Ellefu ára fangelsi fyrir að kasta félaga sínum niður af sjöundu hæð Sylvía Hall skrifar 26. október 2019 10:55 Maðurinn var myrtur í Fyllingsdalen í Bergen á síðasta ári. Vísir/Getty 22 ára karlmaður í Noregi hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að myrða hinn 21 árs gamla Sebastian Seterås þann 23. mars á síðasta ári. Seterås lést eftir að honum var kastað niður af sjöundu hæð íbúðablokkar í Fyllingsdalen í Bergen. Seterås og maðurinn höfðu verið að skemmta sér saman fyrr um kvöldið og ákváðu því næst að fara heim til mannsins í Fyllingsdalen þar sem hann bjó ásamt móður sinni. Stuttu síðar kom upp ágreiningur á milli þeirra, meðal annars um hver skyldi borga fyrir áfengisflösku sem þeir höfðu keypt, og þróaðist rifrildið fljótt út í slagsmál. Í vitnisburði sínum lýsti maðurinn slagsmálum þeirra og sagðist hann hafa fengið töluverða ánægju út úr ofbeldinu. Þegar ofbeldið hófst hafi hann misst alla stjórn og „sprungið“. Hann hafi ekki getað hætt og upplifði sig valdamikinn. Eftir að hafa slegið Seterås nokkrum höggum í höfuð og andlit sló hann flöskunni í höfuð hans með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Við það missti Seterås meðvitund og segist maðurinn hafa orðið skelfingu lostinn og haldið að hann væri látinn. Hann hafi því ákveðið að kasta honum niður af sjöundu hæð, en fallið var um 22 metrar. Maðurinn hringdi því næst á lögreglu og sagði Seterås hafa framið sjálfsvíg. Þá sagðist hann hafa reynt að koma í veg fyrir það en það hafi ekki gengið sem skyldi. Móðir mannsins var heima á þeim tíma er árásin varð og hlaut hún tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu, en henni er gefið að sök að hafa ekki kallað á læknishjálp eftir að Seterås hafði verið kastað niður og var sökuð um að hafa reynt að fjarlægja sönnunargögn af vettvangi. Krufning hefur leitt í ljós að dánarorsök Seterås voru alvarlegir höfuðáverkar en helsta ágreiningsmál réttarhaldanna var meðal annars hvort hann hafi verið látinn áður en honum var kastað niður. Dómararnir töldu líklegast að hann hafi verið enn á lífi fyrir fallið en litu til þess að maðurinn hefði ólíklega getað vitað að það þegar hann tók þá ákvörðun að kasta honum niður. Noregur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
22 ára karlmaður í Noregi hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að myrða hinn 21 árs gamla Sebastian Seterås þann 23. mars á síðasta ári. Seterås lést eftir að honum var kastað niður af sjöundu hæð íbúðablokkar í Fyllingsdalen í Bergen. Seterås og maðurinn höfðu verið að skemmta sér saman fyrr um kvöldið og ákváðu því næst að fara heim til mannsins í Fyllingsdalen þar sem hann bjó ásamt móður sinni. Stuttu síðar kom upp ágreiningur á milli þeirra, meðal annars um hver skyldi borga fyrir áfengisflösku sem þeir höfðu keypt, og þróaðist rifrildið fljótt út í slagsmál. Í vitnisburði sínum lýsti maðurinn slagsmálum þeirra og sagðist hann hafa fengið töluverða ánægju út úr ofbeldinu. Þegar ofbeldið hófst hafi hann misst alla stjórn og „sprungið“. Hann hafi ekki getað hætt og upplifði sig valdamikinn. Eftir að hafa slegið Seterås nokkrum höggum í höfuð og andlit sló hann flöskunni í höfuð hans með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Við það missti Seterås meðvitund og segist maðurinn hafa orðið skelfingu lostinn og haldið að hann væri látinn. Hann hafi því ákveðið að kasta honum niður af sjöundu hæð, en fallið var um 22 metrar. Maðurinn hringdi því næst á lögreglu og sagði Seterås hafa framið sjálfsvíg. Þá sagðist hann hafa reynt að koma í veg fyrir það en það hafi ekki gengið sem skyldi. Móðir mannsins var heima á þeim tíma er árásin varð og hlaut hún tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu, en henni er gefið að sök að hafa ekki kallað á læknishjálp eftir að Seterås hafði verið kastað niður og var sökuð um að hafa reynt að fjarlægja sönnunargögn af vettvangi. Krufning hefur leitt í ljós að dánarorsök Seterås voru alvarlegir höfuðáverkar en helsta ágreiningsmál réttarhaldanna var meðal annars hvort hann hafi verið látinn áður en honum var kastað niður. Dómararnir töldu líklegast að hann hafi verið enn á lífi fyrir fallið en litu til þess að maðurinn hefði ólíklega getað vitað að það þegar hann tók þá ákvörðun að kasta honum niður.
Noregur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira