Rannsaka hvort kveikt hafi verið í íbúðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2019 12:01 Íbúðin var alelda þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. Mynd/Aðsend Eldurinn sem olli altjóni á íbúð í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags virðist hafa kviknað í stofu íbúðarinnar. Lögregla rannsakar nú m.a. hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Slökkviliðsmenn fengu tilkynningu um mikinn eld í íbúð í fjölbýlishúsi að Framnesvegi í Reykjanesbæ á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudags. Sex íbúðir eru í húsinu og voru þær allar rýmdar. Vettvangur var afhentur lögreglu strax um morguninn.Sjá einnig: Íbúð alelda í Reykjanesbæ Eiríkur Valberg rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að rannsókn á eldsupptökum miði vel. Þá hafi verið rætt við vitni en Eiríkur getur þó ekki tjáð sig um það hvort yfirheyrslur hafi farið fram í tengslum við málið. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað í stofu íbúðarinnar.Er grunur um íkveikju?„Það er bara eitthvað sem er til skoðunar, til rannsóknar núna. Við erum ekki komin á þann stað að við getum tjáð okkur um það.“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins hafði eftir heimildum sínum í gær að íbúar hússins hefðu ítrekað kvartað til félagsmálayfirvalda undan leigjanda íbúðarinnar þar sem eldurinn kviknaði. Eiríkur kveðst ekkert geta tjáð sig um meintar kvartanir. Íbúðin var alelda þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang aðfaranótt sunnudags. Enginn var í íbúðinni þegar að var komið. Fólk í öðrum íbúðum var gert að yfirgefa heimili sín á meðan á slökkvistarfi stóð en enginn var fluttur á slysadeild. Mikill hiti var í íbúðinni þar sem eldurinn logaði og sprungu rúður að sögn slökkviliðs Lögreglumál Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúð alelda í Reykjanesbæ Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra eru sex íbúir í húsinu og voru þær allar rýmdar. Um mikinn eld var að ræða. Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar. 27. október 2019 05:17 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Eldurinn sem olli altjóni á íbúð í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags virðist hafa kviknað í stofu íbúðarinnar. Lögregla rannsakar nú m.a. hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Slökkviliðsmenn fengu tilkynningu um mikinn eld í íbúð í fjölbýlishúsi að Framnesvegi í Reykjanesbæ á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudags. Sex íbúðir eru í húsinu og voru þær allar rýmdar. Vettvangur var afhentur lögreglu strax um morguninn.Sjá einnig: Íbúð alelda í Reykjanesbæ Eiríkur Valberg rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að rannsókn á eldsupptökum miði vel. Þá hafi verið rætt við vitni en Eiríkur getur þó ekki tjáð sig um það hvort yfirheyrslur hafi farið fram í tengslum við málið. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað í stofu íbúðarinnar.Er grunur um íkveikju?„Það er bara eitthvað sem er til skoðunar, til rannsóknar núna. Við erum ekki komin á þann stað að við getum tjáð okkur um það.“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins hafði eftir heimildum sínum í gær að íbúar hússins hefðu ítrekað kvartað til félagsmálayfirvalda undan leigjanda íbúðarinnar þar sem eldurinn kviknaði. Eiríkur kveðst ekkert geta tjáð sig um meintar kvartanir. Íbúðin var alelda þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang aðfaranótt sunnudags. Enginn var í íbúðinni þegar að var komið. Fólk í öðrum íbúðum var gert að yfirgefa heimili sín á meðan á slökkvistarfi stóð en enginn var fluttur á slysadeild. Mikill hiti var í íbúðinni þar sem eldurinn logaði og sprungu rúður að sögn slökkviliðs
Lögreglumál Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúð alelda í Reykjanesbæ Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra eru sex íbúir í húsinu og voru þær allar rýmdar. Um mikinn eld var að ræða. Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar. 27. október 2019 05:17 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Íbúð alelda í Reykjanesbæ Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra eru sex íbúir í húsinu og voru þær allar rýmdar. Um mikinn eld var að ræða. Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar. 27. október 2019 05:17