Stútfullir matarstampar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. október 2019 14:31 Mun meiri matarsóun er í íslenskum grunnskólum en í nágrannalöndunum samkvæmt rannsókn sem kynnt var á Menntaviku Háskóla Íslands nýlega. Þá er matur barnanna einsleitari hér en í nágrannalöndum okkar. Samt sem áður vill meirihlutinn í borgarstjórn draga úr dýraafurðum sem mun stuðla að enn einsleitari mat. Það eru ekki ný tíðindi að börn vilji ekki mikið af grófmeti sem dæmi. Sé börnum skammtað mikið af mat sem þau vilja ekki fer hann í ruslið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundaráð setjist niður með skólastjórnendum og matráðum skóla í því skyni að finna leiðir til að draga úr matarsóun. Matarsóun er vandamál með marga snertifleti. Eftir því sem matarsóun er meiri þá felur það í sér að fjármunir borgarinnar eru illa nýttir við innkaup matvæla. Þá gefur mikil matarsóun það einnig til kynna að rekstur mötuneyta sé illa skipulagður og að betur megi fara. Matarsóun leiðir til aukins úrgangs og tilheyrandi kostnaðaraukningu við sorphirðu, endurvinnslu og urðun svo ekki sé minnst á kolefnisfótsporið. Ýmis skref er hægt að taka til að stemma stigu við matarsóun í grunnskólum borgarinnar. Sterkar vísbendingar eru fyrir því að það sé hagstæðara að bjóða út rekstur mötuneyta grunnskólanna. Einnig skiptir máltíðaval miklu máli. Aukin fjölbreytni máltíða og aukin gæði eru til þess fallin að vinna gegn matarsóun. Mikilvægt er að hafa nemendur með í ráðum ef vinna á gegn matarsóun. Hægt er að setja af stað verkefni í skólum, eins og dæmi eru um, þar sem nemendur eru hvattir til að fleygja sem minnst af mat, fá að skammta sér sjálfir á diskinn og vigta síðan hversu mikið af mat þeir henda. Börn hafa almennt séð gaman af verkefnum af þessu tagi þar sem þau sjá mælanlegan ávinning af eigin framlagi. Það er okkar skylda að gefa börnum í Reykjavík tækifæri til að vinna í umhverfismálum í ríkari mæli. Þessi mál varða framtíð barnanna. Ef þau fá tækifæri til að koma með eigin tillögur og vinna að þeim er líklegt að þau beiti sér enn frekar fyrir málstaðnum. Barni sem þykir maturinn góður, fær að skammta sér sjálft, fær nægan tíma og næði til að borða er líklegt til að klára af disknum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mun meiri matarsóun er í íslenskum grunnskólum en í nágrannalöndunum samkvæmt rannsókn sem kynnt var á Menntaviku Háskóla Íslands nýlega. Þá er matur barnanna einsleitari hér en í nágrannalöndum okkar. Samt sem áður vill meirihlutinn í borgarstjórn draga úr dýraafurðum sem mun stuðla að enn einsleitari mat. Það eru ekki ný tíðindi að börn vilji ekki mikið af grófmeti sem dæmi. Sé börnum skammtað mikið af mat sem þau vilja ekki fer hann í ruslið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundaráð setjist niður með skólastjórnendum og matráðum skóla í því skyni að finna leiðir til að draga úr matarsóun. Matarsóun er vandamál með marga snertifleti. Eftir því sem matarsóun er meiri þá felur það í sér að fjármunir borgarinnar eru illa nýttir við innkaup matvæla. Þá gefur mikil matarsóun það einnig til kynna að rekstur mötuneyta sé illa skipulagður og að betur megi fara. Matarsóun leiðir til aukins úrgangs og tilheyrandi kostnaðaraukningu við sorphirðu, endurvinnslu og urðun svo ekki sé minnst á kolefnisfótsporið. Ýmis skref er hægt að taka til að stemma stigu við matarsóun í grunnskólum borgarinnar. Sterkar vísbendingar eru fyrir því að það sé hagstæðara að bjóða út rekstur mötuneyta grunnskólanna. Einnig skiptir máltíðaval miklu máli. Aukin fjölbreytni máltíða og aukin gæði eru til þess fallin að vinna gegn matarsóun. Mikilvægt er að hafa nemendur með í ráðum ef vinna á gegn matarsóun. Hægt er að setja af stað verkefni í skólum, eins og dæmi eru um, þar sem nemendur eru hvattir til að fleygja sem minnst af mat, fá að skammta sér sjálfir á diskinn og vigta síðan hversu mikið af mat þeir henda. Börn hafa almennt séð gaman af verkefnum af þessu tagi þar sem þau sjá mælanlegan ávinning af eigin framlagi. Það er okkar skylda að gefa börnum í Reykjavík tækifæri til að vinna í umhverfismálum í ríkari mæli. Þessi mál varða framtíð barnanna. Ef þau fá tækifæri til að koma með eigin tillögur og vinna að þeim er líklegt að þau beiti sér enn frekar fyrir málstaðnum. Barni sem þykir maturinn góður, fær að skammta sér sjálft, fær nægan tíma og næði til að borða er líklegt til að klára af disknum sínum.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar