Að dansa eða ekki dansa? Friðrik Agni Árnason skrifar 18. október 2019 17:10 Dansinn meðfæddur en bældur fyrir sumum? Tengist það að dansa einhverri berskjöldun? Af hverju er það: Ég dansa ekki, stelpur dansa? Ég er bara að velta ýmsu tengt dansi fyrir mér. Ekki skrítið þar sem samfélagið er sjúkt í dans. Bókstaflega. Það er dans út um allt. Það eru opin danskvöld í hverri viku í ólíkum dansstílum fyrir hinn almenna dansunnenda ;Salsa, Bachata, Kizomba, Tango ásamt því að það eru opnir tímar í Zumba og Jallabina í líkamsræktarstöðvum. Önnur þáttaröð af Allir geta dansað er að hefja göngu sína og Sporið á RÚV fór af stað með hvelli fyrir tveimur vikum. Það er ekki hægt að segja að það sé ekki áhugi fyrir dansi. En mér finnst samt sem áður enn þá vera eitthvað ,,tabú" fyrir karlmenn að viðurkenna að þeir hafi gaman af dansi. Alls ekki allir samt sem betur fer en ég er með dæmi: Kona tekur manninn sinn í óvænta heimsókn í World Class í hóptíma með mér. Það er Zumbatími og hann hefur ekki hugmynd um það fyrst. Hann áttar sig samt fljótt áður en tíminn byrjar að þetta sé danstími og hann segir við mig að hann sé að farast úr stressi og fer strax að svitna. Ég tala við hann aðeins í gríni og skynja að hann er virkilega í alvörunni stressaður. 99% konur í tímanum. Hann skimar í kringum sig mikið og er svona frekar órólegur. Hann ætlar samt að tækla þetta á hnefanum og ef hann er á lífi eftir tímann þá á hann skilið bjór. Auðvitað þarf að vera bjór. Konan var búinn að vara mig við fyrir tímann - hann kann ekki að dansa. Viti menn, þessi elska var alger danskóngur, kláraði tímann með stæl og hélt svei mér þá að hann myndi mæta aftur. Þú þarft nefnilega ekki að kunna að dansa til að dansa. Mér finnst ólíklegt að hann hafi uppgötvað bara akkúrat þarna í þessum tíma hve gaman það er að dansa. Ég vil allavega ekki taka allan heiðurinn. Það hlýtur að hafa verið einhver undirliggjandi gleði og áhugi innra með honum gagnvart dansi. Það bara var ekki búið að kveikja almennilega á honum. Þarna var hann kominn í öruggt umhverfi þar sem allir fá að dansa og vera eins og þeir eru. Enginn tími til að vera að spá hvort einhver sé góður dansari eða ekki. Þarna voru samt fyrir fram ákveðnar forsendur sem gerðu það að verkum að óöryggi mannsins við að dansa var til staðar. Eitthvað í samfélaginu; strákar dansa ekki, stelpur dansa! Konan búin að ákveða að engir danshæfileikar væru til í blessaða manninum. Með fullri virðingu fyrir akkúrat þessu pari og konu mannsins að sjálfsögðu en þetta er ekki einsdæmi. Við gefum okkur oft að miðaldra karlmenn bæði kunna ekki, geti ekki og vilji ekki dansa. Það er bara eitthvað stimplað inn í okkur. Ég segi það aftur að það þarf ekki að kunna að dansa til að dansa. Finnst einhverjum virkilega leiðinlegt að dansa í fullri einlægni? Eða er þetta óöryggi sem verður að hræðslu sem verður svo að fordómum jafnvel? Ef einhverjum finnst það virkilega þá er það gott og gilt svo sem en sú hugdetta er verulega fjarri mér. Ég skil að sumu fólki líður illa við aðstæðurnar og stressast hreinlega yfir því að dansa. Það er af því þeim líður eða hefur heyrt að það geti ekki dansað. En ég held að það snúist að miklu leyti einmitt um hvernig aðstæður við sköpum fyrir heildina. Ef við sköpum nógu uppbyggjandi umhverfi og umræðu almennt og sleppum þessu: Stelpur dansa gersamlega og tökum það alveg úr umferð. Hvað gerist þá? Margir karlmenn dansa sér til yndisauka. Á fjölmörgum stöðum í heiminum tíðkast það að dansa úti á götu og sums staðar jafnvel koma vinir saman, hlusta á tónlist og dansa saman. Þessu varð ég vitni að í miðausturlöndum og einnig hér á Íslandi þegar ég hitti unga hælisleitendur frá hinum ýmsu löndum. Við höfum dansað í þúsundir ára. Hér á norðurslóðum og í hinum vestræna heimi hefur bara einhver ofurkarlmennskumýta tekið yfir og fest sig í sessi í danssamhenginu. Stingum henni í vasann og hristum á okkur skrokkinn þessa helgina og segjum: Ég dansa, allir dansa! Þessi pistill á alls ekki að ráðast gegn einum né neinum og ég geri mér fulla grein fyrir því að margir karlmenn dansa. Mörg pör fara saman í danstíma. Ég held bara samt að við getum gert betur. Við getum eflt karlmennina okkar enn meira og oftar því ég held að við fáum margt gott úr því. Sjáumst á dansgólfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dans Friðrik Agni Árnason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Dansinn meðfæddur en bældur fyrir sumum? Tengist það að dansa einhverri berskjöldun? Af hverju er það: Ég dansa ekki, stelpur dansa? Ég er bara að velta ýmsu tengt dansi fyrir mér. Ekki skrítið þar sem samfélagið er sjúkt í dans. Bókstaflega. Það er dans út um allt. Það eru opin danskvöld í hverri viku í ólíkum dansstílum fyrir hinn almenna dansunnenda ;Salsa, Bachata, Kizomba, Tango ásamt því að það eru opnir tímar í Zumba og Jallabina í líkamsræktarstöðvum. Önnur þáttaröð af Allir geta dansað er að hefja göngu sína og Sporið á RÚV fór af stað með hvelli fyrir tveimur vikum. Það er ekki hægt að segja að það sé ekki áhugi fyrir dansi. En mér finnst samt sem áður enn þá vera eitthvað ,,tabú" fyrir karlmenn að viðurkenna að þeir hafi gaman af dansi. Alls ekki allir samt sem betur fer en ég er með dæmi: Kona tekur manninn sinn í óvænta heimsókn í World Class í hóptíma með mér. Það er Zumbatími og hann hefur ekki hugmynd um það fyrst. Hann áttar sig samt fljótt áður en tíminn byrjar að þetta sé danstími og hann segir við mig að hann sé að farast úr stressi og fer strax að svitna. Ég tala við hann aðeins í gríni og skynja að hann er virkilega í alvörunni stressaður. 99% konur í tímanum. Hann skimar í kringum sig mikið og er svona frekar órólegur. Hann ætlar samt að tækla þetta á hnefanum og ef hann er á lífi eftir tímann þá á hann skilið bjór. Auðvitað þarf að vera bjór. Konan var búinn að vara mig við fyrir tímann - hann kann ekki að dansa. Viti menn, þessi elska var alger danskóngur, kláraði tímann með stæl og hélt svei mér þá að hann myndi mæta aftur. Þú þarft nefnilega ekki að kunna að dansa til að dansa. Mér finnst ólíklegt að hann hafi uppgötvað bara akkúrat þarna í þessum tíma hve gaman það er að dansa. Ég vil allavega ekki taka allan heiðurinn. Það hlýtur að hafa verið einhver undirliggjandi gleði og áhugi innra með honum gagnvart dansi. Það bara var ekki búið að kveikja almennilega á honum. Þarna var hann kominn í öruggt umhverfi þar sem allir fá að dansa og vera eins og þeir eru. Enginn tími til að vera að spá hvort einhver sé góður dansari eða ekki. Þarna voru samt fyrir fram ákveðnar forsendur sem gerðu það að verkum að óöryggi mannsins við að dansa var til staðar. Eitthvað í samfélaginu; strákar dansa ekki, stelpur dansa! Konan búin að ákveða að engir danshæfileikar væru til í blessaða manninum. Með fullri virðingu fyrir akkúrat þessu pari og konu mannsins að sjálfsögðu en þetta er ekki einsdæmi. Við gefum okkur oft að miðaldra karlmenn bæði kunna ekki, geti ekki og vilji ekki dansa. Það er bara eitthvað stimplað inn í okkur. Ég segi það aftur að það þarf ekki að kunna að dansa til að dansa. Finnst einhverjum virkilega leiðinlegt að dansa í fullri einlægni? Eða er þetta óöryggi sem verður að hræðslu sem verður svo að fordómum jafnvel? Ef einhverjum finnst það virkilega þá er það gott og gilt svo sem en sú hugdetta er verulega fjarri mér. Ég skil að sumu fólki líður illa við aðstæðurnar og stressast hreinlega yfir því að dansa. Það er af því þeim líður eða hefur heyrt að það geti ekki dansað. En ég held að það snúist að miklu leyti einmitt um hvernig aðstæður við sköpum fyrir heildina. Ef við sköpum nógu uppbyggjandi umhverfi og umræðu almennt og sleppum þessu: Stelpur dansa gersamlega og tökum það alveg úr umferð. Hvað gerist þá? Margir karlmenn dansa sér til yndisauka. Á fjölmörgum stöðum í heiminum tíðkast það að dansa úti á götu og sums staðar jafnvel koma vinir saman, hlusta á tónlist og dansa saman. Þessu varð ég vitni að í miðausturlöndum og einnig hér á Íslandi þegar ég hitti unga hælisleitendur frá hinum ýmsu löndum. Við höfum dansað í þúsundir ára. Hér á norðurslóðum og í hinum vestræna heimi hefur bara einhver ofurkarlmennskumýta tekið yfir og fest sig í sessi í danssamhenginu. Stingum henni í vasann og hristum á okkur skrokkinn þessa helgina og segjum: Ég dansa, allir dansa! Þessi pistill á alls ekki að ráðast gegn einum né neinum og ég geri mér fulla grein fyrir því að margir karlmenn dansa. Mörg pör fara saman í danstíma. Ég held bara samt að við getum gert betur. Við getum eflt karlmennina okkar enn meira og oftar því ég held að við fáum margt gott úr því. Sjáumst á dansgólfinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun