Vinnur mál vegna kaffiþyrstra grínista á rúntinum Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2019 13:22 Eddie Murphy og Jerry Seinfeld á rúntinum. Bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld hafði betur í höfundarréttarmáli sem höfðað var gegn honum vegna þáttanna Comedians in Cars Getting Coffee sem nú eru sýndir á Netflix. Gamall samstarfsfélagi Seinfeld höfðaði mál og sakaði hann um að hafa stolið hugmyndinni að þáttunum. Christian Charles hélt því fram fyrir dómi að hann hafi fyrst varpað fram hugmyndinni í samtali við Seinfeld árið 2002, heilum áratug áður en fyrsti þátturinn var sýndur. Í þáttunum fer Seinfeld á rúntinn með öðrum grínista, jafnan á fornbíl, og fá þeir sér svo kaffi þar sem þeir ræða saman um allt og ekkert. Margir af nafntoguðustu grínistum heims hafa verið gestir í þáttunum. Dómari við réttinn í New York sagði þegar dómurinn var kveðinn upp að Charles hafi beðið of lengi með að höfða málið. Fyrningartíminn væri þrjú ár samkvæmt lögum, en Charles hafði beðið í sex ár með að höfða mál.Ómerkileg hegðun Seinfeld Orin Snyder, lögmaður Seinfeld, segir dóminn marka fullnaðarsigur og sanna sakleysi skjólstæðings síns. Málið væri ekkert nema tilraun stefnanda til að komast yfir fé vegna mikilla vinsælda þáttanna. „Við erum fegin að dómurinn sá í gegnum háreystina.“ Charles sagði að hann hafi varpað fram hugmyndinni að þáttum – Tveir heimskir gaurar í heimskum bíl keyrandi í heimskan bæ – árið 2002, en þeir Seinfeld höfðu þá starfað saman frá árinu 1994. Charles leikstýrði kynningarþætti Comedians in Cars Getting Coffee í október 2011, en samstarfi þeirra Seinfeld lauk fljótlega eftir að Charles krafðist aukinna tekna og viðurkenningar. Peter Skolnik, lögmaður Charles, segir þá að sjálfsögðu vonsvikna með niðurstöðu dómsins. Þá gagnrýndi hann einnig það sem hann kallaði „hraksmánarlega“ og „ómerkilega“ hegðun Seinfeld í málinu. Bandaríkin Netflix Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld hafði betur í höfundarréttarmáli sem höfðað var gegn honum vegna þáttanna Comedians in Cars Getting Coffee sem nú eru sýndir á Netflix. Gamall samstarfsfélagi Seinfeld höfðaði mál og sakaði hann um að hafa stolið hugmyndinni að þáttunum. Christian Charles hélt því fram fyrir dómi að hann hafi fyrst varpað fram hugmyndinni í samtali við Seinfeld árið 2002, heilum áratug áður en fyrsti þátturinn var sýndur. Í þáttunum fer Seinfeld á rúntinn með öðrum grínista, jafnan á fornbíl, og fá þeir sér svo kaffi þar sem þeir ræða saman um allt og ekkert. Margir af nafntoguðustu grínistum heims hafa verið gestir í þáttunum. Dómari við réttinn í New York sagði þegar dómurinn var kveðinn upp að Charles hafi beðið of lengi með að höfða málið. Fyrningartíminn væri þrjú ár samkvæmt lögum, en Charles hafði beðið í sex ár með að höfða mál.Ómerkileg hegðun Seinfeld Orin Snyder, lögmaður Seinfeld, segir dóminn marka fullnaðarsigur og sanna sakleysi skjólstæðings síns. Málið væri ekkert nema tilraun stefnanda til að komast yfir fé vegna mikilla vinsælda þáttanna. „Við erum fegin að dómurinn sá í gegnum háreystina.“ Charles sagði að hann hafi varpað fram hugmyndinni að þáttum – Tveir heimskir gaurar í heimskum bíl keyrandi í heimskan bæ – árið 2002, en þeir Seinfeld höfðu þá starfað saman frá árinu 1994. Charles leikstýrði kynningarþætti Comedians in Cars Getting Coffee í október 2011, en samstarfi þeirra Seinfeld lauk fljótlega eftir að Charles krafðist aukinna tekna og viðurkenningar. Peter Skolnik, lögmaður Charles, segir þá að sjálfsögðu vonsvikna með niðurstöðu dómsins. Þá gagnrýndi hann einnig það sem hann kallaði „hraksmánarlega“ og „ómerkilega“ hegðun Seinfeld í málinu.
Bandaríkin Netflix Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira