Husky-hundurinn í Vík greip gæsina af veiðimanni í þorpinu Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2019 11:40 Husky-hundurinn er alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa. En, hann er saklaus af því að hafa drepið gæsina þó hann hafi gert sér lítið fyrir og slitið hana dauða af snúrustaur og gert sér að góðu. „Fólk er skíthrætt við þetta en rétt skal vera rétt,“ segir Gísli Wiium lögreglumaður í Vík um Husky-hund sem valdið hefur nokkurri ólgu í bæjarfélaginu. Þetta er hundur með fortíð og því alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Sleit gæsina af snúrustaur Miklum sögum fer af þessum hundi sem nú er búsettur á Vík í Mýrdal og er að öðlast nokkra frægð á landsvísu. Hann á að hafa drepið gæs, kött og lamb en eitthvað er allt þetta málum blandið. Sannleikurinn er sá að Husky-hundurinn er hafður fyrir rangri sök, í það minnsta í því að hafa drepið gæsina. Þannig var að hann var laus, sá gæs sem veiðimaður í þorpinu hafði skotið og lét hanga eins og margir veiðimenn gera með bráð sína. „Já, hann sleit gæsina af snúrustaur hjá veiðimanni,“ segir Gísli. Og gæddi sér á henni. Erfitt er að halda því gegn hundi þó hann grípi gæsina fái hann slíkt tækifæri. Hangandi gæs freisting sem erfitt er að standast. Fyrir hvaða hund sem er. Um er að ræða fimm ára gamlan hund og er hann þykkur og óárennlegur eins og títt er um Husky-hunda en hann virðist ekki vera hættulegur.Sami gamli þorparinn Vandamálið er hins vegar að þetta er hundur með fortíð. Fyrir þremur árum, eða árið 2016, reif hann sig lausan frá eiganda sínum, ásamt fleiri hundum, sem hlupu upp kött og drápu. Mikill styr varð í bænum í kjölfarið og var hundinum þá komið í Reykjavík í var. Hann er nýkominn í bæinn aftur og virðist alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Frá Vík í Mýrdalfréttablaðið/StefánÞví þessi sami Husky-hundur er grunaður um að hafa drepið lamb. Það var fyrir þremur árum. Gísli segir að þeir hjá lögreglunni fari ekki um og drepi hunda sem sjást á vappi í námunda við slíkt, það verði að liggja fyrir staðfesting. Eftirlit haft með hundinum „Þetta eru þrjú ár síðan en það var aldrei hægt að sanna þetta,“ segir Gísli og tekur fram að ef þetta hefði legið fyrir hefði hundinum verið lógað á stundinni. Lögreglan er búin að ræða við eigandann, sem er í sjokki vegna þessa og hitta hundinn. Þá hefur hún vakandi auga með því ef hundurinn sést laus. „Við höfum tilkynnt yfirstjórninni um þetta atvik og höfum eftirlit með þessu. Meira getum við ekki gert í bili,“ segir Gísli. „Við höfum áhyggjur af þessu og fólk hefur áhyggjur af þessu. En svona er þetta,“ segir Gísli sem telur ástæðulaust að vekja upp meiri áhyggjur en efni standa til og alls ekki með ósönnum sögusögnum. Dýr Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Husky grunaður um kattardráp át gæs Lögreglan á Suðurlandi hefur mál til rannsóknar í Vík í Mýrdal sem snýr að Husky hundi. Hundinum er gefið að sök að hafa tekið sig til og étið gæs. 7. október 2019 10:32 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
„Fólk er skíthrætt við þetta en rétt skal vera rétt,“ segir Gísli Wiium lögreglumaður í Vík um Husky-hund sem valdið hefur nokkurri ólgu í bæjarfélaginu. Þetta er hundur með fortíð og því alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Sleit gæsina af snúrustaur Miklum sögum fer af þessum hundi sem nú er búsettur á Vík í Mýrdal og er að öðlast nokkra frægð á landsvísu. Hann á að hafa drepið gæs, kött og lamb en eitthvað er allt þetta málum blandið. Sannleikurinn er sá að Husky-hundurinn er hafður fyrir rangri sök, í það minnsta í því að hafa drepið gæsina. Þannig var að hann var laus, sá gæs sem veiðimaður í þorpinu hafði skotið og lét hanga eins og margir veiðimenn gera með bráð sína. „Já, hann sleit gæsina af snúrustaur hjá veiðimanni,“ segir Gísli. Og gæddi sér á henni. Erfitt er að halda því gegn hundi þó hann grípi gæsina fái hann slíkt tækifæri. Hangandi gæs freisting sem erfitt er að standast. Fyrir hvaða hund sem er. Um er að ræða fimm ára gamlan hund og er hann þykkur og óárennlegur eins og títt er um Husky-hunda en hann virðist ekki vera hættulegur.Sami gamli þorparinn Vandamálið er hins vegar að þetta er hundur með fortíð. Fyrir þremur árum, eða árið 2016, reif hann sig lausan frá eiganda sínum, ásamt fleiri hundum, sem hlupu upp kött og drápu. Mikill styr varð í bænum í kjölfarið og var hundinum þá komið í Reykjavík í var. Hann er nýkominn í bæinn aftur og virðist alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Frá Vík í Mýrdalfréttablaðið/StefánÞví þessi sami Husky-hundur er grunaður um að hafa drepið lamb. Það var fyrir þremur árum. Gísli segir að þeir hjá lögreglunni fari ekki um og drepi hunda sem sjást á vappi í námunda við slíkt, það verði að liggja fyrir staðfesting. Eftirlit haft með hundinum „Þetta eru þrjú ár síðan en það var aldrei hægt að sanna þetta,“ segir Gísli og tekur fram að ef þetta hefði legið fyrir hefði hundinum verið lógað á stundinni. Lögreglan er búin að ræða við eigandann, sem er í sjokki vegna þessa og hitta hundinn. Þá hefur hún vakandi auga með því ef hundurinn sést laus. „Við höfum tilkynnt yfirstjórninni um þetta atvik og höfum eftirlit með þessu. Meira getum við ekki gert í bili,“ segir Gísli. „Við höfum áhyggjur af þessu og fólk hefur áhyggjur af þessu. En svona er þetta,“ segir Gísli sem telur ástæðulaust að vekja upp meiri áhyggjur en efni standa til og alls ekki með ósönnum sögusögnum.
Dýr Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Husky grunaður um kattardráp át gæs Lögreglan á Suðurlandi hefur mál til rannsóknar í Vík í Mýrdal sem snýr að Husky hundi. Hundinum er gefið að sök að hafa tekið sig til og étið gæs. 7. október 2019 10:32 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Husky grunaður um kattardráp át gæs Lögreglan á Suðurlandi hefur mál til rannsóknar í Vík í Mýrdal sem snýr að Husky hundi. Hundinum er gefið að sök að hafa tekið sig til og étið gæs. 7. október 2019 10:32