Býður uppá mat að hætti danskra fanga Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2019 09:00 Guðmundur Ingi nýtir reynslu sína úr Nyborg-fangelsinu á jákvæðan hátt og eldar að hætti fanga þar. „Slátrið gekk vel í vikunni og svo ætla ég að taka upp gamla takta, nýta mér reynsluna úr danska fangelsiskerfinu og hafa djúsí Hakkebøff með lauk og einu spældu eggi,“ tilkynnir Guðmundur Ingi Þóroddsson vert á Blásteini í Árbæ. Matur að hætti danskra fanga? Getur það verið gott? Fangafóður. Já, svo segir vertinn. „Já maður verður að nýta reynsluna í botn sama hvaðan sú reynsla kemur. Fólk hefur almennt verið ánægt með dönsku eldamennskuna hjá okkur; hakkabuffið og purusteikina til dæmis.“Lærði að elda í Nyborg-fangelsinu Guðmundir Ingi hefur látið til sín taka í umræðu um stöðu fanga, var lengi formaður Afstöðu – samtaka fanga en sjálfur sat hann lengi inni í tengslum við fíkniefnasmygl. Meðal annars í Danaveldi. Og nú nær hann að nýta reynslu sína þaðan í eldhúsið. Hvernig má þetta vera?„Ég var í Nyborg-fangelsinu á góðum gangi þar sem 26 fangar voru. Þar skiptust 3 fangar á að elda ofan í hina í heila viku; morgunmat, hádegismat og kvöldmat,“ útskýrir Guðmundur Ingi.Kátir í eldhúsinu. Guðmundur Ingi með Teiti Jóhannessyni sem stjórnar matreiðslunni.Hann var í eitt og hálft ár í Nyborg-fangelsinu og þar þurftu fangarnir að panta inn og útbúa matseðla.„Það má segja að maður hafi lært að elda almennilega þar. Það var ekki slæmt að læra alla þessu frægu dönsku rétti en ég gat á móti sett íslenskan stíl í matgerðina þegar ég fékk að ráða.“ Guðmundur Ingi segir að þetta sé eitt af þeim atriðum sem honum finnst vanta hérna í fangelsiskerfið. „Það ætti að skylda alla fanga til að læra að panta inn vörur, gera innkaupalista og hafa læra að versla miðað við fjárhag, gera matseðla, elda og ganga frá. Það getur ekki verið annað en gott að fólk kunni þetta svona almennt. Þá kviknar oft áhugi á matagerð og um leið ætti fangelsiskerfið að taka á móti og bjóða föngunum að læra matreiðslu eins og er nákvæmlega gert í Danmörku.“Sérstakir fangaveitingastaðir til í DKAð hætti danskra fanga. Hakkað buff, með lauk.Meira að segja er það svo, að sögn Guðmundar Inga, að finna má sérstaka veitingastaði í sumum fangelsum í Danmörku. Þar starfa fangar í öllum störfum. „Í öðrum fangelsum er matvælaframleiðsla fyrir gæsluvarðhaldsfangelsin.“ En, nú er talað um spítalamat sem óæti og fangamaturinn er ekki hærra skrifaður. En, það er sem sagt á misskilningi byggt. Já, og nei, segir Guðmundur Ingi. „Á Blásteini-Matbar og Rakang Thai er enginn fangamatur í boði heldur lúxusmatur úr besta fáanlegu hráefni þar sem lærður matreiðslumaður stjórnar eldamennskunni,“ segir vertinn á Blásteini og vísar til þess að þó hann sjálfur sé liðtækur í eldhúsinu er hann ekki yfirmatreiðslumeistari staðanna sem hann rekur. „Teitur Jóhannesson matreiðslumaður er þarna með mér og stjórnar matseldinni.“ Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
„Slátrið gekk vel í vikunni og svo ætla ég að taka upp gamla takta, nýta mér reynsluna úr danska fangelsiskerfinu og hafa djúsí Hakkebøff með lauk og einu spældu eggi,“ tilkynnir Guðmundur Ingi Þóroddsson vert á Blásteini í Árbæ. Matur að hætti danskra fanga? Getur það verið gott? Fangafóður. Já, svo segir vertinn. „Já maður verður að nýta reynsluna í botn sama hvaðan sú reynsla kemur. Fólk hefur almennt verið ánægt með dönsku eldamennskuna hjá okkur; hakkabuffið og purusteikina til dæmis.“Lærði að elda í Nyborg-fangelsinu Guðmundir Ingi hefur látið til sín taka í umræðu um stöðu fanga, var lengi formaður Afstöðu – samtaka fanga en sjálfur sat hann lengi inni í tengslum við fíkniefnasmygl. Meðal annars í Danaveldi. Og nú nær hann að nýta reynslu sína þaðan í eldhúsið. Hvernig má þetta vera?„Ég var í Nyborg-fangelsinu á góðum gangi þar sem 26 fangar voru. Þar skiptust 3 fangar á að elda ofan í hina í heila viku; morgunmat, hádegismat og kvöldmat,“ útskýrir Guðmundur Ingi.Kátir í eldhúsinu. Guðmundur Ingi með Teiti Jóhannessyni sem stjórnar matreiðslunni.Hann var í eitt og hálft ár í Nyborg-fangelsinu og þar þurftu fangarnir að panta inn og útbúa matseðla.„Það má segja að maður hafi lært að elda almennilega þar. Það var ekki slæmt að læra alla þessu frægu dönsku rétti en ég gat á móti sett íslenskan stíl í matgerðina þegar ég fékk að ráða.“ Guðmundur Ingi segir að þetta sé eitt af þeim atriðum sem honum finnst vanta hérna í fangelsiskerfið. „Það ætti að skylda alla fanga til að læra að panta inn vörur, gera innkaupalista og hafa læra að versla miðað við fjárhag, gera matseðla, elda og ganga frá. Það getur ekki verið annað en gott að fólk kunni þetta svona almennt. Þá kviknar oft áhugi á matagerð og um leið ætti fangelsiskerfið að taka á móti og bjóða föngunum að læra matreiðslu eins og er nákvæmlega gert í Danmörku.“Sérstakir fangaveitingastaðir til í DKAð hætti danskra fanga. Hakkað buff, með lauk.Meira að segja er það svo, að sögn Guðmundar Inga, að finna má sérstaka veitingastaði í sumum fangelsum í Danmörku. Þar starfa fangar í öllum störfum. „Í öðrum fangelsum er matvælaframleiðsla fyrir gæsluvarðhaldsfangelsin.“ En, nú er talað um spítalamat sem óæti og fangamaturinn er ekki hærra skrifaður. En, það er sem sagt á misskilningi byggt. Já, og nei, segir Guðmundur Ingi. „Á Blásteini-Matbar og Rakang Thai er enginn fangamatur í boði heldur lúxusmatur úr besta fáanlegu hráefni þar sem lærður matreiðslumaður stjórnar eldamennskunni,“ segir vertinn á Blásteini og vísar til þess að þó hann sjálfur sé liðtækur í eldhúsinu er hann ekki yfirmatreiðslumeistari staðanna sem hann rekur. „Teitur Jóhannesson matreiðslumaður er þarna með mér og stjórnar matseldinni.“
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent