Enski boltinn

Liverpool vann málið og má skipta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane og félagar í Liverpool eru á sínu síðasta tímabili í New Balance búningunum.
Sadio Mane og félagar í Liverpool eru á sínu síðasta tímabili í New Balance búningunum. Getty/Jean Catuffe
Liverpool FC fagnar ekki bara sigri inn á vellinum heldur líka í réttarsalnum. Enska félagið hafði betur í máli sínu gegn New Balance.

Liverpool er að hætta að spila í New Balance og skiptir yfir í Nike.

Nike bauð Evrópumeisturunum risasamning og Liverpool ákvað að hætta hjá New Balance.

Forráðamenn New Balance voru ekki alveg sáttir og töldu sig hafa rétt á því að jafna tilboð Nike.

Liverpool taldi að New Balance gæti ekki boðið sama samning þegar litið er á markaðsmálin en þar nýtur Nike mikillar alþjóðlegrar velgengni.







Dómarinn var sammála því og benti meðal annars á það að Nike er með stórstjörnur eins og Serenu Williams og Lebron James og slíkt bjóði New Balance ekki upp á.

Samningurinn við New Balance rennur út í maí 2020 og nú er ekkert því til fyrirstöðu að Liverpool mæti í Nike búningum næsta haust.

Liverpool og Nike hafa gengið frá fimm ára samning og fær Liverpool 30 milljónir punda á ári eða 4,8 milljarða íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×