Trump og repúblikanar slá met í fjáröflun Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 21:31 Enginn skortur er á fjárhagslegum stuðningi við Trump þó að gustað hafi um hann að undanförnu. AP/Evan Vucci Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta og landsnefnd Repúblikanaflokks söfnuðu 125 milljónum dollara, jafnvirði 15,5 milljarða íslenskra króna, í kosningasjóði á þriðja ársfjórðungi ársins. Aldrei áður hefur forseti safnað eins miklu fé fyrir kosningar. Í heildina hafa framboðið og flokkurinn safnað um 308 milljónum dollara á þessu ári, jafnvirði rúmra 38 milljarða íslenskra króna, að sögn AP-fréttastofunnar. Innkoman á þriðja ársfjórðungi var verulega meiri en þær um sjötíu milljónir dollara sem Barack Obama safnaði á sama tímabili árið 2011. Repúblikanar eru sagðir ætla að nýta féð til að verja Trump fyrir rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum forsetans og kaup auglýsingar gegn demókrötum sem styðja hana. Ronna McDaniel Romney, formaður landsnefndar repúblikana, segir að árásir demókrata á forsetann hafi leitt til þess að stuðningsmenn hafi látið meira fé af hendi rakna en nokkru sinni áður. Markmið Trump-framboðsins er sagt að verja um milljarði dollara, jafnvirði um 124 milljarða króna, í að tryggja forsetanum endurkjör á næsta ári. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump þegar í ljós kom að uppljóstrari tilkynnti innri endurskoðanda leyniþjónustunnar um að Trump hefði misnotað vald sitt í símtali við erlendan þjóðarleiðtoga sem í ljós kom að var Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu. Hvíta húsið birti í kjölfarið samantekt um símtal Trump og Zelenskíj. Þar sást hvernig Trump bað Zelenskíj ítrekað um að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu sem varðar tölvupóstþjóna Demókrataflokksins. Skoðanakannanir benda að stuðningur við að Trump verði rannsakaður vegna mögulegra embættisbrota hafi aukist umtalsvert eftir að Úkraínumálið kom upp. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta og landsnefnd Repúblikanaflokks söfnuðu 125 milljónum dollara, jafnvirði 15,5 milljarða íslenskra króna, í kosningasjóði á þriðja ársfjórðungi ársins. Aldrei áður hefur forseti safnað eins miklu fé fyrir kosningar. Í heildina hafa framboðið og flokkurinn safnað um 308 milljónum dollara á þessu ári, jafnvirði rúmra 38 milljarða íslenskra króna, að sögn AP-fréttastofunnar. Innkoman á þriðja ársfjórðungi var verulega meiri en þær um sjötíu milljónir dollara sem Barack Obama safnaði á sama tímabili árið 2011. Repúblikanar eru sagðir ætla að nýta féð til að verja Trump fyrir rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum forsetans og kaup auglýsingar gegn demókrötum sem styðja hana. Ronna McDaniel Romney, formaður landsnefndar repúblikana, segir að árásir demókrata á forsetann hafi leitt til þess að stuðningsmenn hafi látið meira fé af hendi rakna en nokkru sinni áður. Markmið Trump-framboðsins er sagt að verja um milljarði dollara, jafnvirði um 124 milljarða króna, í að tryggja forsetanum endurkjör á næsta ári. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump þegar í ljós kom að uppljóstrari tilkynnti innri endurskoðanda leyniþjónustunnar um að Trump hefði misnotað vald sitt í símtali við erlendan þjóðarleiðtoga sem í ljós kom að var Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu. Hvíta húsið birti í kjölfarið samantekt um símtal Trump og Zelenskíj. Þar sást hvernig Trump bað Zelenskíj ítrekað um að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu sem varðar tölvupóstþjóna Demókrataflokksins. Skoðanakannanir benda að stuðningur við að Trump verði rannsakaður vegna mögulegra embættisbrota hafi aukist umtalsvert eftir að Úkraínumálið kom upp.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00
Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30
Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent