Mattis hæddist að Trump Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2019 12:05 James Mattis. AP/Mary Altaffer James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hæddist að Donald Trump í gærkvöldi. Það gerði hann eftir að forsetinn kallaði Mattis „ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar á undarlegum fundi í Hvíta húsinu í fyrradag. Þar gagnrýndi Trump sinn fyrrverandi varnarmálaráðherra og sagði hann ekki hafa verið nógu harðan í horn að taka.Sjá einnig: Sagan á bakvið myndina umdeilduÍ ræðu á góðgerðarviðburði í New York í gær sagðist Mattis ánægður með að Trump hefði sagt sig vera ofmetinn. Hann hefði sagt það sama um leikkonuna Meryl Streep. „Ætli það geri mig ekki að Meryl Streep hershöfðingjanna,“ sagði Mattis. „Það hljómar nokkuð vel, finnst mér:“ Það næsta sem Mattis sagði um Trump, er erfitt að þýða yfir á íslensku svo það haldi samhengi sínu. Mattis sagði í ræðu sinni að hann hefði verið spurður hvort ummæli forsetans færu fyrir brjóstið á honum. Hann sagði svo ekki vera. Hann hefði unnið fyrir sporum sínum, eða „spurs“, á vígvöllum. Donald Trump hefðu fengið sína spora í bréfi frá lækni. Eins og frægt er komst Trump hjá herskyldu í Víetnam stríðinu með því að fá læknisleyfi frá herskyldu vegna hælspora, sem á ensku kallast „bonespurs“. Það að vinna sér inn spora sína (e. Earn your spurs) er gamalt máltæki varðandi það að sanna sig. Innan herafla Bandaríkjanna má rekja rætur þess til riddaraliðsins. Mattis var þó ekki hættur að hæðast að Trump. Hann sagðist viss um að eini meðlimur herafla Bandaríkjanna sem Trump taldi ekki vera ofmetinn væri Sanders offursti. Colonel Harland David Sanders var, eins og margir vita ef til vill, stofnandi Kentucky Fried Chicken. Hann var þó ekki í rauninni offursti og var titill hans heiðursnafnbót sem veitt var af ríkisstjóra Kentucky. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mattis hættir sem varnarmálaráðherra Samband hans og Trump hefur þó beðið hnekki að undanförnu og var hann verulega andsnúinn ákvörðun Trump að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi. 20. desember 2018 22:37 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hæddist að Donald Trump í gærkvöldi. Það gerði hann eftir að forsetinn kallaði Mattis „ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar á undarlegum fundi í Hvíta húsinu í fyrradag. Þar gagnrýndi Trump sinn fyrrverandi varnarmálaráðherra og sagði hann ekki hafa verið nógu harðan í horn að taka.Sjá einnig: Sagan á bakvið myndina umdeilduÍ ræðu á góðgerðarviðburði í New York í gær sagðist Mattis ánægður með að Trump hefði sagt sig vera ofmetinn. Hann hefði sagt það sama um leikkonuna Meryl Streep. „Ætli það geri mig ekki að Meryl Streep hershöfðingjanna,“ sagði Mattis. „Það hljómar nokkuð vel, finnst mér:“ Það næsta sem Mattis sagði um Trump, er erfitt að þýða yfir á íslensku svo það haldi samhengi sínu. Mattis sagði í ræðu sinni að hann hefði verið spurður hvort ummæli forsetans færu fyrir brjóstið á honum. Hann sagði svo ekki vera. Hann hefði unnið fyrir sporum sínum, eða „spurs“, á vígvöllum. Donald Trump hefðu fengið sína spora í bréfi frá lækni. Eins og frægt er komst Trump hjá herskyldu í Víetnam stríðinu með því að fá læknisleyfi frá herskyldu vegna hælspora, sem á ensku kallast „bonespurs“. Það að vinna sér inn spora sína (e. Earn your spurs) er gamalt máltæki varðandi það að sanna sig. Innan herafla Bandaríkjanna má rekja rætur þess til riddaraliðsins. Mattis var þó ekki hættur að hæðast að Trump. Hann sagðist viss um að eini meðlimur herafla Bandaríkjanna sem Trump taldi ekki vera ofmetinn væri Sanders offursti. Colonel Harland David Sanders var, eins og margir vita ef til vill, stofnandi Kentucky Fried Chicken. Hann var þó ekki í rauninni offursti og var titill hans heiðursnafnbót sem veitt var af ríkisstjóra Kentucky.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mattis hættir sem varnarmálaráðherra Samband hans og Trump hefur þó beðið hnekki að undanförnu og var hann verulega andsnúinn ákvörðun Trump að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi. 20. desember 2018 22:37 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Mattis hættir sem varnarmálaráðherra Samband hans og Trump hefur þó beðið hnekki að undanförnu og var hann verulega andsnúinn ákvörðun Trump að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi. 20. desember 2018 22:37
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent