Man Utd lék sér að Norwich á Carrow Road

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Anthony Martial sneri aftur af krafti
Anthony Martial sneri aftur af krafti vísir/getty
Manchester United heimsótti Norwich í 10.umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Carrow Road leikvangnum í dag. Anthony Martial sneri aftur í byrjunarlið Man Utd eftir meiðsli og gerði það svo sannarlega með látum.

Það var Scott McTominay sem opnaði markareikning Man Utd í leiknum með góðu skoti á 21.mínútu. Fimm mínútum síðar var vítaspyrna dæmd eftir langa VAR skoðun. Marcus Rashford fór á vítapunktinn en Tim Krul varði vítaspyrnu hans. Nokkrum sekúndum síðar slapp Rashford aleinn í gegn eftir sendingu Daniel James. Þá renndi Rashford boltanum á milli fóta Krul og kom Man Utd í 0-2.

Skömmu fyrir leikhlé fékk Man Utd aftur vítaspyrnu eftir VAR skoðun þar sem boltinn fór í hönd varnarmanns Norwich. Í þetta skiptið fór Martial á vítapunktinn en aftur varði Krul.

 

Líkt og Rashford þá bætti Martial fyrir vítaklúðrið þegar hann gulltryggði sigur Man Utd á 73.mínútu eftir frábæran samleik við Rashford.

Heimamenn náðu að klóra í bakkann með marki á 88.mínútu þegar Onel Hernandez skoraði eftir slæm mistök McTominay. Lokatölur 1-3 fyrir Man Utd.

Fyrsti sigur Manchester United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni síðan 27.febrúar staðreynd sem lyftir liðinu upp í 7.sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira