Samningur um meðferðarstofnun í Krýsuvík til endurskoðunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. október 2019 12:15 Meðferðarheimili Krýsuvíkursamtakanna er rekið í Krýsuvík Vísir Félagsmálaráðherra hefur samning Krýsuvíkursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið í Krýsuvík til endurskoðunar. Ungu maður svipti sig lífi í húsnæði meðferðarheimilisins nýverið en enginn starfsmaður var á staðnum þegar komið var að honum. Krýsuvíkursamtökin hafa rekið meðferðarheimili fyrir átján einstaklinga í Krýsuvík. Um langtímaþjónustu er að ræða fyrir fólk með áfengis- eða vímuefnavanda. Skjólstæðingar eiga það sameiginlega að hafa reynt bata en ekki tekist. Málefni meðferðarheimilisins voru mikið í umræðunni á síðasta ári sem DV fjallaði ítarlega um. Þar voru bornar upp sakir um fjármálaóreiðu, óttastjórnun og óeðlileg samskipti þáverandi forstöðumanns og annarra starfsmanna við skjólstæðinga. Engin heilbrigðismenntaður starfsmaður vinnur á meðferðarstöðinni og eru starfsmenn einungis við á dagvinnutíma. Það er að eftir klukkan fjögur síðdegis og til klukkan átta að morgni, á virkum dögum og um helgar eru skjólstæðingar einir í húsinu. Krýsuvíkursamtökin hafa fengið 120 milljónir til reksturs heimilisins frá hinu opinbera. Nýverið svipti ungur maður sig lífi á staðnum. Enginn starfsmaður var til staðar og komu aðrir skjólstæðingar að honum. Andlátið var hvorki tilkynnt til Landlæknisembættisins né heilbrigðis- eða félagsmálayfirvalda. Landlæknisembættið gerði úttekt á meðferðarheimilinu árið 2016 og í niðurstöðum var meðal annars sett út á mönnun, sem þótti ófullnægjandi sem og vinnulag varðandi gæði og öryggi. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að enginn starfsmaður væri til staðar utan dagvinnu tíma og fyrirkomulagið sagt óásættanlegt. Fréttastofan hefur skoðað málefni meðferðarheimilisins síðustu daga og ekki liggur fyrir að brugðist hafi verið við athugasemdum Landlæknis. Í svari upplýsingarfulltrúa Landlæknisembættisins, til fréttastofu, kemur fram að í dag sé meðferðarstöðin álitin félagslegt úrræði en ekki heilbrigðisstofnun og því sé ekkert eftirlit á vegum heilbrigðisyfirvalda. Vegna þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið vegna rekstursins meðferðarheimilisins hafa yfirvöld aðeins gert skammtímasamning við Krýsuvíkursamtökin. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra undirritaði samkomulag um áframhaldandi rekstur í lok júní, sem gildir til loka þessa árs. Endurskoðun hann á að fara fram nú í október. Félagsmál Fíkn Grindavík Heilbrigðismál Meðferðarheimili Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur samning Krýsuvíkursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið í Krýsuvík til endurskoðunar. Ungu maður svipti sig lífi í húsnæði meðferðarheimilisins nýverið en enginn starfsmaður var á staðnum þegar komið var að honum. Krýsuvíkursamtökin hafa rekið meðferðarheimili fyrir átján einstaklinga í Krýsuvík. Um langtímaþjónustu er að ræða fyrir fólk með áfengis- eða vímuefnavanda. Skjólstæðingar eiga það sameiginlega að hafa reynt bata en ekki tekist. Málefni meðferðarheimilisins voru mikið í umræðunni á síðasta ári sem DV fjallaði ítarlega um. Þar voru bornar upp sakir um fjármálaóreiðu, óttastjórnun og óeðlileg samskipti þáverandi forstöðumanns og annarra starfsmanna við skjólstæðinga. Engin heilbrigðismenntaður starfsmaður vinnur á meðferðarstöðinni og eru starfsmenn einungis við á dagvinnutíma. Það er að eftir klukkan fjögur síðdegis og til klukkan átta að morgni, á virkum dögum og um helgar eru skjólstæðingar einir í húsinu. Krýsuvíkursamtökin hafa fengið 120 milljónir til reksturs heimilisins frá hinu opinbera. Nýverið svipti ungur maður sig lífi á staðnum. Enginn starfsmaður var til staðar og komu aðrir skjólstæðingar að honum. Andlátið var hvorki tilkynnt til Landlæknisembættisins né heilbrigðis- eða félagsmálayfirvalda. Landlæknisembættið gerði úttekt á meðferðarheimilinu árið 2016 og í niðurstöðum var meðal annars sett út á mönnun, sem þótti ófullnægjandi sem og vinnulag varðandi gæði og öryggi. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að enginn starfsmaður væri til staðar utan dagvinnu tíma og fyrirkomulagið sagt óásættanlegt. Fréttastofan hefur skoðað málefni meðferðarheimilisins síðustu daga og ekki liggur fyrir að brugðist hafi verið við athugasemdum Landlæknis. Í svari upplýsingarfulltrúa Landlæknisembættisins, til fréttastofu, kemur fram að í dag sé meðferðarstöðin álitin félagslegt úrræði en ekki heilbrigðisstofnun og því sé ekkert eftirlit á vegum heilbrigðisyfirvalda. Vegna þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið vegna rekstursins meðferðarheimilisins hafa yfirvöld aðeins gert skammtímasamning við Krýsuvíkursamtökin. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra undirritaði samkomulag um áframhaldandi rekstur í lok júní, sem gildir til loka þessa árs. Endurskoðun hann á að fara fram nú í október.
Félagsmál Fíkn Grindavík Heilbrigðismál Meðferðarheimili Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira