Í bleiku á bíósýningu Downton Abbey Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. október 2019 06:00 Halla Þorvaldsdóttir. Sala á Bleiku slaufunni hófst í gær en átakið hófst formlega með sérstakri hátíðarsýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hvetur alla karlmenn til að vera kjarkaða og bera slaufuna. „Hugmyndin að þessu kviknaði nú bara á góðum teymisfundi í Skógarhlíðinni. Við höfum oft haldið bleik boð og vorum að velta fyrir okkur hvað við gætum gert skemmtilegt sem höfðaði til kvenna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Árvekni- og fjáröflunarátak félagsins, Bleika slaufan, hófst formlega í gær. Í ár er slagorð átaksins „Þú ert ekki ein“ en áhersla er lögð á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar konur greinast með krabbamein. Því var ákveðið að átakinu yrði hleypt af stokkunum á sérstakri bleikri sýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Uppselt var á sýninguna í gærkvöldi en um 900 miðar seldust. Fyrir sýninguna sagðist Halla búast við mikilli og góðri orku í salnum. Hún viðurkenndi að vera mjög spennt fyrir myndinni og það yrði frábært að sjá hana í þessum góða hópi. Í ár verður aðeins breytt út af vananum og í stað nælu er Bleika slaufan hálsmen. „Þetta er tólfta árið sem við erum með sérhannaða slaufu og það var aðeins farið að ræða það hvort það væri ekki tímabært að vera með eitthvað annað en nælu,“ segir Halla. Það er Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, sem hannar Bleiku slaufuna í ár. „Við höfum verið mjög heppin með slaufurnar sem hafa verið hannaðar fyrir okkur en við erum alveg sérstaklega ánægð með þessa. Við erum sannfærð um að hún verði til þess að slaufan verði meira sýnileg en áður og fleiri gangi með hana,“ segir Halla. Hún viðurkennir að karlar hafi verið pínu feimnir við slaufuna þar sem hún sé hálsmen. „En við hvetjum þá til að vera svolítið kjarkaðir og setja slaufuna upp. Handlagnir geta líka breytt hálsmeninu í nælu með mjög lítilli fyrirhöfn.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Sala á Bleiku slaufunni hófst í gær en átakið hófst formlega með sérstakri hátíðarsýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hvetur alla karlmenn til að vera kjarkaða og bera slaufuna. „Hugmyndin að þessu kviknaði nú bara á góðum teymisfundi í Skógarhlíðinni. Við höfum oft haldið bleik boð og vorum að velta fyrir okkur hvað við gætum gert skemmtilegt sem höfðaði til kvenna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Árvekni- og fjáröflunarátak félagsins, Bleika slaufan, hófst formlega í gær. Í ár er slagorð átaksins „Þú ert ekki ein“ en áhersla er lögð á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar konur greinast með krabbamein. Því var ákveðið að átakinu yrði hleypt af stokkunum á sérstakri bleikri sýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Uppselt var á sýninguna í gærkvöldi en um 900 miðar seldust. Fyrir sýninguna sagðist Halla búast við mikilli og góðri orku í salnum. Hún viðurkenndi að vera mjög spennt fyrir myndinni og það yrði frábært að sjá hana í þessum góða hópi. Í ár verður aðeins breytt út af vananum og í stað nælu er Bleika slaufan hálsmen. „Þetta er tólfta árið sem við erum með sérhannaða slaufu og það var aðeins farið að ræða það hvort það væri ekki tímabært að vera með eitthvað annað en nælu,“ segir Halla. Það er Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, sem hannar Bleiku slaufuna í ár. „Við höfum verið mjög heppin með slaufurnar sem hafa verið hannaðar fyrir okkur en við erum alveg sérstaklega ánægð með þessa. Við erum sannfærð um að hún verði til þess að slaufan verði meira sýnileg en áður og fleiri gangi með hana,“ segir Halla. Hún viðurkennir að karlar hafi verið pínu feimnir við slaufuna þar sem hún sé hálsmen. „En við hvetjum þá til að vera svolítið kjarkaðir og setja slaufuna upp. Handlagnir geta líka breytt hálsmeninu í nælu með mjög lítilli fyrirhöfn.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira