Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 93-81 | Stólarnir stöðvuðu Stjörnuhraðlestina Anton Ingi Leifsson skrifar 17. október 2019 21:00 Ægir Þór Steinarsson vísir/bára Tindastóll er komið upp að hlið Stjörnunnar í Dominos-deild karla eftir sigur í viðureign liðanna í Síkinu í kvöld, 93-81. Stólarnir voru þrettán stigum yfir í hálfleik 51-38 og í síðari hálfleiknum var svipað uppi á teningnum. Það var kraftur í Garðbæingum fyrstu mínúturnar og þeir voru að hirða sóknarfráköst sem gáfu þeim auðveld stig. Við innkomu Axels Kárason og Péturs Rúnar Birgissonar af bekknum kom allt önnur dínamík í lið Stólanna. Þeir grýttu niður þristum næstu mínútur og komust yfir. Þeir skoruðu 26 stig í fyrsta leikhlutanum og voru 26-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Þeir héldu áfram að keyra yfir Stjörnumenn sem gekk ekkert að halda aftur af Stólunum. Aftur á móti var sóknarleikur Stjörnunnar ekkert sérstakur. Á tímabili var mikið óðagot á honum og þeir köstuðu boltanum auðveldlega frá sér en Tindastóll var þrettán stigum yfir í hálfleik, 51-38. Þriðji leikhlutinn var svipaður. Stjörnumenn vildu keyra upp hraðann en voru ekki nægilega duglegir að verjast og þeir voru því enn tíu stigum undir er þriðji leikhlutinn var allur. Gestirnir úr Garðabæ voru þó ekki hættir. Hægt og rólega minnkuðu þeir muninn og þegar fjórar mínútur voru eftir minnkuðu þeir muninn í tvö stig en nær komust þeir ekki. Þá vöknuðu Stólarnir aftur. Þeir skoruðu sjö stig í röð og komu muninum í níu stig er tvær mínútur voru eftir. Stjarnan kom ekki til baka úr því og lokatölur, 93-81.Viðar og félagar unnu góðan sigur í kvöld.vísir/báraAfhverju vann Tindastóll? Barátta, neisti og vilji í fyrri hálfleik og Stólarnir uppskáru eftir því. Það var mikill neisti í liði þeirra í fyrri hálfleik og þeir bjuggu til forskot sem þeir létu aldrei af hendi. Sóknarleikurinn gekk eins og smurð vél á meðan varnarleikurinn var ágætur. Það dugði til í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Gerel Simmons. Vá og aftur vá. Stórkostlegur í kvöld. Skoraði 35 stig og tók á skarið þegar Stólarnir voru í vandræðum. Sinisa Bilic átti einnig mjög góðan leik hjá Stólunum; gerði 24 stig og tók sjö fráköst. Hjá Stjörnumönnum var það Nikolas Tomsick sem var stigahæstur. Hann gerði 25 stig og dró vagninn í síðari hálfleik eftir dapra byrjun á leiknum. Jamar Bala kom næstur með fjórtán stig.Hvað gekk illa? Eftir ágætis upphafsmínútur tókst Stjörnumönnum illa að temja Stólanna varnarlega. Hlynur Bæringsson er á meiðslalistanum og það hjálpaði ekki varnarleik Stjörnunnar. Þeir fengu á sig 51 stig í fyrri hálfleiknum og það segir sitt. Stjörnumenn náðu einnig aldrei að jafna metin og komist upp úr holunni sem þeir grófu sér í fyrri hálfleiknum.Hvað gerist næst? Í næstu viku fá Stjörnumenn Keflvíkinga í heimsókn á föstudagskvöldið en Stólarnir fara í Origo-höllina og mæta Valsmönnum á fimmtudag. Dominos-deild karla
Tindastóll er komið upp að hlið Stjörnunnar í Dominos-deild karla eftir sigur í viðureign liðanna í Síkinu í kvöld, 93-81. Stólarnir voru þrettán stigum yfir í hálfleik 51-38 og í síðari hálfleiknum var svipað uppi á teningnum. Það var kraftur í Garðbæingum fyrstu mínúturnar og þeir voru að hirða sóknarfráköst sem gáfu þeim auðveld stig. Við innkomu Axels Kárason og Péturs Rúnar Birgissonar af bekknum kom allt önnur dínamík í lið Stólanna. Þeir grýttu niður þristum næstu mínútur og komust yfir. Þeir skoruðu 26 stig í fyrsta leikhlutanum og voru 26-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Þeir héldu áfram að keyra yfir Stjörnumenn sem gekk ekkert að halda aftur af Stólunum. Aftur á móti var sóknarleikur Stjörnunnar ekkert sérstakur. Á tímabili var mikið óðagot á honum og þeir köstuðu boltanum auðveldlega frá sér en Tindastóll var þrettán stigum yfir í hálfleik, 51-38. Þriðji leikhlutinn var svipaður. Stjörnumenn vildu keyra upp hraðann en voru ekki nægilega duglegir að verjast og þeir voru því enn tíu stigum undir er þriðji leikhlutinn var allur. Gestirnir úr Garðabæ voru þó ekki hættir. Hægt og rólega minnkuðu þeir muninn og þegar fjórar mínútur voru eftir minnkuðu þeir muninn í tvö stig en nær komust þeir ekki. Þá vöknuðu Stólarnir aftur. Þeir skoruðu sjö stig í röð og komu muninum í níu stig er tvær mínútur voru eftir. Stjarnan kom ekki til baka úr því og lokatölur, 93-81.Viðar og félagar unnu góðan sigur í kvöld.vísir/báraAfhverju vann Tindastóll? Barátta, neisti og vilji í fyrri hálfleik og Stólarnir uppskáru eftir því. Það var mikill neisti í liði þeirra í fyrri hálfleik og þeir bjuggu til forskot sem þeir létu aldrei af hendi. Sóknarleikurinn gekk eins og smurð vél á meðan varnarleikurinn var ágætur. Það dugði til í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Gerel Simmons. Vá og aftur vá. Stórkostlegur í kvöld. Skoraði 35 stig og tók á skarið þegar Stólarnir voru í vandræðum. Sinisa Bilic átti einnig mjög góðan leik hjá Stólunum; gerði 24 stig og tók sjö fráköst. Hjá Stjörnumönnum var það Nikolas Tomsick sem var stigahæstur. Hann gerði 25 stig og dró vagninn í síðari hálfleik eftir dapra byrjun á leiknum. Jamar Bala kom næstur með fjórtán stig.Hvað gekk illa? Eftir ágætis upphafsmínútur tókst Stjörnumönnum illa að temja Stólanna varnarlega. Hlynur Bæringsson er á meiðslalistanum og það hjálpaði ekki varnarleik Stjörnunnar. Þeir fengu á sig 51 stig í fyrri hálfleiknum og það segir sitt. Stjörnumenn náðu einnig aldrei að jafna metin og komist upp úr holunni sem þeir grófu sér í fyrri hálfleiknum.Hvað gerist næst? Í næstu viku fá Stjörnumenn Keflvíkinga í heimsókn á föstudagskvöldið en Stólarnir fara í Origo-höllina og mæta Valsmönnum á fimmtudag.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum