Afi sýknaður af ákæru um ítrekuð kynferðisbrot Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 11:15 Framburður stúlkunnar var þó talinn trúverðugri en framburður afans. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Framburður stúlkunnar er þó talinn trúverðugri en framburður afans en dómurinn sýknar hann vegna skorts á sönnunargögnum. Afinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað brotið á stúlkunni frá því hún var fimm ára gömul til tólf eða þrettán ára, á tímabilinu 2007 til 2015. Hann er ákærður fyrir að hafa snert ber kynfæri hennar, látið hana snerta kynfæri sín og fróa honum. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlknni, traust hennar og trúnað til hans sem afi hennar. Héraðsdómur sýknaði manninn í sumar. Meirihluti dómsins taldi ákæruvaldið ekki hafa sannað sekt mannins. Allir dómararnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan en framburð afans ótrúverðugan. Þrátt fyrir það var hann sýknaður þar sem framburður hennar fékk ekki stoð í gögnum málsins. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti dóminn í gær. Í skýrslu sem tekin var af stúlkunni í janúar 2017 greindi hún frá því að afi hennar hefði brotið á henni frá því hún var fimm ára. Brotin hafi átt sér stað á heimili hans, að nóttu til í hjónarúmi afa hennar og ömmu, þegar hún og systkini hennar gistu þar. Þá hafi amma hennar verið í rúminu. Einnig hafi brotin átt sér stað á morgnanna þegar amma hennar fór út að hlaupa eða labba. Í gögnum málsins kemur fram að stúlkan hafði samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016 áður en hún greindi fyrst frá, þar sem hún lýsti vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Þá kemur einnig fram í dómnum að stúlkan hafi borið öll merki áfallastreituröskunar. Í dómi Landsréttar er meðal annars vísað til þess að framburður stúlkunnar sé á heildina litið trúverðugur og stöðugur og mun trúverðugri en framburður afans. Til stuðnings framburði hennar lægi hins vegar ekkert fyrir í málinu nema framburður hennar og afans og vottorð um andlega líðan hennar. Maðurinn var því sýknaður. Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Framburður stúlkunnar er þó talinn trúverðugri en framburður afans en dómurinn sýknar hann vegna skorts á sönnunargögnum. Afinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað brotið á stúlkunni frá því hún var fimm ára gömul til tólf eða þrettán ára, á tímabilinu 2007 til 2015. Hann er ákærður fyrir að hafa snert ber kynfæri hennar, látið hana snerta kynfæri sín og fróa honum. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlknni, traust hennar og trúnað til hans sem afi hennar. Héraðsdómur sýknaði manninn í sumar. Meirihluti dómsins taldi ákæruvaldið ekki hafa sannað sekt mannins. Allir dómararnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan en framburð afans ótrúverðugan. Þrátt fyrir það var hann sýknaður þar sem framburður hennar fékk ekki stoð í gögnum málsins. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti dóminn í gær. Í skýrslu sem tekin var af stúlkunni í janúar 2017 greindi hún frá því að afi hennar hefði brotið á henni frá því hún var fimm ára. Brotin hafi átt sér stað á heimili hans, að nóttu til í hjónarúmi afa hennar og ömmu, þegar hún og systkini hennar gistu þar. Þá hafi amma hennar verið í rúminu. Einnig hafi brotin átt sér stað á morgnanna þegar amma hennar fór út að hlaupa eða labba. Í gögnum málsins kemur fram að stúlkan hafði samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016 áður en hún greindi fyrst frá, þar sem hún lýsti vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Þá kemur einnig fram í dómnum að stúlkan hafi borið öll merki áfallastreituröskunar. Í dómi Landsréttar er meðal annars vísað til þess að framburður stúlkunnar sé á heildina litið trúverðugur og stöðugur og mun trúverðugri en framburður afans. Til stuðnings framburði hennar lægi hins vegar ekkert fyrir í málinu nema framburður hennar og afans og vottorð um andlega líðan hennar. Maðurinn var því sýknaður.
Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50