Orð, efndir og afturhald Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 16. október 2019 07:11 Miðflokkurinn hefur sótt í sig veðrið. Með markvissum hætti hefur flokkurinn náð að endurheimta fylgið sem tapaðist í kringum Klausturmálið og gott betur. Fylgið er að miklu leyti sótt til Sjálfstæðisflokksins sem sjálfur er í sögulegri lægð. Þessi þróun ætti ekki að koma neinum á óvart. Í stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári voru jafnréttismál og málefni hælisleitenda sett efst á listann. Það var með ráðum gert enda töldu sumir innan flokksins að hann glímdi við ímyndarvanda á þessum sviðum. Þetta var rangt mat á stöðunni. Flokkurinn glímir vissulega við ímyndarvanda en sá vandi er fólginn í því að flokkurinn virðist getulaus gagnvart hinu opinbera kerfi sem er á sjálfstýringu. Almennir launþegar og atvinnurekendur horfa upp á báknið þyngjast á herðum sér og opinbera starfsmenn leiða launaþróun í landinu. Enginn ráðherra virðist vera tilbúinn að taka slagi, hvorki stóra né litla. Miðflokkurinn hefur því reynt að fylla tómarúmið á hægri vængnum. Nýlega birti flokkurinn áherslur sínar fyrir þingveturinn og mátti þar finna margt gott, eins og lækkun skatta og það að ríkið þyrfti að fara betur með þá fjármuni sem það hefur til ráðstöfunar. Efst á listanum stóð „Báknið burt“. Hressandi tilbreyting frá sýndarstjórnmálum nútímans. Eða hvað? Það er nauðsynlegt að taka þessu útspili með miklum fyrirvara enda hafa fæstir þingmenn flokksins haft sérstakan áhuga á að koma böndum á kerfið. Ekki nema kannski formaðurinn. Ætla má að flokkurinn sé einfaldlega með puttann á þjóðarpúlsinum og viti nákvæmlega hvernig eigi að stíla orðræðuna inn á óánægða hægrimenn. Óhjákvæmilega vakna spurningar um hvort orð og efndir geti farið saman. Þá er erfitt að sjá fyrir sér hvernig Miðflokkurinn getur komið í stað Sjálfstæðisflokksins sem borgaralegt afl af málflutningi sumra þingmanna flokksins að dæma. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, var á meðal gesta í Silfrinu um síðustu helgi. Í umræðu um farveitur á borð við Uber lagðist hann gegn þeim og kallaði hann deilihagkerfið „fínt nafn yfir skattsvik“. Í sama þætti hélt hann því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að hækka erfðafjárskattinn en ekki lækka hann. Það var leiðrétt af öðrum gesti í snatri. Stuttu síðar birti Þorsteinn skoðunarpistil til að halda uppi vörnum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Hætta er á því að þeir sem leita að skynsamlegri íhaldsstefnu í Miðflokknum finni mestmegnis illa grundaða afturhaldssemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn hefur sótt í sig veðrið. Með markvissum hætti hefur flokkurinn náð að endurheimta fylgið sem tapaðist í kringum Klausturmálið og gott betur. Fylgið er að miklu leyti sótt til Sjálfstæðisflokksins sem sjálfur er í sögulegri lægð. Þessi þróun ætti ekki að koma neinum á óvart. Í stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári voru jafnréttismál og málefni hælisleitenda sett efst á listann. Það var með ráðum gert enda töldu sumir innan flokksins að hann glímdi við ímyndarvanda á þessum sviðum. Þetta var rangt mat á stöðunni. Flokkurinn glímir vissulega við ímyndarvanda en sá vandi er fólginn í því að flokkurinn virðist getulaus gagnvart hinu opinbera kerfi sem er á sjálfstýringu. Almennir launþegar og atvinnurekendur horfa upp á báknið þyngjast á herðum sér og opinbera starfsmenn leiða launaþróun í landinu. Enginn ráðherra virðist vera tilbúinn að taka slagi, hvorki stóra né litla. Miðflokkurinn hefur því reynt að fylla tómarúmið á hægri vængnum. Nýlega birti flokkurinn áherslur sínar fyrir þingveturinn og mátti þar finna margt gott, eins og lækkun skatta og það að ríkið þyrfti að fara betur með þá fjármuni sem það hefur til ráðstöfunar. Efst á listanum stóð „Báknið burt“. Hressandi tilbreyting frá sýndarstjórnmálum nútímans. Eða hvað? Það er nauðsynlegt að taka þessu útspili með miklum fyrirvara enda hafa fæstir þingmenn flokksins haft sérstakan áhuga á að koma böndum á kerfið. Ekki nema kannski formaðurinn. Ætla má að flokkurinn sé einfaldlega með puttann á þjóðarpúlsinum og viti nákvæmlega hvernig eigi að stíla orðræðuna inn á óánægða hægrimenn. Óhjákvæmilega vakna spurningar um hvort orð og efndir geti farið saman. Þá er erfitt að sjá fyrir sér hvernig Miðflokkurinn getur komið í stað Sjálfstæðisflokksins sem borgaralegt afl af málflutningi sumra þingmanna flokksins að dæma. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, var á meðal gesta í Silfrinu um síðustu helgi. Í umræðu um farveitur á borð við Uber lagðist hann gegn þeim og kallaði hann deilihagkerfið „fínt nafn yfir skattsvik“. Í sama þætti hélt hann því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að hækka erfðafjárskattinn en ekki lækka hann. Það var leiðrétt af öðrum gesti í snatri. Stuttu síðar birti Þorsteinn skoðunarpistil til að halda uppi vörnum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Hætta er á því að þeir sem leita að skynsamlegri íhaldsstefnu í Miðflokknum finni mestmegnis illa grundaða afturhaldssemi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun