Emery: Rangt af Xhaka | Piers Morgan kallar eftir aðgerðum Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. október 2019 20:15 Allt á suðupunkti vísir/getty Unai Emery, stjóri Arsenal, hélt ekki hlífiskildi yfir Granit Xhaka, fyrirliða Arsenal, þegar hann var spurður út í framkomu hans eftir að honum var skipt af velli í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace í dag. Xhaka var skipt af velli eftir klukkutíma leik í stöðunni 2-2 og var hann ekkert að drífa sig af velli. Í kjölfarið fékk hann að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal. Xhaka hélt engu að síður áfram að labba af velli og svaraði stuðningsmönnum fullum hálsi með handabendingum og öskrum áður en hann reif sig úr treyjunni á leið sinni til búningsherbergja. „Þetta var rangt af honum. Ég vil ekki segja of mikið en þetta voru vond viðbrögð hjá honum. Við munum ræða þetta atvik innan okkar hóps en ekki hér,“ sagði Emery í leikslok. Óhætt er að segja að hegðun Xhaka hafi reitt marga stuðningsmenn Arsenal til reiði. Hinn heimsþekkti fjölmiðlamaður Piers Morgan er einn þeirra sem tjáir sig um atvikið á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í annari færslu segir Morgan að Xhaka eigi ekki að fá að klæðast treyju Arsenal framar. Morgan er harður stuðningsmaður ArsenalWow. Xhaka subbed for another poor performance - so responds by telling Arsenal fans to ‘f*ck off’, ripping his shirt off & storming down the tunnel. And this is supposed to be our CAPTAIN? What an absolute disgrace. He should be stripped of the captaincy tonight. #afcpic.twitter.com/iCGxOl9scv — Piers Morgan (@piersmorgan) October 27, 2019VAR skandall?Ömurleg framkoma Svisslendingsins er ekki það eina sem pirrar Arsenal menn eftir leikinn gegn Crystal Palace því VAR myndbandatæknin kom ansi mikið við sögu í leiknum og hafði meðal annars mark af Arsenal á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir fjölda endursýninga er erfitt að sjá hvers vegna markið var dæmt af og Emery skilur ekkert í notkun ensku dómaranna á VAR. „Ég skil ekki dómarann og ég skil ekki hvernig þeir nota VAR. Við skorum löglegt mark sem þeir ákveða að telji ekki,“ sagði Emery í leikslok. Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Unai Emery, stjóri Arsenal, hélt ekki hlífiskildi yfir Granit Xhaka, fyrirliða Arsenal, þegar hann var spurður út í framkomu hans eftir að honum var skipt af velli í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace í dag. Xhaka var skipt af velli eftir klukkutíma leik í stöðunni 2-2 og var hann ekkert að drífa sig af velli. Í kjölfarið fékk hann að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal. Xhaka hélt engu að síður áfram að labba af velli og svaraði stuðningsmönnum fullum hálsi með handabendingum og öskrum áður en hann reif sig úr treyjunni á leið sinni til búningsherbergja. „Þetta var rangt af honum. Ég vil ekki segja of mikið en þetta voru vond viðbrögð hjá honum. Við munum ræða þetta atvik innan okkar hóps en ekki hér,“ sagði Emery í leikslok. Óhætt er að segja að hegðun Xhaka hafi reitt marga stuðningsmenn Arsenal til reiði. Hinn heimsþekkti fjölmiðlamaður Piers Morgan er einn þeirra sem tjáir sig um atvikið á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í annari færslu segir Morgan að Xhaka eigi ekki að fá að klæðast treyju Arsenal framar. Morgan er harður stuðningsmaður ArsenalWow. Xhaka subbed for another poor performance - so responds by telling Arsenal fans to ‘f*ck off’, ripping his shirt off & storming down the tunnel. And this is supposed to be our CAPTAIN? What an absolute disgrace. He should be stripped of the captaincy tonight. #afcpic.twitter.com/iCGxOl9scv — Piers Morgan (@piersmorgan) October 27, 2019VAR skandall?Ömurleg framkoma Svisslendingsins er ekki það eina sem pirrar Arsenal menn eftir leikinn gegn Crystal Palace því VAR myndbandatæknin kom ansi mikið við sögu í leiknum og hafði meðal annars mark af Arsenal á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir fjölda endursýninga er erfitt að sjá hvers vegna markið var dæmt af og Emery skilur ekkert í notkun ensku dómaranna á VAR. „Ég skil ekki dómarann og ég skil ekki hvernig þeir nota VAR. Við skorum löglegt mark sem þeir ákveða að telji ekki,“ sagði Emery í leikslok.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30