Fleira fólk og takmarkað rými Hjálmar Sveinsson skrifar 10. október 2019 08:06 Stundum er sagt að við vitum ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér. Það er hárrétt en samt vitleysa. Við vitum eitt og annað, sem betur fer. Annars gætum við ekkert skipulagt fram í tímann og þyrftum að ganga aftur á bak inn í framtíðina. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 til 2040 er vitnað í mannfjöldaspár Hagstofunnar um að íbúunum fjölgi um sirka 70.000 á tímabilinu. Við vitum að ef höfuðborgarbyggðin myndi þenjast jafnmikið út næstu 25 ár og hún gerði árin 1987 til 2012 og ferðavenjur yrðu óbreyttar, eykst bílaumferð örugglega langt umfram fólksfjölgun. Umferðartafir verða óbærilegar. Sú leið er ófær. Það er niðurstaðan úr ýtarlegum sviðsmyndagreiningum sem fylgdu aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2030 og svæðisskipulaginu. Í báðum tilvikum náðist þverpólitísk sátt um róttæka stefnubreytingu. Betri landnýting, samgöngumiðuð uppbygging, minni mengun, skilvirkari vistvænni samgöngur, betra umhverfi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Á þeim grunni byggir nýr samgöngusáttmáli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann markar álíka söguleg tímamót og hraðbrautarskipulagið sem samþykkt var í Reykjavík um miðjan 7. áratuginn – nema nú er forgangsröðunin önnur.Mannfjölgunin er í borgum Hvað vitum við meira? Jú, í nýlegri skýrslu norrænu rannsóknarmiðstöðvarinnar Nordregio kemur fram að síðustu 20 árin hefur nánast öll mannfjölgun, eða 97%, átt sér stað á 30 stærstu borgarsvæðum Norðurlandanna. Til fróðleiks má geta þess að höfuðborgarsvæðið okkar er 11. stærsta norræna borgin. Innflytjendur eiga sinn þátt í þessari öru fjölgun í borgunum, en margt fólk kemur líka frá minni plássum á landsbyggðinni. Norræna strjálbýlið glímir við þann vanda að unga fólkið streymir inn í borgirnar og aðliggjandi svæði. Ekkert bendir til að þróunin verði öðruvísi næstu tvo til þrjá áratugina enda gera borgaryfirvöld í Ósló, Stokkhólmi og Helsinki ráð fyrir því í sínum skipulagsáætlunum. Hlutfallsleg fjölgun í þessum þremur borgum er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Í skipulagsáætlunum er gert ráð fyrir að fjölgunin eigi sér að miklu leyti stað innan núverandi byggðarmarka og fyrst og fremst í gisnari hverfum borganna, á úr sér gengnum iðnaðarsvæðum, hafnarsvæðum, veghelgunarsvæðum og flennistórum vannýttum bílastæðum. Í Helsinki svo dæmi sé tekið er unnið eftir skipulagsáætlun sem heitir Vision 2050. Þar sett fram landnotkunarstefna til framtíðar og áhersla lögð á þéttriðið net almenningssamgangna, eflingu miðborgarsvæðisins og styrkingu borgarinnar í alþjóðlegri samkeppni um fólk, fjármagn og verðmætasköpun. Það er grundvallaratriði í þessum skipulagsáætlunum að ekki er gert ráð fyrir að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og fólkinu fjölgar. Það er einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri bíla.Takmarkað göturými Hvernig verður takmarkað göturýmið í borgunum nýtt sem best? Útreikningar verkfræðinga sýna að einkabílaumferðin nýtir göturýmið illa. Skipulagsyfirvöld í Stokkhólmi hafa tekið saman stefnu sem segir til um hvernig beri að forgangsraða í þessu takmarkaða rými. Forgangsröðin myndar eins konar pýramída þar sem fararmátar sem taka minnst pláss eru á toppnum og þeir fararmátar sem taka mest pláss á botninum. Því skal forgangsraða gangandi og hjólandi fyrst, á eftir þeim almenningssamgöngum, síðan vöruflutningum og leigubílum og síðastur í röðinni er einkabíllinn. Þetta er útfært þannig að gangstéttir og hjólastígar breikka á kostnað akreina og bílastæða, forgangsreinar eru lagðar fyrir strætisvagna, sérstakur miðborgartollur er innheimtur af þeim sem keyra á einkabílum inn í miðborgina. Svipaða sögu er að segja frá Ósló. Í dag trúir maður því varla að í kringum ráðhúsið í borginni, sem er einstök bygging, hafi fyrir örfáum árum verið linnulaus bílaumferð og að hraðbraut skorið miðborgina frá höfninni. Sömu skipulagsstefnu og tekin hefur verið í höfuðborgum hinna Norðurlandanna er fylgt í skipulagsáætlunum höfuðborgarsvæðisins. Búsetuþróunin hefur verið svipuð á Íslandi og á Norðurlöndunum. Við erum á sömu leið inn í framtíðina. Norrænu höfuðborgirnar raða sér alltaf í efstu sætin á alþjóðlegum listum yfir lífvænlegustu borgir í heimi. Þar eigum við heima.