Enski boltinn

Arnold Schwarzenegger spáir fyrir úrslitum helgarinnar í enska boltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnold Schwarzenegger.
Arnold Schwarzenegger. Getty/VCG/VCG
Mark Lawrenson fékk sjálfan Terminator til að spá fyrir um úrslit leikja helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Arnold Schwarzenegger er spámaður vikunnar hjá Mark Lawrenson en vikulega fær fyrrum Liverpool-maðurinn þekktan einstakling til að reyna fyrir sér í spákeppni við sig á heimasíðu breska ríkisútvarpsins.

Arnold Schwarzenegger er á fullu að kynna nýju Terminator-myndina sína og var tilbúinn að vera með að þessu sinni.

Schwarzenegger notar þekkt orðatiltæki úr Terminator-myndunum þegar kemur að því að tjá sig um Liverpool og hvernig liðið mun koma til baka eftir jafnteflið á móti Manchester United á Old Trafford.





„Ég er hrifinn af Liverpool. Það gengur ekki alltaf vel hjá þeim en nú er meðbyrinn með þeim. Stundum, og ég veit ekki af hverju, þá tapa þeir stundum klaufalega en koma síðan til baka. Þegar þeir segja að þeir séu komnir aftur, þá eru þeir komnir aftur,“ sagði Arnold Schwarzenegger.

Arnold Schwarzenegger spáir Liverpool 2-1 sigri á Tottenham en hann hefur líka trú á Manchester United sem hann spáir 3-0 útisigri á móti Norwich.

City vinnur líka 3-0 sigur á Aston Villa rætist spá Arnolds sem spáir Arsenal 2-1 sigri á Crystal Palace og Chelsea 1-0 útisigri á móti Burnley.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton ná hins vegar bara 2-2 jafntefli á útivelli á móti Brighton hafi Schwarzenegger rétt fyrir sér.

Mark Lawrenson býst hins vegar við því að Liverpool tapi stigum á heimavelli í 1-1 jafntefli á móti Tottenham og að Manchester City minnki forskotið í fjögur stig með 3-1 sigri á Aston Villa. Mark Lawrenson spáir því aftur á móti að Manchester United nái bara jafntefli á móti Norwich.

Það má sjá alla spána þeirra með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×