Ný handtökuskipun á hendur Puigdemont gefin út Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2019 14:32 Evrópska handtökuskipunin á hendur Carles Puigdemont var hins vegar ógilt á síðasta ári, en nú hefur ný verið gefin út. Getty Hæstiréttur Spánar hefur gefið út nýja handtökuskipun á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. AP greinir frá málinu, en tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fékk í Hæstarétti Spánar í morgun. Evrópska handtökuskipunin á hendur Puigdemont var ógilt á síðasta ári, en nú hefur ný verið gefin út.Þungir dómar Puigdemont var fremstur í flokki þeirra sem barðist fyrir sjálfstæði héraðsins árið 2017, þegar yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í þjóðaratkvæðagreiðslu greiddi atkvæði með aðskilnaði frá Spáni. Í kjölfarið samþykkti katalónska þingið að lýsa yfir sjálfstæði. Níu fyrrverandi leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna voru dæmdir í milli níu og þrettán ára fangelsi fyrir uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé í morgun. Réttarhöld hafa staðið í um fjóra mánuði og hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, þyngsta dóminn, eða þrettán ár.Flúði til Belgíu Þjóðaratkvæðagreiðslan í Katalóníu árið 2017 var dæmd ólögleg, og lokaði lögregla fjölda kjörstaða. Einungis um 43 prósent kosningabærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunnar, en um níu af hverjum tíu þeirra greiddi atkvæði með sjálfstæði. Í kjölfarið lýsti héraðsþingið yfir sjálfstæði héraðsins. Í kjölfarið leysti Spánarstjórn upp héraðsþing Katalóníu og boðaði til nýrra kosninga til þingsins. Flúði Puigdemont þá til Belgíu. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Hörmulegt að fólk sé dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar í evrópsku lýðræðisríki Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þunga dóma sem féllu í Hæsta rétti Spánar í morgun vera með ólíkindum. 14. október 2019 13:09 Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hæstiréttur Spánar hefur gefið út nýja handtökuskipun á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. AP greinir frá málinu, en tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fékk í Hæstarétti Spánar í morgun. Evrópska handtökuskipunin á hendur Puigdemont var ógilt á síðasta ári, en nú hefur ný verið gefin út.Þungir dómar Puigdemont var fremstur í flokki þeirra sem barðist fyrir sjálfstæði héraðsins árið 2017, þegar yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í þjóðaratkvæðagreiðslu greiddi atkvæði með aðskilnaði frá Spáni. Í kjölfarið samþykkti katalónska þingið að lýsa yfir sjálfstæði. Níu fyrrverandi leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna voru dæmdir í milli níu og þrettán ára fangelsi fyrir uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé í morgun. Réttarhöld hafa staðið í um fjóra mánuði og hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, þyngsta dóminn, eða þrettán ár.Flúði til Belgíu Þjóðaratkvæðagreiðslan í Katalóníu árið 2017 var dæmd ólögleg, og lokaði lögregla fjölda kjörstaða. Einungis um 43 prósent kosningabærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunnar, en um níu af hverjum tíu þeirra greiddi atkvæði með sjálfstæði. Í kjölfarið lýsti héraðsþingið yfir sjálfstæði héraðsins. Í kjölfarið leysti Spánarstjórn upp héraðsþing Katalóníu og boðaði til nýrra kosninga til þingsins. Flúði Puigdemont þá til Belgíu.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Hörmulegt að fólk sé dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar í evrópsku lýðræðisríki Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þunga dóma sem féllu í Hæsta rétti Spánar í morgun vera með ólíkindum. 14. október 2019 13:09 Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hörmulegt að fólk sé dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar í evrópsku lýðræðisríki Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þunga dóma sem féllu í Hæsta rétti Spánar í morgun vera með ólíkindum. 14. október 2019 13:09
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03
Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44