Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka Þór Símon Hafþórsson skrifar 10. október 2019 22:00 Haukar áttu ekki roð í KR í kvöld vísir/daníel Íslandsmeistarar KR fengu Hauka í heimsókn í DHL-Höllina í Vesturbæ í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og var jafn fyrstu mínúturnar. Haukar voru þó með yfirhöndina fyrstu tíu mínúturnar en reynsluboltarnir í KR tóku öll völd frá og með 2. leikhluta. Staðan var 20-23, Haukum í vil að loknum 1. leikhluta en sem fyrr segir fór KR vélin í gang þar á eftir og staðan í hálfleik var 47-39 fyrir KR. KR hélt áfram að berja á Haukum og fóru að lokum með öruggan, 102-84, sigur að hólmi. KR með tvö sigra í fyrstu tveimur leikjunum en Haukar eru núna með einn sigur og eitt tap í farteskinu. Af hverju vann KR? Það eru engar brjótandi fréttir að lið sem hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla í röð sé gott. En það er engu að síður fyrst og fremst ástæðan fyrir sigrinum. Þetta lið spilar eins og vél og þegar þeir hrökkva í gang eru fá lið, ef einhver, sem geta stöðvað þá. Gott dæmi um þetta er að í 1. leikhluta þá áttu KR 8 þriggja stiga skot og hittu ekki úr einu einasta. Í öðrum leikhluta hittu þeir úr 6 sinnum í 8 tilraunum. Úr 0% nýtingu upp í 75% á einu bretti. Hverjir stóðu upp úr? Matthías Orri var frábær í leiknum. Í hálfleik var hann með 16 stig og 100% nýtingu. 2/2 tveggja stiga, 3/3 þriggja stiga og 3/3 frá vítalínunni. Hann kláraði leikinn með 22 stig. Michael Craion var einnig frábær og endaði með 20 stig og 9 fráköst á meðan Jakob Örn skellti í 23 stig og 4 stoðsendingar og fráköst. Í stuttu máli voru allir KR-ingar sem komu við sögu í dag að spila á fullu gasi. Virkilega góð frammistaða í alla staði. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka var ekki upp á sitt besta. 102 stig fengin á sig er góð vísbending um það. Einnig var tveggja stiga nýtingin þeirra alls ekki nógu góð. Á meðan KR nýtingin var 66% þá voru Haukar einungis að hitta úr 36% af tveggja stiga skotunum sínum. Haukar eru tölfræðilega jafnir KR að nánast öllu öðru leyti nema þarna. Þetta er 14-stiga-sveiflu virði. KR vann með 18 stigum. Hvað gerist næst? KR heimsækir Fjölni og Haukar fá Grindvíkinga í heimsókn. Báðir leikir eru eftir nákvæmlega viku. Ingi Þór: „Náðum að stýra þessu“ „Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Þeir fengu að vaða full geyst í það sem þeim langaði að gera í fyrsta leikhluta en við náðum að snúa þeim eftir leikhlé. Þá náðum við að stýra þessu,“ sagði Ingi Þór, þjálfari KR, eftir öruggan 102-84 sigur á Haukum í kvöld. KR náðu sér ekki á strik í upphafi leiks en flugu svo í gang eftir því sem leið á leikinn. „Við vorum 0 af 8 í þriggja stiga nýtingu í fyrsta leikhluta en vorum svo með frábæra nýtingingu í öðrum leikhluta og lögðum grunninn fyrir það sem koma skal,“ sagði Ingi en KR mætir í næstu umferð nýliðum Fjölnis og býst hann við hörkuleik.“ „Fjölnir er með skemmtilegt lið. Ég reikna með hörkuleik sem við þurfum að gíra okkur vel upp í. Við ætlum að nálgast næsta verkefni með mikilli virðingu,“ sagði Ingi Þór. Israel Martin: Erum hálfri sekúndu of seinir Israel Martin, þjálfari Hauka, var ekki of ósáttur eftir tap hans manna gegn KR í kvöld og segir sitt lið þurfa meiri tíma til að slípa sig saman. „Þetta er bara annar leikur tímabilsins og við spilum við eitt greindasta lið deildarinnar. Þeir færa boltann vel og refsa öllum mistökum,“ sagði Israel og hélt áfram. „Baráttan var til staðar en við erum um hálfri sekúndu of seinir í öllum stöðum. Við sýndum mikið af góðum hlutum í dag en við þurfum að vinna í okkur varnarlega,“ sagði Israel en leikurinn endaði 102-84. „Það er gott að skora 84 stig en við þurfum að vera þéttari varnarlega.“ Haukar mæta Grindvíkingum í næstu umferð sem fram fer eftir viku. Dominos-deild karla
Íslandsmeistarar KR fengu Hauka í heimsókn í DHL-Höllina í Vesturbæ í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og var jafn fyrstu mínúturnar. Haukar voru þó með yfirhöndina fyrstu tíu mínúturnar en reynsluboltarnir í KR tóku öll völd frá og með 2. leikhluta. Staðan var 20-23, Haukum í vil að loknum 1. leikhluta en sem fyrr segir fór KR vélin í gang þar á eftir og staðan í hálfleik var 47-39 fyrir KR. KR hélt áfram að berja á Haukum og fóru að lokum með öruggan, 102-84, sigur að hólmi. KR með tvö sigra í fyrstu tveimur leikjunum en Haukar eru núna með einn sigur og eitt tap í farteskinu. Af hverju vann KR? Það eru engar brjótandi fréttir að lið sem hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla í röð sé gott. En það er engu að síður fyrst og fremst ástæðan fyrir sigrinum. Þetta lið spilar eins og vél og þegar þeir hrökkva í gang eru fá lið, ef einhver, sem geta stöðvað þá. Gott dæmi um þetta er að í 1. leikhluta þá áttu KR 8 þriggja stiga skot og hittu ekki úr einu einasta. Í öðrum leikhluta hittu þeir úr 6 sinnum í 8 tilraunum. Úr 0% nýtingu upp í 75% á einu bretti. Hverjir stóðu upp úr? Matthías Orri var frábær í leiknum. Í hálfleik var hann með 16 stig og 100% nýtingu. 2/2 tveggja stiga, 3/3 þriggja stiga og 3/3 frá vítalínunni. Hann kláraði leikinn með 22 stig. Michael Craion var einnig frábær og endaði með 20 stig og 9 fráköst á meðan Jakob Örn skellti í 23 stig og 4 stoðsendingar og fráköst. Í stuttu máli voru allir KR-ingar sem komu við sögu í dag að spila á fullu gasi. Virkilega góð frammistaða í alla staði. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka var ekki upp á sitt besta. 102 stig fengin á sig er góð vísbending um það. Einnig var tveggja stiga nýtingin þeirra alls ekki nógu góð. Á meðan KR nýtingin var 66% þá voru Haukar einungis að hitta úr 36% af tveggja stiga skotunum sínum. Haukar eru tölfræðilega jafnir KR að nánast öllu öðru leyti nema þarna. Þetta er 14-stiga-sveiflu virði. KR vann með 18 stigum. Hvað gerist næst? KR heimsækir Fjölni og Haukar fá Grindvíkinga í heimsókn. Báðir leikir eru eftir nákvæmlega viku. Ingi Þór: „Náðum að stýra þessu“ „Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Þeir fengu að vaða full geyst í það sem þeim langaði að gera í fyrsta leikhluta en við náðum að snúa þeim eftir leikhlé. Þá náðum við að stýra þessu,“ sagði Ingi Þór, þjálfari KR, eftir öruggan 102-84 sigur á Haukum í kvöld. KR náðu sér ekki á strik í upphafi leiks en flugu svo í gang eftir því sem leið á leikinn. „Við vorum 0 af 8 í þriggja stiga nýtingu í fyrsta leikhluta en vorum svo með frábæra nýtingingu í öðrum leikhluta og lögðum grunninn fyrir það sem koma skal,“ sagði Ingi en KR mætir í næstu umferð nýliðum Fjölnis og býst hann við hörkuleik.“ „Fjölnir er með skemmtilegt lið. Ég reikna með hörkuleik sem við þurfum að gíra okkur vel upp í. Við ætlum að nálgast næsta verkefni með mikilli virðingu,“ sagði Ingi Þór. Israel Martin: Erum hálfri sekúndu of seinir Israel Martin, þjálfari Hauka, var ekki of ósáttur eftir tap hans manna gegn KR í kvöld og segir sitt lið þurfa meiri tíma til að slípa sig saman. „Þetta er bara annar leikur tímabilsins og við spilum við eitt greindasta lið deildarinnar. Þeir færa boltann vel og refsa öllum mistökum,“ sagði Israel og hélt áfram. „Baráttan var til staðar en við erum um hálfri sekúndu of seinir í öllum stöðum. Við sýndum mikið af góðum hlutum í dag en við þurfum að vinna í okkur varnarlega,“ sagði Israel en leikurinn endaði 102-84. „Það er gott að skora 84 stig en við þurfum að vera þéttari varnarlega.“ Haukar mæta Grindvíkingum í næstu umferð sem fram fer eftir viku.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum