Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 28. október 2019 22:15 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir/Samsett Þið munið eftir kassanum sem ég sýndi ykkur í síðustu viku, borðskreytingunni? Sko, ég vissi það, ég er ógleymanleg. Ég veit að grasker eru ekki beint það fyrsta sem Íslendingum dettur í hug þegar þeir hugsa um haustið. Flestir myndu ábyggilega nefna fallegu haustlitina. Pabbi, fjárbóndinn sjálfur, segði göngur og réttir og svo framvegis. En ég horfi mikið á Youtube og hjá bandarísku föndurvinkonunum mínum þá er allt fljótandi í graskerum á haustin og ég smitaðist og ákvað að gera grasker. Það fyrsta sem ég gerði var að finna nokkra efnisbúta í haustlitunum og klippa út nokkra mismunandi stóra hringi. Það er vegna þess að ég vildi að graskerin mín væru mismunandi að stærð. Ég tók nál og tvinna, þræddi nálina, batt hnút á endann á tvinnanum og fór eftir brúninni á hringnum með því að fara upp og niður í gegnum efnið.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti ódýrasta koddann sem ég fann og klippti gat á hann, börnin mín trúðu varla sínum eigin augum þegar þau sáu mömmu sína eyðileggja nýja koddann. Ég setti smá af fyllingunni úr koddanum í miðjuna á hringnum og togaði í spottann þannig að efnið dróst saman. Þá var ég komin með hálfgerðan bolta, sem var ekki beint graskerslegur. Ég þræddi nálina aftur, batt hnút á endann tvinnanum og stakk honum í miðjuna á boltanum, þar sem samskeytin á efninu voru, og alveg í gegn. Ég stakk svo nálinni aftur niður á sama stað þannig að tvinninn bjó til dæld í boltann, ég vona að þið fattið þessar útskýringar. Ég endurtók þetta nokkrum sinnum eða þangað til að boltinn var farinn að líkjast graskeri.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að gera dældirnar ennþá meira áberandi þá fór ég yfir þær með þunnu reipi sem ég festi með heitu lími. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNú var komið að því að skreyta graskerin. Ég fór út og náði mér í nokkrar greinar sem ég klippti til og ég átti nokkur laufblöð í blómapokanum mínum. Já, ég er með blómapoka. Hvað get ég sagt? Ég er föndrari, og föndrarar þurfa að eiga lager. Ég átti líka þetta ótrúlega sniðuga… ég veit eiginlega ekki hvað ég get kallað þetta, en þetta lítur út eins og reipi en er með vír þannig að það er hægt að beygja þetta til og frá. Ég tók það sem sagt og vafði því nokkrum sinnum utan um penna til að fá þetta líktist gormi.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo sótti ég límbyssuna mína, og festi greinastubbana, laufblöðin og gormana í miðjuna á graskerinu. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirFærum okkur núna yfir á kassann sjálfan. Leiðbeiningarnar fyrir hann birtust í síðustu viku hér á Vísi. Ég skar til froðuplastbút sem var aðeins minni en kassinn. Ég setti efni í kassann þannig að froðuplastbúturinn myndi ekki sjást í gegnum rifurnar. Ofan á setti ég svo gervimosa. ég límdi hann ekki niður vegna þess að ég ætla að skipta skreytingunni út eftir því sem árstíðirnar breytast, nokkur gerviepli og auðvitað graskerin mín. Ég notaði svo litla ljósaseríu til að setja punktinn yfir i-ið. Kemur vel út ekki satt?Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Þið munið eftir kassanum sem ég sýndi ykkur í síðustu viku, borðskreytingunni? Sko, ég vissi það, ég er ógleymanleg. Ég veit að grasker eru ekki beint það fyrsta sem Íslendingum dettur í hug þegar þeir hugsa um haustið. Flestir myndu ábyggilega nefna fallegu haustlitina. Pabbi, fjárbóndinn sjálfur, segði göngur og réttir og svo framvegis. En ég horfi mikið á Youtube og hjá bandarísku föndurvinkonunum mínum þá er allt fljótandi í graskerum á haustin og ég smitaðist og ákvað að gera grasker. Það fyrsta sem ég gerði var að finna nokkra efnisbúta í haustlitunum og klippa út nokkra mismunandi stóra hringi. Það er vegna þess að ég vildi að graskerin mín væru mismunandi að stærð. Ég tók nál og tvinna, þræddi nálina, batt hnút á endann á tvinnanum og fór eftir brúninni á hringnum með því að fara upp og niður í gegnum efnið.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti ódýrasta koddann sem ég fann og klippti gat á hann, börnin mín trúðu varla sínum eigin augum þegar þau sáu mömmu sína eyðileggja nýja koddann. Ég setti smá af fyllingunni úr koddanum í miðjuna á hringnum og togaði í spottann þannig að efnið dróst saman. Þá var ég komin með hálfgerðan bolta, sem var ekki beint graskerslegur. Ég þræddi nálina aftur, batt hnút á endann tvinnanum og stakk honum í miðjuna á boltanum, þar sem samskeytin á efninu voru, og alveg í gegn. Ég stakk svo nálinni aftur niður á sama stað þannig að tvinninn bjó til dæld í boltann, ég vona að þið fattið þessar útskýringar. Ég endurtók þetta nokkrum sinnum eða þangað til að boltinn var farinn að líkjast graskeri.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að gera dældirnar ennþá meira áberandi þá fór ég yfir þær með þunnu reipi sem ég festi með heitu lími. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNú var komið að því að skreyta graskerin. Ég fór út og náði mér í nokkrar greinar sem ég klippti til og ég átti nokkur laufblöð í blómapokanum mínum. Já, ég er með blómapoka. Hvað get ég sagt? Ég er föndrari, og föndrarar þurfa að eiga lager. Ég átti líka þetta ótrúlega sniðuga… ég veit eiginlega ekki hvað ég get kallað þetta, en þetta lítur út eins og reipi en er með vír þannig að það er hægt að beygja þetta til og frá. Ég tók það sem sagt og vafði því nokkrum sinnum utan um penna til að fá þetta líktist gormi.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo sótti ég límbyssuna mína, og festi greinastubbana, laufblöðin og gormana í miðjuna á graskerinu. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirFærum okkur núna yfir á kassann sjálfan. Leiðbeiningarnar fyrir hann birtust í síðustu viku hér á Vísi. Ég skar til froðuplastbút sem var aðeins minni en kassinn. Ég setti efni í kassann þannig að froðuplastbúturinn myndi ekki sjást í gegnum rifurnar. Ofan á setti ég svo gervimosa. ég límdi hann ekki niður vegna þess að ég ætla að skipta skreytingunni út eftir því sem árstíðirnar breytast, nokkur gerviepli og auðvitað graskerin mín. Ég notaði svo litla ljósaseríu til að setja punktinn yfir i-ið. Kemur vel út ekki satt?Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00
Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00
Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00