Vörubílstjórinn í gæsluvarðhald Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2019 14:38 Skissa af hinum grunaða, Maurice Robinson, sem mætti fyrir dómara í dag. AP Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í morgun norður-írska vörubílstjórann Maurice Robinson í gæsluvarðhald í tengslum við mál þar sem 39 lík fundust í gámi bíls hans í bænum Grays, austur af London, í síðustu viku. Robinson hefur verið ákærður fyrir morð, aðild að mansali og peningaþvætti. Hinn 25 ára Robinson mætti fyrir dómara í gegnum myndbandsupptöku. „Þetta er alþjóðlegt net sem sér til þess að mikill fjöldi flóttamanna kemur til Bretlands,“ sagði saksóknara fyrir dómi í morgun. Robinson var handtekinn skömmu eftir að líkin fundust í kæligámnum á flutningabílnum. Hafði fólkið þá verið flutt frá belgísku hafnarborginni Zeebrugge. Fyrstu fréttir hermdu að hin látnu væru Kínverjar, en síðustu daga hafa komið fréttir um að hluti þeirra kunni að hafa komið frá Víetnam. Talið er að hin látnu hafi verið hluti af um hundrað manna hópi sem reyndu að smygla sér til Bretlands. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands skrifaði í morgun undir í sérstaka minningarbók um hina látnu þar sem hann hét því að breska ríkisstjórnin myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að tryggja að hinir ábyrgu yrði dregnir fyrir dóm. Robinson mun næst mæta fyrir dómara þann 25. nóvember. Þrír til viðbótar voru handteknir vegna málsins í síðustu viku, en þeim var sleppt í gær. Bretland England Tengdar fréttir Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Bílstjórinn hefur verið ákærður fyrir manndráp Hinn 25 ára gamli Maurice Robinson hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp. 26. október 2019 16:35 Fólkið sem fannst í gámnum sagt vera frá Kína Lögreglan á Englandi yfirheyrir enn vörubílstjóra sem var handtekinn í gær eftir að þrjátíu og níu lík fundust í bíl hans en bílnum hafði nýlega verið ekið til Englands frá Búlgaríu. 24. október 2019 10:15 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í morgun norður-írska vörubílstjórann Maurice Robinson í gæsluvarðhald í tengslum við mál þar sem 39 lík fundust í gámi bíls hans í bænum Grays, austur af London, í síðustu viku. Robinson hefur verið ákærður fyrir morð, aðild að mansali og peningaþvætti. Hinn 25 ára Robinson mætti fyrir dómara í gegnum myndbandsupptöku. „Þetta er alþjóðlegt net sem sér til þess að mikill fjöldi flóttamanna kemur til Bretlands,“ sagði saksóknara fyrir dómi í morgun. Robinson var handtekinn skömmu eftir að líkin fundust í kæligámnum á flutningabílnum. Hafði fólkið þá verið flutt frá belgísku hafnarborginni Zeebrugge. Fyrstu fréttir hermdu að hin látnu væru Kínverjar, en síðustu daga hafa komið fréttir um að hluti þeirra kunni að hafa komið frá Víetnam. Talið er að hin látnu hafi verið hluti af um hundrað manna hópi sem reyndu að smygla sér til Bretlands. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands skrifaði í morgun undir í sérstaka minningarbók um hina látnu þar sem hann hét því að breska ríkisstjórnin myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að tryggja að hinir ábyrgu yrði dregnir fyrir dóm. Robinson mun næst mæta fyrir dómara þann 25. nóvember. Þrír til viðbótar voru handteknir vegna málsins í síðustu viku, en þeim var sleppt í gær.
Bretland England Tengdar fréttir Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Bílstjórinn hefur verið ákærður fyrir manndráp Hinn 25 ára gamli Maurice Robinson hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp. 26. október 2019 16:35 Fólkið sem fannst í gámnum sagt vera frá Kína Lögreglan á Englandi yfirheyrir enn vörubílstjóra sem var handtekinn í gær eftir að þrjátíu og níu lík fundust í bíl hans en bílnum hafði nýlega verið ekið til Englands frá Búlgaríu. 24. október 2019 10:15 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06
Bílstjórinn hefur verið ákærður fyrir manndráp Hinn 25 ára gamli Maurice Robinson hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp. 26. október 2019 16:35
Fólkið sem fannst í gámnum sagt vera frá Kína Lögreglan á Englandi yfirheyrir enn vörubílstjóra sem var handtekinn í gær eftir að þrjátíu og níu lík fundust í bíl hans en bílnum hafði nýlega verið ekið til Englands frá Búlgaríu. 24. október 2019 10:15