Kviknaði í bílnum 86 klukkutímum eftir að rafhlaðan varð fyrir tjóni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2019 11:15 Rafbíll í hleðslu. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Kviknað getur í rafhlöðu rafmagnsbíla allt að 120 klukkutímum eftir að hún verður fyrir tjóni. Dæmi er um það hér á landi að rafhlaða hafi laskast og ekki kviknað í bílnum fyrr en 86 klukkutímum síðar. Ekki er þó meiri hætta á að kvikni í rafmagnsbílum en bensín- eða dísilbílum. Þetta kom fram í máli Einars Bergmanns Sveinssonar fagstjóra á forvarnarsviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Vernharðs Guðnasonar deildarstjóra á aðgerðarsviði slökkviliðsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu þar mögulega eldhættu sem stafar af rafbílum og viðbrögð slökkviliðs í þeim efnum. Þeir kannast þó ekki við að meiri eldhætta stafi af rafmagnsbílum en öðrum tegundum bíla. „[…] en það er sannarlega erfiðara að eiga við eld í rafmagnsbíl, það er að segja ef eldurinn er í stóru rafhlöðunni sem knýr bílinn. Það eru mörg vandamál sem fylgja því, einfaldlega vegna þess að rafhlaðan framleiðir sitt eigið súrefni, hún býr til sitt eigið eldsneyti, þannig að hún viðheldur eldinum og orkunni sem útleysist í rafhlöðunni sem er gríðarlega mikið og það er mjög flókið og erfitt að slökkva þannig eld,“ sagði Vernharð.Vernharð Guðnason deildarstjóri á aðgerasviði SHSVísir/BaldurGrípa þurfi til sérstakra aðgerða til að slökkva eld af þessari gerð. „Það sem dugar best í að slökkva í þessum stóru rafhlöðum sem eru í rafbílum, og ég veit til þess að nokkur slökkvilið eru búin að útbúa sig þannig, það er stór gámur sem þeir fylla af vatni og svo er flakið bara híft ofan í. Sett í sundlaug,“ sagði Vernharð. Þá benti Einar á að fylgjast þurfi vel með rafhlöðum bílanna ef þær verða fyrir hnjaski. Þá kvikni yfirleitt ekki skyndilega í rafhlöðunum heldur byrji ferlið á hitamyndun. Þá fari af stað keðjuverkun og á einhverjum tímapunkti blossi eldurinn svo upp. „Um leið og rafhlaðan verður fyrir tjóni þá er alltaf möguleiki á að hún kveiki í sér sjálf í allt að 120 klukkutíma á eftir. Við höfum séð dæmi hér heima að þegar rafhlaða hefur orðið fyrir tjóni að það kvikni í henni 86 tímum seinna. […] Þannig að menn verða að vara sig með það. Og þeir [bílarnir] kannski settir inn í hús eða annað og þá er náttúrulega hætta á að þeir kveiki í sér og kveiki í húsinu.“Aðstæður heima fyrir aðaláhyggjuefnið Báðir bentu Vernharð og Einar á að ekki væri að merkja hærri tíðni í þessum efnum meðal rafmagnsbíla. Þannig vísaði Vernharð í rannsókn sem gerð var í Noregi, þar sem fram kom að mun algengara væri að kviknaði í hefðbundnum bensín- og dísilbílum en rafmagnsbílum. „Við höfum engar áhyggjur af því, „per se“, við höfum miklu meiri áhyggjur af því sem Einar var að tala um, það er hvernig fólk umgengst þetta. Hvernig það er að hlaða bílana sína og slíkt, það er áhyggjuefni.“ Einar tók í sama streng. „Við höfum séð að búnaður sem þau [hleðslutækin] tengja við, tenglarnir á veggjum og stofnstrengir og annað inni í húsnæði, þar er vandamálið. Það eru gamlir stofnstrengir og gamall búnaður. Ef menn eru að setja þetta upp í dag þá er það yfirleitt sett upp rétt og vel af fagmönnum. En þegar menn tengja við í fjölbýlishúsi þar sem eru kannski þrír tenglar í bílakjallara og það er bara tengt við þá þrjá og fimmtán metra snúrur og annað, þá förum við að hafa áhyggjur,“ sagði Einar.Hlusta má á viðtalið við þá Vernharð og Einar í