Rauðir, gulir og grænir útúrsnúningar Dags Vigdís Hauksdóttir skrifar 16. október 2019 14:02 Það er hreint með ólíkindum hvernig Dagur B. Eggertsson er að snúa út úr fyrir kjörnum fulltrúum og blaðamönnum!!! Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Dagur reynir að gera lítið úr samstarfsfélögum sínum með því að blanda inn í umræðuna einhverju sem tengist málinu bara hreint ekki neitt. Umræðan snerist nefnilega um útboð vegna rammasamnings um stýribúnað umferðarljósa. Ekki um liti á umferðarljósum! Borgarstjóri dettur alltaf í sandkassanum! Málið snýst um að borgarstjóri er að fara fram úr sér, enda er hann búinn að sníða rammasamninginn um bættar ljósastýringar með búnaði í huga frá fyrirtækinu sem sér um búnaðinn nú þegar. Við vitum öll hvernig sá búnaður hefur virkað, eða ekki virkað. Öllu alvarlegra er að rammasamningurinn er eingöngu á vegum Reykjavíkurborgar en ekki á vegum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eins og lagt var upp með í samgöngusamningi sveitarfélaganna. Þarna er borgarstjóri að taka fram fyrir hendurnar á Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mér leikur forvitni á að vita hvað Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SSH, og Vegagerðin segir um þetta mál?Í öllu falli ósiðlegt Með öðrum orðum er meirihlutinn að stýra því hvaða fyrirtæki fær verkefnið - sem er í öllu falli ósiðlegt enda verkefni upp á marga milljarða, en Reykjavíkurborg ber að gæta þess að jafnræðis sé gætt þegar farið er í útboð. Verkefnið er sameiginlegt og Reykjavíkurborg á ekki að standa í þessu einhliða en ég tel að þetta sé brot á samgöngusamningum. Samningsaðilar hljóta að setja spurningarmerki við þessi vinnubrögð, þ.e. sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið. Athygli vekur að þetta er sami meirihluti og hingað til hefur verið á móti bættri ljósastýringu, en meirihlutinn sagði ítrekað með borgarstjóra í forsvari að ljósastýringar í Reykjavík væru í fínu lagi og ekki væri hægt að bæta umferðarflæðið með bættum ljósastýringum. Þetta sagði meirihlutinn á fundum fyrir kosningar, m.a. við kjósendur. Nú virðist sem annað hljóð sé komið í strokkinn hjá þessum viðreista borgarstjóra!!!Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það er hreint með ólíkindum hvernig Dagur B. Eggertsson er að snúa út úr fyrir kjörnum fulltrúum og blaðamönnum!!! Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Dagur reynir að gera lítið úr samstarfsfélögum sínum með því að blanda inn í umræðuna einhverju sem tengist málinu bara hreint ekki neitt. Umræðan snerist nefnilega um útboð vegna rammasamnings um stýribúnað umferðarljósa. Ekki um liti á umferðarljósum! Borgarstjóri dettur alltaf í sandkassanum! Málið snýst um að borgarstjóri er að fara fram úr sér, enda er hann búinn að sníða rammasamninginn um bættar ljósastýringar með búnaði í huga frá fyrirtækinu sem sér um búnaðinn nú þegar. Við vitum öll hvernig sá búnaður hefur virkað, eða ekki virkað. Öllu alvarlegra er að rammasamningurinn er eingöngu á vegum Reykjavíkurborgar en ekki á vegum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eins og lagt var upp með í samgöngusamningi sveitarfélaganna. Þarna er borgarstjóri að taka fram fyrir hendurnar á Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mér leikur forvitni á að vita hvað Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SSH, og Vegagerðin segir um þetta mál?Í öllu falli ósiðlegt Með öðrum orðum er meirihlutinn að stýra því hvaða fyrirtæki fær verkefnið - sem er í öllu falli ósiðlegt enda verkefni upp á marga milljarða, en Reykjavíkurborg ber að gæta þess að jafnræðis sé gætt þegar farið er í útboð. Verkefnið er sameiginlegt og Reykjavíkurborg á ekki að standa í þessu einhliða en ég tel að þetta sé brot á samgöngusamningum. Samningsaðilar hljóta að setja spurningarmerki við þessi vinnubrögð, þ.e. sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið. Athygli vekur að þetta er sami meirihluti og hingað til hefur verið á móti bættri ljósastýringu, en meirihlutinn sagði ítrekað með borgarstjóra í forsvari að ljósastýringar í Reykjavík væru í fínu lagi og ekki væri hægt að bæta umferðarflæðið með bættum ljósastýringum. Þetta sagði meirihlutinn á fundum fyrir kosningar, m.a. við kjósendur. Nú virðist sem annað hljóð sé komið í strokkinn hjá þessum viðreista borgarstjóra!!!Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun