Ögmundur Kristinsson stóð vaktina í marki Larissa sem vann 2-1 sigur á Panathinaikos í Grikklandi. Hann gerði gott betur og lagði upp annað mark liðsins en Larissa er í 6. sætinu.
Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem vann 1-0 sigur á Håcken en sigurmarkið kom á 88. mínútu. Norrköping í 5. sætinu fyrir lokaumferðina.
Í Rússlandi var Hörður Björgvin Magnússon í byrjunarliði CSKA Moskvu sem tapaði 1-0 fyrir grönnunum í Dinamo Moskvu. Arnór Sigurðsson kom inn sem varamaður á 59. mínútu en CSKA situr í fimmta sætinu.
Viðar Ari Jónsson, Emil Pálsson og félagar í Sandefjord eru komnir með annan fótinn upp í norsku úrvalsdeildina eftir 2-0 sigur á Ull/Kisa
á útivelli.
Sandefjord er í 2. sætinu með 62 stig, sex stigum á undan öðru Íslendingaliði í Start, er tvær umferðir eru eftir af deildinni.