spilaranum hér að neðan. Bílar Bítið Slökkvilið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Kviknað getur í rafhlöðu rafmagnsbíla allt að 120 klukkutímum eftir að hún verður fyrir tjóni. Dæmi er um það hér á landi að rafhlaða hafi laskast og ekki kviknað í bílnum fyrr en 86 klukkutímum síðar. Ekki er þó meiri hætta á að kvikni í rafmagnsbílum en bensín- eða dísilbílum. Þetta kom fram í máli Einars Bergmanns Sveinssonar fagstjóra á forvarnarsviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Vernharðs Guðnasonar deildarstjóra á aðgerðarsviði slökkviliðsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu þar mögulega eldhættu sem stafar af rafbílum og viðbrögð slökkviliðs í þeim efnum. Þeir kannast þó ekki við að meiri eldhætta stafi af rafmagnsbílum en öðrum tegundum bíla. „[…] en það er sannarlega erfiðara að eiga við eld í rafmagnsbíl, það er að segja ef eldurinn er í stóru rafhlöðunni sem knýr bílinn. Það eru mörg vandamál sem fylgja því, einfaldlega vegna þess að rafhlaðan framleiðir sitt eigið súrefni, hún býr til sitt eigið eldsneyti, þannig að hún viðheldur eldinum og orkunni sem útleysist í rafhlöðunni sem er gríðarlega mikið og það er mjög flókið og erfitt að slökkva þannig eld,“ sagði Vernharð.Vernharð Guðnason deildarstjóri á aðgerasviði SHSVísir/BaldurGrípa þurfi til sérstakra aðgerða til að slökkva eld af þessari gerð. „Það sem dugar best í að slökkva í þessum stóru rafhlöðum sem eru í rafbílum, og ég veit til þess að nokkur slökkvilið eru búin að útbúa sig þannig, það er stór gámur sem þeir fylla af vatni og svo er flakið bara híft ofan í. Sett í sundlaug,“ sagði Vernharð. Þá benti Einar á að fylgjast þurfi vel með rafhlöðum bílanna ef þær verða fyrir hnjaski. Þá kvikni yfirleitt ekki skyndilega í rafhlöðunum heldur byrji ferlið á hitamyndun. Þá fari af stað keðjuverkun og á einhverjum tímapunkti blossi eldurinn svo upp. „Um leið og rafhlaðan verður fyrir tjóni þá er alltaf möguleiki á að hún kveiki í sér sjálf í allt að 120 klukkutíma á eftir. Við höfum séð dæmi hér heima að þegar rafhlaða hefur orðið fyrir tjóni að það kvikni í henni 86 tímum seinna. […] Þannig að menn verða að vara sig með það. Og þeir [bílarnir] kannski settir inn í hús eða annað og þá er náttúrulega hætta á að þeir kveiki í sér og kveiki í húsinu.“Aðstæður heima fyrir aðaláhyggjuefnið Báðir bentu Vernharð og Einar á að ekki væri að merkja hærri tíðni í þessum efnum meðal rafmagnsbíla. Þannig vísaði Vernharð í rannsókn sem gerð var í Noregi, þar sem fram kom að mun algengara væri að kviknaði í hefðbundnum bensín- og dísilbílum en rafmagnsbílum. „Við höfum engar áhyggjur af því, „per se“, við höfum miklu meiri áhyggjur af því sem Einar var að tala um, það er hvernig fólk umgengst þetta. Hvernig það er að hlaða bílana sína og slíkt, það er áhyggjuefni.“ Einar tók í sama streng. „Við höfum séð að búnaður sem þau [hleðslutækin] tengja við, tenglarnir á veggjum og stofnstrengir og annað inni í húsnæði, þar er vandamálið. Það eru gamlir stofnstrengir og gamall búnaður. Ef menn eru að setja þetta upp í dag þá er það yfirleitt sett upp rétt og vel af fagmönnum. En þegar menn tengja við í fjölbýlishúsi þar sem eru kannski þrír tenglar í bílakjallara og það er bara tengt við þá þrjá og fimmtán metra snúrur og annað, þá förum við að hafa áhyggjur,“ sagði Einar.Hlusta má á viðtalið við þá Vernharð og Einar í spilaranum hér að neðan.
Bílar Bítið Slökkvilið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent