Husky-hundurinn í Vík greip gæsina af veiðimanni í þorpinu Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2019 11:40 Husky-hundurinn er alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa. En, hann er saklaus af því að hafa drepið gæsina þó hann hafi gert sér lítið fyrir og slitið hana dauða af snúrustaur og gert sér að góðu. „Fólk er skíthrætt við þetta en rétt skal vera rétt,“ segir Gísli Wiium lögreglumaður í Vík um Husky-hund sem valdið hefur nokkurri ólgu í bæjarfélaginu. Þetta er hundur með fortíð og því alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Sleit gæsina af snúrustaur Miklum sögum fer af þessum hundi sem nú er búsettur á Vík í Mýrdal og er að öðlast nokkra frægð á landsvísu. Hann á að hafa drepið gæs, kött og lamb en eitthvað er allt þetta málum blandið. Sannleikurinn er sá að Husky-hundurinn er hafður fyrir rangri sök, í það minnsta í því að hafa drepið gæsina. Þannig var að hann var laus, sá gæs sem veiðimaður í þorpinu hafði skotið og lét hanga eins og margir veiðimenn gera með bráð sína. „Já, hann sleit gæsina af snúrustaur hjá veiðimanni,“ segir Gísli. Og gæddi sér á henni. Erfitt er að halda því gegn hundi þó hann grípi gæsina fái hann slíkt tækifæri. Hangandi gæs freisting sem erfitt er að standast. Fyrir hvaða hund sem er. Um er að ræða fimm ára gamlan hund og er hann þykkur og óárennlegur eins og títt er um Husky-hunda en hann virðist ekki vera hættulegur.Sami gamli þorparinn Vandamálið er hins vegar að þetta er hundur með fortíð. Fyrir þremur árum, eða árið 2016, reif hann sig lausan frá eiganda sínum, ásamt fleiri hundum, sem hlupu upp kött og drápu. Mikill styr varð í bænum í kjölfarið og var hundinum þá komið í Reykjavík í var. Hann er nýkominn í bæinn aftur og virðist alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Frá Vík í Mýrdalfréttablaðið/StefánÞví þessi sami Husky-hundur er grunaður um að hafa drepið lamb. Það var fyrir þremur árum. Gísli segir að þeir hjá lögreglunni fari ekki um og drepi hunda sem sjást á vappi í námunda við slíkt, það verði að liggja fyrir staðfesting. Eftirlit haft með hundinum „Þetta eru þrjú ár síðan en það var aldrei hægt að sanna þetta,“ segir Gísli og tekur fram að ef þetta hefði legið fyrir hefði hundinum verið lógað á stundinni. Lögreglan er búin að ræða við eigandann, sem er í sjokki vegna þessa og hitta hundinn. Þá hefur hún vakandi auga með því ef hundurinn sést laus. „Við höfum tilkynnt yfirstjórninni um þetta atvik og höfum eftirlit með þessu. Meira getum við ekki gert í bili,“ segir Gísli. „Við höfum áhyggjur af þessu og fólk hefur áhyggjur af þessu. En svona er þetta,“ segir Gísli sem telur ástæðulaust að vekja upp meiri áhyggjur en efni standa til og alls ekki með ósönnum sögusögnum. Dýr Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Husky grunaður um kattardráp át gæs Lögreglan á Suðurlandi hefur mál til rannsóknar í Vík í Mýrdal sem snýr að Husky hundi. Hundinum er gefið að sök að hafa tekið sig til og étið gæs. 7. október 2019 10:32 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Fólk er skíthrætt við þetta en rétt skal vera rétt,“ segir Gísli Wiium lögreglumaður í Vík um Husky-hund sem valdið hefur nokkurri ólgu í bæjarfélaginu. Þetta er hundur með fortíð og því alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Sleit gæsina af snúrustaur Miklum sögum fer af þessum hundi sem nú er búsettur á Vík í Mýrdal og er að öðlast nokkra frægð á landsvísu. Hann á að hafa drepið gæs, kött og lamb en eitthvað er allt þetta málum blandið. Sannleikurinn er sá að Husky-hundurinn er hafður fyrir rangri sök, í það minnsta í því að hafa drepið gæsina. Þannig var að hann var laus, sá gæs sem veiðimaður í þorpinu hafði skotið og lét hanga eins og margir veiðimenn gera með bráð sína. „Já, hann sleit gæsina af snúrustaur hjá veiðimanni,“ segir Gísli. Og gæddi sér á henni. Erfitt er að halda því gegn hundi þó hann grípi gæsina fái hann slíkt tækifæri. Hangandi gæs freisting sem erfitt er að standast. Fyrir hvaða hund sem er. Um er að ræða fimm ára gamlan hund og er hann þykkur og óárennlegur eins og títt er um Husky-hunda en hann virðist ekki vera hættulegur.Sami gamli þorparinn Vandamálið er hins vegar að þetta er hundur með fortíð. Fyrir þremur árum, eða árið 2016, reif hann sig lausan frá eiganda sínum, ásamt fleiri hundum, sem hlupu upp kött og drápu. Mikill styr varð í bænum í kjölfarið og var hundinum þá komið í Reykjavík í var. Hann er nýkominn í bæinn aftur og virðist alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Frá Vík í Mýrdalfréttablaðið/StefánÞví þessi sami Husky-hundur er grunaður um að hafa drepið lamb. Það var fyrir þremur árum. Gísli segir að þeir hjá lögreglunni fari ekki um og drepi hunda sem sjást á vappi í námunda við slíkt, það verði að liggja fyrir staðfesting. Eftirlit haft með hundinum „Þetta eru þrjú ár síðan en það var aldrei hægt að sanna þetta,“ segir Gísli og tekur fram að ef þetta hefði legið fyrir hefði hundinum verið lógað á stundinni. Lögreglan er búin að ræða við eigandann, sem er í sjokki vegna þessa og hitta hundinn. Þá hefur hún vakandi auga með því ef hundurinn sést laus. „Við höfum tilkynnt yfirstjórninni um þetta atvik og höfum eftirlit með þessu. Meira getum við ekki gert í bili,“ segir Gísli. „Við höfum áhyggjur af þessu og fólk hefur áhyggjur af þessu. En svona er þetta,“ segir Gísli sem telur ástæðulaust að vekja upp meiri áhyggjur en efni standa til og alls ekki með ósönnum sögusögnum.
Dýr Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Husky grunaður um kattardráp át gæs Lögreglan á Suðurlandi hefur mál til rannsóknar í Vík í Mýrdal sem snýr að Husky hundi. Hundinum er gefið að sök að hafa tekið sig til og étið gæs. 7. október 2019 10:32 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Husky grunaður um kattardráp át gæs Lögreglan á Suðurlandi hefur mál til rannsóknar í Vík í Mýrdal sem snýr að Husky hundi. Hundinum er gefið að sök að hafa tekið sig til og étið gæs. 7. október 2019 10:32