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hjálmar Sveinsson Reykjavík Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að við vitum ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér. Það er hárrétt en samt vitleysa. Við vitum eitt og annað, sem betur fer. Annars gætum við ekkert skipulagt fram í tímann og þyrftum að ganga aftur á bak inn í framtíðina. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 til 2040 er vitnað í mannfjöldaspár Hagstofunnar um að íbúunum fjölgi um sirka 70.000 á tímabilinu. Við vitum að ef höfuðborgarbyggðin myndi þenjast jafnmikið út næstu 25 ár og hún gerði árin 1987 til 2012 og ferðavenjur yrðu óbreyttar, eykst bílaumferð örugglega langt umfram fólksfjölgun. Umferðartafir verða óbærilegar. Sú leið er ófær. Það er niðurstaðan úr ýtarlegum sviðsmyndagreiningum sem fylgdu aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2030 og svæðisskipulaginu. Í báðum tilvikum náðist þverpólitísk sátt um róttæka stefnubreytingu. Betri landnýting, samgöngumiðuð uppbygging, minni mengun, skilvirkari vistvænni samgöngur, betra umhverfi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Á þeim grunni byggir nýr samgöngusáttmáli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann markar álíka söguleg tímamót og hraðbrautarskipulagið sem samþykkt var í Reykjavík um miðjan 7. áratuginn – nema nú er forgangsröðunin önnur.Mannfjölgunin er í borgum Hvað vitum við meira? Jú, í nýlegri skýrslu norrænu rannsóknarmiðstöðvarinnar Nordregio kemur fram að síðustu 20 árin hefur nánast öll mannfjölgun, eða 97%, átt sér stað á 30 stærstu borgarsvæðum Norðurlandanna. Til fróðleiks má geta þess að höfuðborgarsvæðið okkar er 11. stærsta norræna borgin. Innflytjendur eiga sinn þátt í þessari öru fjölgun í borgunum, en margt fólk kemur líka frá minni plássum á landsbyggðinni. Norræna strjálbýlið glímir við þann vanda að unga fólkið streymir inn í borgirnar og aðliggjandi svæði. Ekkert bendir til að þróunin verði öðruvísi næstu tvo til þrjá áratugina enda gera borgaryfirvöld í Ósló, Stokkhólmi og Helsinki ráð fyrir því í sínum skipulagsáætlunum. Hlutfallsleg fjölgun í þessum þremur borgum er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Í skipulagsáætlunum er gert ráð fyrir að fjölgunin eigi sér að miklu leyti stað innan núverandi byggðarmarka og fyrst og fremst í gisnari hverfum borganna, á úr sér gengnum iðnaðarsvæðum, hafnarsvæðum, veghelgunarsvæðum og flennistórum vannýttum bílastæðum. Í Helsinki svo dæmi sé tekið er unnið eftir skipulagsáætlun sem heitir Vision 2050. Þar sett fram landnotkunarstefna til framtíðar og áhersla lögð á þéttriðið net almenningssamgangna, eflingu miðborgarsvæðisins og styrkingu borgarinnar í alþjóðlegri samkeppni um fólk, fjármagn og verðmætasköpun. Það er grundvallaratriði í þessum skipulagsáætlunum að ekki er gert ráð fyrir að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og fólkinu fjölgar. Það er einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri bíla.Takmarkað göturými Hvernig verður takmarkað göturýmið í borgunum nýtt sem best? Útreikningar verkfræðinga sýna að einkabílaumferðin nýtir göturýmið illa. Skipulagsyfirvöld í Stokkhólmi hafa tekið saman stefnu sem segir til um hvernig beri að forgangsraða í þessu takmarkaða rými. Forgangsröðin myndar eins konar pýramída þar sem fararmátar sem taka minnst pláss eru á toppnum og þeir fararmátar sem taka mest pláss á botninum. Því skal forgangsraða gangandi og hjólandi fyrst, á eftir þeim almenningssamgöngum, síðan vöruflutningum og leigubílum og síðastur í röðinni er einkabíllinn. Þetta er útfært þannig að gangstéttir og hjólastígar breikka á kostnað akreina og bílastæða, forgangsreinar eru lagðar fyrir strætisvagna, sérstakur miðborgartollur er innheimtur af þeim sem keyra á einkabílum inn í miðborgina. Svipaða sögu er að segja frá Ósló. Í dag trúir maður því varla að í kringum ráðhúsið í borginni, sem er einstök bygging, hafi fyrir örfáum árum verið linnulaus bílaumferð og að hraðbraut skorið miðborgina frá höfninni. Sömu skipulagsstefnu og tekin hefur verið í höfuðborgum hinna Norðurlandanna er fylgt í skipulagsáætlunum höfuðborgarsvæðisins. Búsetuþróunin hefur verið svipuð á Íslandi og á Norðurlöndunum. Við erum á sömu leið inn í framtíðina. Norrænu höfuðborgirnar raða sér alltaf í efstu sætin á alþjóðlegum listum yfir lífvænlegustu borgir í heimi. Þar eigum við heima.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun