfallslega hraðar en Reykjavík. Til að snúa þeirri þróun við þyrftu í Reykjavík að vera minnst 60% af þeim íbúðum sem koma á markaðinn á næstu árum. Miðað við spá SI nemur það rúmum 1.300 íbúðum eða hátt í þreföldum þeim fjölda sem kom inn á markaðinn á síðastliðnu ári svo að dæmi sé tekið. Verður að teljast afar ólíklegt að sú verði raunin.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar