Enski boltinn

Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Daði í leik með Reading
Jón Daði í leik með Reading Vísir/Sky Sports
Jón Daði hóf leikinn að venju á varamannabekk Millwall í dag. Undir lok fyrri hálfleiks kom Tom Bradshaw gestunum í Millwall yfir og eftir aðeins tíu mínútna leik í síðari hálfleik tvöfaldaði Jed Wallace forystuna með marki úr vítaspyrnu. Jón Daði kom svo inn af bekknum á 74. mínútu en eftir það seig á ógæfu hliðina hjá Millwall.

Joshua Dasilva minnkaði muninn fyrir Brentfort á 84. mínútu og fjórum mínútum síðar jafnaði Bryan Mbeumo metin. Það var svo Ollie Watkins sem tryggði Brentford dramatískan sigur í uppbótartíma eftir sendingu Mbeumo. Sigur Brentfort þýðir að þeir fara upp í 13. sæti B-deildarinnar með 15 stig á meðan Millwall er í því 17. með 14 stig.

Á Elland Road var Birmingham City í heimsókn. Eina mark leiksins skoraði Kalvin Phillips á 65. mínútu fyrir heimamenn í Leeds United og þar við sat. Leeds er komið upp í 2. sæti deildarinnar með 23 stig, tveimur minna en topplið West Bromwich Albion, á meðan Birmingham eru um miðja deild í 12. sæti  með 16 stig. 

Þá vann Stoke City sinn annan leik á tímabilinu en liðið lagði Fulham nokkuð örugglega 2-0 á heimavelli í dag. Tyrese Campbell og Lee Gregory, úr vítaspyrnu, með mörkin. Stoke þar með komið úr botnsæti deildarinnar en þeir eru sem stendur í 23. sæti með átta stig. Fulham er hins vegar í 10. sætinu með 19 stig, aðeins tveimur stigur frá Preston North End sem eru í 6. sætinu en það gefur sæti í umspili um sæti í ensku úrvalseildinni.

Önnur úrslit

Barnsley 1-1 Swansea City

Charlton Athletic 3-0 Derby County

Hull City 2-3 Queens Park Rangers

Luton Town 3-0 Bristol City

Middlesbrough 0-1 West Bromwich Albion

Reading 1-0 Preston North End


Tengdar fréttir

Huddersfield bjargaði stigi í Blackburn

Huddersfield náði í mikilvægt stig í fallbaráttunni í ensku Championship deildinni þegar liðið kom til baka og náði í jafntefli gegn Blackburn Rovers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×