Enski boltinn

Özil þreyttur á því að slæmt gengi sé alltaf honum að kenna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mesut Özil
Mesut Özil vísir/getty
Mesut Özil er ósáttur við að honum sé alltaf kennt um ef illa gengur hjá Arsenal.

Hinn 31 árs Özil skrifaði nýlega undir framlengingu á samningi sínum við Arsenal og verður í herbúðum félagsins til 2021.

Hann hefur hins vegar ekki fengið mikinn spilatíma það sem af er tímabilinu.

„Það er alltaf þannig að fyrrum leikmaður er í sjónvarpinu að gagnrýna mig. Svo halda hinir áfram á sömu braut og þetta fer inn í heilann á öllum,“ sagði Özil.

„Ef við stöndum okkur ekki vel í stóru leikjunum, þá er það alltaf mér að kenna. Ef það er satt, hvernig útskýrið þið þá úrslitin úr stóru leikjunum þar sem ég var ekki með? Það er ekki mikill munur þar á.“

„Ég veit að fólk býst við meiru af mér, að ég stjórni spilinu meira og skipti meira máli, ég ætlast líka til þess, en þetta er ekki svo einfalt.“

„Ég er ekki eini leikmaðurinn í liðinu, og svo er það líka bara þannig að sumir andstæðingar eru einfaldlega betri en við,“ sagði Þjóðverjinn.

Arsenal mætir nýliðum Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×